Erlent

Fundu einstaka eftirlíkingu af Monu Lisu

Fundist hefur einstök eftirlíking af hinu þekkta málverki Mona Lisa eftir Leonardo da Vinci en þessi eftirlíking hefur hangið til sýnis á listasafninu Prado í Madríd á Spáni árum saman án þess að listfræðingar gerðu sér grein fyrir mikilvægi hennar.

Erlent

Síberíukuldinn breiðist út um Evrópu

Síberíukuldinn sem hrjáð hefur íbúa í mið- og austurhluta Evrópu undanfarna daga hefur breiðst út víðar um álfuna. Nær kuldinn nú allt suður til Ítalíu og austur til Tyrklands.

Erlent

Hittir skotmark sitt á 2 km færi

Bandaríski vopnaframleiðandinn Sandia hefur hannað fjarstýrða byssukúlu sem getur hæft skotmörk í allt að tveggja kílómetra fjarlægð. Kúlan er hönnuð fyrir bandaríska herinn. Byssukúlan lítur út eins og 10 sentimetra langt flugskeyti. Hún fær kraft sinn úr hefðbundinni púðurhleðslu eins og aðrar byssukúlur, samkvæmt frétt BBC.Kúlunni er stýrt í mark sem lýst hefur verið upp með þar til gerðum leysigeisla. Sérfræðingar vara við hættu sem þessi nýjung gæti valdið í höndum óprúttinna einstaklinga þar sem hún gæti auðveldað skotárás af löngu færi.

Erlent

Flóttafólk undirbýr heimferð til Búrma

„Það er mjög auðvelt að undirrita friðarsamning. Þú getur gert það á fáeinum mínútum. En framkvæmdin er annað mál,“ segir Simon Htoo, prestur karenaþjóðflokksins að lokinni messu í fimmtíu þúsund manna flóttabúðum í Taílandi, rétt handan landamæra Búrma.

Erlent

Árás beint gegn lögreglunni

Sprengjutilræðið við lögreglustöð í Malmö í gær var að öllum líkindum hefndaraðgerð glæpagengis. Undanfarin ár hafa nokkrar skotárásir og sprengjuárásir verið gerðar á lögreglustöðvar í Malmö.

Erlent

Mikið fannfergi í Japan

Yfir 50 manns hafa farist í miklum blindbyl sem herjað hefur á íbúa í norðvesturhluta Japan. Á sumum stöðum er snjókoman á við yfir þriggja metra jafnfallinn snjó.

Erlent