Erlent

Rútuslys kostaði 22 börn lífið í Sviss

Rútuslys í Sviss í gærkvöldi kostaði 28 manns lífið þar af 22 börn. Rútan, sem var full af belgískum farþegum á leið heim frá skíðafríi, keyrði á vegg í undirgöngum hraðbrautar í Valais kantónunni í suðurhluta Sviss með fyrrgreindum afleiðingum.

Erlent

Einn hermaður lést í árásinni

Uppreisnarmenn í Afganistan gerðu árás á háttsetta fulltrúa Afganistan-stjórnar í þorpinu Balandi, þar sem þeir tóku þátt í minningarathöfn um þorpsbúa sem bandarískur hermaður myrti um helgina.

Erlent

Að leiðarlokum komið í Rutgers-málinu

Örlög fyrrverandi nemanda við Rutgers háskólann í Bandaríkjunum liggja nú í höndum kviðdóms. Hinn tvítugi Dharun Ravi er sakaður um að hafa njósnað um samkynhneigðan herbergisfélaga sinn nokkrum dögum áður en hann svipti sig lífi.

Erlent

Munu reyna að klóna loðfíl

Vísindamenn frá Suður-Kóreu og Rússlandi munu reyna að klóna lóðfíl. Samstarfið var innsiglað í dag og vonast vísindamennirnir til að endurvekja þessa risavöxnu skepnu sem var uppi fyrir 10.000 árum.

Erlent

Dæmdur í yfir 6000 ára fangelsi

Fyrrum hermaður frá Gvatemala var í morgun dæmdur í sex þúsund ára fangelsi í fyrir hlut sinn í fjöldamorðum í landinu árið 1982. Maðurinn, Pedro Pimentel Rios, var framseldur til landsins frá Bandaríkjunum í fyrra en hann er fimmti maðurinn sem er dæmdur í fangelsi fyrir 250 morð í bænum Dos Erres í borgarastyrjöldinni árið 1982. Sameinuðu þjóðirnar áætla að yfir 200 þúsund manns hafi verið drepnir í landinu á árunum 1966 - 1996, eða á meðan borgarstyrjöldin stóð yfir.

Erlent

Sá stærsti í heimi hættur að stækka

Íslandsvinurinn og hæsti maður í heimi, Tyrkinn Sultan Kosen, er hættur að stækka en þetta er mat lækna við Virginíuháskóla í Bandaríkjunum. Í maí árið 2010 fór Sultan í læknismeðferð vegna sjúkdóms sem nefnist, acromegaly, sem er lýsir þér þannig að æxli getur myndast á heiladingli. Þar fékk hann lyf við sjúkdómnum sem drógu úr hormónaframleiðslu hans og urðu til þess að hann hætti stækka. Hann þarf þó ekki að kvarta yfir hæð sinni því hann er 2 metrar og 47 sentimetrar á hæð. Auk þess að vera sá stærsti í heimi er hann með stærstu hendur og fætur í heimi en hann notar skó númer 60.

Erlent

Þurfti að kúka í miðri sýningu

Ótrúlega fyndið atvik kom upp á stærstu hundasýningu í heimi á dögunum þegar einn keppandinn þurfti að gera þarfir sínar í miðri keppni. Í keppninni þurftu hundarnir að klára ákveðna braut á sem bestum tíma og virtist hundurinn, Libby, vera á góðum tíma þegar hann þurfti að svara kalli náttúrunnar. Eigandinn skammaðist sín hrikalega og hlógu áhorfendur af þessu skondna atviki. Einn af aðstoðarmönnunum afhenti eigandanum bréf til að þrífa skítinn upp. En dómara ráku Libby úr keppni og fékk hann ekki að klára brautina. Þetta fyndna atvik má sjá í með fylgjandi myndskeiði.

Erlent

Hundruð hafa flúið frá Homs

Bæði Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Ban Ki Moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skora nú á ríki heims að standa saman gegn voðaverkunum í Sýrlandi.

Erlent

10% vilja úr þjóðkirkjunni

Um tíundi hver meðlimur í dönsku þjóðkirkjunni hugsar sér að segja sig úr henni ef hjónavígslur samkynhneigðra verða lögleyfðar.

Erlent

Mikið mannfall í Homs í dag

Að minnsta kosti 47 almennir borgarar eru sagðir hafa látið lífið í sýrlensku borginni Homs eftir að hersveitir hliðhollar stjórnvöldum gerðu árás á borgina.

Erlent

Níu mánaða meðganga á 90 sekúndum

Ungt par í Bandaríkjunum ákvað að festa það á filmu þegar dóttir þeirra er á leiðinni í heiminn. Þau settu meðfylgjandi myndband síðan á YouTube og hefu það vakið mikla athygli en þar sést hvernig sú litla stækkar og stækkar í móðurkviði. Á nítíu sekúndum má því fylgjast með meðgöngunni allri og uns Amelie litla kemur í heiminn. Sjón er sögu ríkari, smellið á hlekkinn hér að ofan til að sjá.

Erlent

Whitney Houston gengin aftur sem draugur

Söngkonan Whitney Houston liggur ekki kyrr í gröf sinni. Hún er gengin aftur og draugur hennar hefur tekið sér bólfestu á sameiginlegu heimili hennar og dótturinnar Bobbi Kristina í Georgíu.

Erlent

Örlög Gingrich ráðast í vikunni

Örlög Newt Gingrich í prófkjörbaráttu Repúblikanaflokksins munu ráðast í vikunni. Þá verða haldin prófkjör í Alabama og Mississippi og ef Gingrich vinnur ekki í þeim báðum eru draumar hans um að verða næsta forsetaefni flokksins fyrir bí.

Erlent