Erlent

Gífurleg aukning á lyfjanotkun Dana

Gífurleg aukning hefur orðið á lyfjanotkun dönsku þjóðarinnar á síðustu árum. Samkvæmt upplýsingum frá lyfjaeftirliti landsins er lyfjanotkunin orðin það mikil að hún jafnast á við að hver Dani innbyrði hálfa aðra pillu af einhverju lyfi daglega alla sína ævi.

Erlent

Króatar samþykktu aðildina að ESB

Króatar samþykktu aðild að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu í gærdag með miklum meirhluta eða 66% atkvæða. Hinsvegar var kjörsókn dræm en aðeins 44% kjósenda tóku þátt í atkvæðagreiðslunni.

Erlent

Brugðust of seint við hungursneyð

Alþjóðasamfélagið brást of seint við hungursneyðinni sem geisað hefur í Austur- Afríku. Fyrir vikið létust þúsundir að óþörfu auk þess sem kostnaður við björgunarstarf hefur orðið talsvert hærri en ella. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um ástandið í Austur-Afríku sem alþjóðlegu hjálparstofnanirnar Oxfam og Save the Children hafa unnið.

Erlent

Hugsanlegt að óskráðir farþegar hafi verið í skipinu

Nú er grunur um að um borð í skipinu Costa Concordia, sem strandaði 13. janúar, hafi verið farþegar sem ekki hafi verið skráðir í skipið. Þetta er ástæða þess að fjöldi þeirra sem saknað er í slysinu hefur verið á reki. Lík úr skipinu fannst í dag og er það þrettánda líkið sem finnst, eftir þvi sem fram kemur í New York Times.

Erlent

Króatar á leið inn í Evrópusambandið

Allar líkur eru á því að Króatía verði 28. landið til þess að ganga í Evrópusambandið. Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild fór fram í dag og þegar 25% atkvæða hafa verið talin bendir flest til að Króatar muni samþykkja aðild. Aðild að Evrópusambandin hefur verið eitt aðalviðfangsefni króatískra stjórnvalda eftir að landið fékk sjálfstæði eftir að Júgóslavía leystist upp á árunum 1991-1995.

Erlent

Wahlberg baðst afsökunar á ummælum um 11. september

Mark Wahlberg baðst á fimmtudaginn afsökunar á að hann skyldi hafa sagt að hann hefði getað komið í veg fyrir að ein af flugvélunum sem hröpuðu 11. september 2001 myndu hrapa. Hann sagði að ummæli sín hefðu verið fáránleg og óábyrg.

Erlent

Faðir horfði á krókódíl éta dóttur sína

Krókódíll át tíu ára gamla stúlku í Nusatenggara í Indónesíu á dögunum á meðan faðir hennar horfði bjargarlaus á. Victor Mado Waton, lögreglustjóri á svæðinu, segir að stelpan hafi verið að leita að skjaldbökum með pabba sínum og bróður þegar atvikið varð. Hann segir að pabbi stelpunnar hafi verið fáeina metra í burtu þegar árásin var gerð en gat ekkert brugðist við. Krókódíll banaði ungum dreng í sömu á fyrir einungis mánuði síðan.

Erlent

Gingrich vann í Suður-Karólínu

Newt Gingrich vann stórsigur í kjöri um útnefningu Repúblikanaflokksins til forseta þegar atkvæði voru greidd í Suður-Karólínufylki í gær. Þegar talin höfðu verið næstum öll atkvæði var ljóst að Gingrich hafði hlotið 40% atkvæða en helsti keppinautur hans, Mitt Romney, hlaut 28% atkvæða. Rick Santorum fékk 17% og Ron Paul 13%. Upphaflega var talið að Romney væri líklegri til að vinna útnefningu Repúblikana en stjórnmálaskýrendur telja að eftir kjörið í gær sé víst að kosningabaráttan verður spennandi áfram. Frá árinu 1980 hefur sá sem vinnur kjörið í Suður-Karólínu alltaf orðið forsetaefni Repúblikana.

Erlent

SOPA dregið til baka

SOPA frumvarpið sem snýst um höfundavarnir á efni á Internetinu, hefur verið tekið út úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Lamar Smith, fulltrúadeildarþingmaðurinn, sem lagði frumvarpið fram tilkynnti þetta í gærkvöld. Hann vill ná meiri sátt um málið áður en það fer lengra.

Erlent

Óttast að hryðjuverkamenn gætu nýtt sér fuglaflensuna

Vísindamenn, sem hafa búið til mun banvænna afbrigði af fuglaflensu en það sem þegar er til, hafa hætt tilraunum sínum af ótta við að hryðjuverkamenn geti nýtt sér afraksturinn. Margir höfðu gagnrýnt rannsóknina og óttuðust áhrif þess að birta hana.

Erlent

Tók ekki eftir nagla í heilanum

Karlmaður í Chicago slapp ómeiddur eftir að hann skaut rúmlega átta sentimetra stórum nagla úr naglabyssu í heilann á sér á miðvikudaginn. Hann tók ekkert eftir að naglinn væri í heilanum fyrr en læknar sögðu honum af því daginn eftir. Maðurinn, sem er 34 ára og heitir Dante Autullo, var á verkstæði sínu þegar óhappið varð.

Erlent

Tónleikar í minningu Amy Winehouse

Mitch Winehouse, faðir söngkonunnar heitnu Amy Winehouse, hefur tilkynnt að minningartónleikar verði haldnir til heiðurs söngkonunni. Amy Winehouse lést í sumar aðeins 27 ára að aldri.

Erlent

Vonandi líkar ykkur eigið meðal!

Tölvuþrjótasamtökin Anonymous réðust á vefsíður opinberra stofnanna í Bandaríkjunum í dag. Skemmtanaiðnaðurinn þar í landi varð einnig fyrir árásum.

Erlent

Windows Phone verður vinsælla en iOS 2015

Windows Phone, nýjasta stýrikerfi Microsoft, mun veita iOS stýrikerfi Apple harða samkeppni á næstu árum. Sérfræðingar hjá vefsíðunni iSuppli segja að Windows Phone verði næsta stærsta stýrikerfi veraldar árið 2015.

Erlent

Etta James látin

Söngkonan Etta James lést í dag. Hún er af mörgum talin ein hæfileikaríkasta sálarsöngkona allra tíma og tók þátt í mótun tónlistarstefnunnar.

Erlent

Fjarar undan frumvörpunum

Stuðningur þingmanna í Bandaríkjunum við tvö umdeild frumvörp sem beinast gegn hugverkaþjófnaði hefur minnkað snarlega eftir öldu mótmæla í vikunni.

Erlent

Rokkarar teknir fyrir byssueign

Tveir meðlimir í vélhjólagengi, svokallaðir rokkarar, voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald í bæjarréttinum í Kaupmannahöfn vegna ólöglegrar byssueignar.

Erlent

Gingrich með forystuna í Suður Karólínu

Mitt Romney á nú undir högg að sækja í prófkjörinu í Suður Karólínu sem fram fer á morgun laugardag. Newt Gingrich mælist nú með forystu í skoðanankönnunum eða 35% atkvæða á móti 29% hjá Romney.

Erlent