Erlent

Forseti Grikklands skoðar möguleikann á neyðarstjórn

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Karolos Papoulias, forseti Grikklands, undirbýr viðræður við alla flokksformenn.
Karolos Papoulias, forseti Grikklands, undirbýr viðræður við alla flokksformenn. mynd/ afp.
Karolos Papoulias, forseti Grikklands, undirbýr nú viðræður við formenn allra flokka til að skoða möguleikann á því að mynda neyðarstjórn í landinu. Forsetinn ákvað að fara þessa leið eftir að þriðja flokknum mistókst að mynda starfhæfa ríkisstjórn í landinu. Í kosningun um síðustu helgi fylktu kjósendur sé að baki flokka sem lýst hafa sig andstæða björgunarpakkanum. Það er aðstoð sem Grikkir fengu frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum með því skilyrði að skera verulega niður og hækka skatta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×