Erlent Hætta að gefa út Encylopedia Britannica í bókarformi Ákveðið hefur verið að hætta að gefa út hið þekkta alfræðirit Encylopedia Britannica í bókarformi. Líkur þar með 244 ára gamalli sögu ritsins sem bókar og verður útgáfan sem kom út árið 2010 sú síðasta í bókarformi. Erlent 14.3.2012 07:20 Kráin The Hobbit verður að breyta um nafn Eigendum lítillar kráar í Southampton í Englandi hefur verið hótað málssókn af fyrirtækinu Saul Zaentz í Kaliforníu. Erlent 14.3.2012 07:06 Santorum sigraði í báðum prófkjörunum í nótt Rick Santorum styrkti stöðu sína verulega í nótt í baráttunni um að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins. Erlent 14.3.2012 06:51 Rútuslys kostaði 22 börn lífið í Sviss Rútuslys í Sviss í gærkvöldi kostaði 28 manns lífið þar af 22 börn. Rútan, sem var full af belgískum farþegum á leið heim frá skíðafríi, keyrði á vegg í undirgöngum hraðbrautar í Valais kantónunni í suðurhluta Sviss með fyrrgreindum afleiðingum. Erlent 14.3.2012 06:48 Einn hermaður lést í árásinni Uppreisnarmenn í Afganistan gerðu árás á háttsetta fulltrúa Afganistan-stjórnar í þorpinu Balandi, þar sem þeir tóku þátt í minningarathöfn um þorpsbúa sem bandarískur hermaður myrti um helgina. Erlent 14.3.2012 06:30 Að leiðarlokum komið í Rutgers-málinu Örlög fyrrverandi nemanda við Rutgers háskólann í Bandaríkjunum liggja nú í höndum kviðdóms. Hinn tvítugi Dharun Ravi er sakaður um að hafa njósnað um samkynhneigðan herbergisfélaga sinn nokkrum dögum áður en hann svipti sig lífi. Erlent 13.3.2012 23:46 Munu reyna að klóna loðfíl Vísindamenn frá Suður-Kóreu og Rússlandi munu reyna að klóna lóðfíl. Samstarfið var innsiglað í dag og vonast vísindamennirnir til að endurvekja þessa risavöxnu skepnu sem var uppi fyrir 10.000 árum. Erlent 13.3.2012 23:06 Dauðinn gerður ólöglegur í ítölsku þorpi Frá byrjun þessa mánaðar hefur verið ólöglegt að deyja í bænum Falciano del Massico á Ítalíu. Yfirvöld í bænum standa í deilum við nágrannaþorp um fá að nota kirkjugarðana þeirra. Erlent 13.3.2012 22:15 Brjóstaskoran bönnuð í skákkeppnum Evrópska skáksambandið hefur innleitt nýjar reglur varðandi klæðaburð þátttakenda í skákkeppnum. Brjóstaskorur er ekki leyfðar og pils mega ekki vera of stutt. Erlent 13.3.2012 21:00 Kony 2012 er vinsælasta myndband allra tíma Heimildarmyndin Kony 2012 er vinsælasta netmynd allra tíma. Myndbandið fékk rúmlega 100 milljón áhorf á sex dögum. Erlent 13.3.2012 19:04 Dæmdur í yfir 6000 ára fangelsi Fyrrum hermaður frá Gvatemala var í morgun dæmdur í sex þúsund ára fangelsi í fyrir hlut sinn í fjöldamorðum í landinu árið 1982. Maðurinn, Pedro Pimentel Rios, var framseldur til landsins frá Bandaríkjunum í fyrra en hann er fimmti maðurinn sem er dæmdur í fangelsi fyrir 250 morð í bænum Dos Erres í borgarastyrjöldinni árið 1982. Sameinuðu þjóðirnar áætla að yfir 200 þúsund manns hafi verið drepnir í landinu á árunum 1966 - 1996, eða á meðan borgarstyrjöldin stóð yfir. Erlent 13.3.2012 15:58 Sá stærsti í heimi hættur að stækka Íslandsvinurinn og hæsti maður í heimi, Tyrkinn Sultan Kosen, er hættur að stækka en þetta er mat lækna við Virginíuháskóla í Bandaríkjunum. Í maí árið 2010 fór Sultan í læknismeðferð vegna sjúkdóms sem nefnist, acromegaly, sem er lýsir þér þannig að æxli getur myndast á heiladingli. Þar fékk hann lyf við sjúkdómnum sem drógu úr hormónaframleiðslu hans og urðu til þess að hann hætti stækka. Hann þarf þó ekki að kvarta yfir hæð sinni því hann er 2 metrar og 47 sentimetrar á hæð. Auk þess að vera sá stærsti í heimi er hann með stærstu hendur og fætur í heimi en hann notar skó númer 60. Erlent 13.3.2012 15:46 Þurfti að kúka í miðri sýningu Ótrúlega fyndið atvik kom upp á stærstu hundasýningu í heimi á dögunum þegar einn keppandinn þurfti að gera þarfir sínar í miðri keppni. Í keppninni þurftu hundarnir að klára ákveðna braut á sem bestum tíma og virtist hundurinn, Libby, vera á góðum tíma þegar hann þurfti að svara kalli náttúrunnar. Eigandinn skammaðist sín hrikalega og hlógu áhorfendur af þessu skondna atviki. Einn af aðstoðarmönnunum afhenti eigandanum bréf til að þrífa skítinn upp. En dómara ráku Libby úr keppni og fékk hann ekki að klára brautina. Þetta fyndna atvik má sjá í með fylgjandi myndskeiði. Erlent 13.3.2012 10:25 Gífurleg spenna fyrir prófkjör Repúblikana í dag Gífurleg spenna er meðal frambjóðenda Repúblikana um forsetaefni flokksins í prófkjörunum sem fram fara í ríkjunum Alabama og Mississippi í dag. Erlent 13.3.2012 09:26 Sagði úrslitin koma á óvart Sósíaldemókratar fengu hreinan þingmeirihluta í kosningum í Slóvakíu um helgina. Erlent 13.3.2012 07:30 Yfir 150 saknað eftir ferjuslys í Bangladesh Fjölda manns er saknað eftir að ferja sökk á Meghna fljótinu í Bangladesh skammt frá Dhaka höfuðborg landsins í gærkvöldi. Erlent 13.3.2012 07:27 Romney myndi sigra Obama í forsetakosningum í dag Ný skoðanakönnun sýnir að Mitt Romney myndi sigra Barack Obama ef forsetakosningar yrðu haldnar í Bandaríkjunum í dag. Erlent 13.3.2012 07:17 Loftsteinn féll í gegnum þak á sumarhúsi í Osló Loftsteinn sem féll í gegnum þak á sumarhúsi í úthverfi Osló um helgina hefur vakið mikla athygli víða um heiminn. Erlent 13.3.2012 06:54 Hundruð hafa flúið frá Homs Bæði Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Ban Ki Moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skora nú á ríki heims að standa saman gegn voðaverkunum í Sýrlandi. Erlent 13.3.2012 06:30 10% vilja úr þjóðkirkjunni Um tíundi hver meðlimur í dönsku þjóðkirkjunni hugsar sér að segja sig úr henni ef hjónavígslur samkynhneigðra verða lögleyfðar. Erlent 13.3.2012 05:30 Einn mesti listafundur allra tíma í Flórens Vísindamenn og listfræðingar sem leitað hafa árum saman að horfnu málverki eftir Leonardo da Vinci hafa fundið málningarleifar sem eru áþekkar þeim sem meistarinn forni notaðist við. Erlent 12.3.2012 22:51 Mikið mannfall í Homs í dag Að minnsta kosti 47 almennir borgarar eru sagðir hafa látið lífið í sýrlensku borginni Homs eftir að hersveitir hliðhollar stjórnvöldum gerðu árás á borgina. Erlent 12.3.2012 17:54 Níu mánaða meðganga á 90 sekúndum Ungt par í Bandaríkjunum ákvað að festa það á filmu þegar dóttir þeirra er á leiðinni í heiminn. Þau settu meðfylgjandi myndband síðan á YouTube og hefu það vakið mikla athygli en þar sést hvernig sú litla stækkar og stækkar í móðurkviði. Á nítíu sekúndum má því fylgjast með meðgöngunni allri og uns Amelie litla kemur í heiminn. Sjón er sögu ríkari, smellið á hlekkinn hér að ofan til að sjá. Erlent 12.3.2012 14:21 Rúmlega áttræð kona vann 42 milljarða í lottó Hin 81 árs gamla Louise White búsett á Rhode Island í Bandaríkjnum datt í lukkupottinn um helgina en þá vann hún risavinning í lottó eða rúmlega 336 milljónir dollara sem samsvara yfir 42 milljörðum króna. Erlent 12.3.2012 09:19 Svisslendingar vilja ekki lengra sumarfrí Svisslendingar höfnuðu því að lengja sumarfrí sitt úr fjórum vikum í sex í þjóðaratkvæðagreiðslu um málið í gærdag. Erlent 12.3.2012 07:17 Undirbúa sig fyrir hefndaraðgerðir Talibana í Afganistan Bandaríski herinn í Afganistan býr sig nú undir hefndaraðgerðir Talibana gegn sér eftir að liðþjálfi í bandaríska hernum brjálaðist og myrti 16 manns, þar á meðal níu börn, um helgina. Erlent 12.3.2012 07:06 Whitney Houston gengin aftur sem draugur Söngkonan Whitney Houston liggur ekki kyrr í gröf sinni. Hún er gengin aftur og draugur hennar hefur tekið sér bólfestu á sameiginlegu heimili hennar og dótturinnar Bobbi Kristina í Georgíu. Erlent 12.3.2012 07:04 Örlög Gingrich ráðast í vikunni Örlög Newt Gingrich í prófkjörbaráttu Repúblikanaflokksins munu ráðast í vikunni. Þá verða haldin prófkjör í Alabama og Mississippi og ef Gingrich vinnur ekki í þeim báðum eru draumar hans um að verða næsta forsetaefni flokksins fyrir bí. Erlent 12.3.2012 07:01 Evangelos sjálfkjörinn leiðtogi PASOK í Grikklandi Evangelos Venizelos fjármálaráðherra Grikklands verður sjálfkörinn leiðtogi gríska sósíalistaflokksins PASOK en leiðtogakjörið átti að fara fram eftir viku. Erlent 12.3.2012 06:59 Veiddi risaþorsk á sjóstöng í Noregi Norskur sportveiðimaður veiddi risaþorsk um helgina. Hann reyndist vera 147 sentimetrar að lengd og tæp 42 kíló að þyngd og fékkst á stöng við Söröya nyrst í Noregi. Erlent 12.3.2012 06:47 « ‹ ›
Hætta að gefa út Encylopedia Britannica í bókarformi Ákveðið hefur verið að hætta að gefa út hið þekkta alfræðirit Encylopedia Britannica í bókarformi. Líkur þar með 244 ára gamalli sögu ritsins sem bókar og verður útgáfan sem kom út árið 2010 sú síðasta í bókarformi. Erlent 14.3.2012 07:20
Kráin The Hobbit verður að breyta um nafn Eigendum lítillar kráar í Southampton í Englandi hefur verið hótað málssókn af fyrirtækinu Saul Zaentz í Kaliforníu. Erlent 14.3.2012 07:06
Santorum sigraði í báðum prófkjörunum í nótt Rick Santorum styrkti stöðu sína verulega í nótt í baráttunni um að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins. Erlent 14.3.2012 06:51
Rútuslys kostaði 22 börn lífið í Sviss Rútuslys í Sviss í gærkvöldi kostaði 28 manns lífið þar af 22 börn. Rútan, sem var full af belgískum farþegum á leið heim frá skíðafríi, keyrði á vegg í undirgöngum hraðbrautar í Valais kantónunni í suðurhluta Sviss með fyrrgreindum afleiðingum. Erlent 14.3.2012 06:48
Einn hermaður lést í árásinni Uppreisnarmenn í Afganistan gerðu árás á háttsetta fulltrúa Afganistan-stjórnar í þorpinu Balandi, þar sem þeir tóku þátt í minningarathöfn um þorpsbúa sem bandarískur hermaður myrti um helgina. Erlent 14.3.2012 06:30
Að leiðarlokum komið í Rutgers-málinu Örlög fyrrverandi nemanda við Rutgers háskólann í Bandaríkjunum liggja nú í höndum kviðdóms. Hinn tvítugi Dharun Ravi er sakaður um að hafa njósnað um samkynhneigðan herbergisfélaga sinn nokkrum dögum áður en hann svipti sig lífi. Erlent 13.3.2012 23:46
Munu reyna að klóna loðfíl Vísindamenn frá Suður-Kóreu og Rússlandi munu reyna að klóna lóðfíl. Samstarfið var innsiglað í dag og vonast vísindamennirnir til að endurvekja þessa risavöxnu skepnu sem var uppi fyrir 10.000 árum. Erlent 13.3.2012 23:06
Dauðinn gerður ólöglegur í ítölsku þorpi Frá byrjun þessa mánaðar hefur verið ólöglegt að deyja í bænum Falciano del Massico á Ítalíu. Yfirvöld í bænum standa í deilum við nágrannaþorp um fá að nota kirkjugarðana þeirra. Erlent 13.3.2012 22:15
Brjóstaskoran bönnuð í skákkeppnum Evrópska skáksambandið hefur innleitt nýjar reglur varðandi klæðaburð þátttakenda í skákkeppnum. Brjóstaskorur er ekki leyfðar og pils mega ekki vera of stutt. Erlent 13.3.2012 21:00
Kony 2012 er vinsælasta myndband allra tíma Heimildarmyndin Kony 2012 er vinsælasta netmynd allra tíma. Myndbandið fékk rúmlega 100 milljón áhorf á sex dögum. Erlent 13.3.2012 19:04
Dæmdur í yfir 6000 ára fangelsi Fyrrum hermaður frá Gvatemala var í morgun dæmdur í sex þúsund ára fangelsi í fyrir hlut sinn í fjöldamorðum í landinu árið 1982. Maðurinn, Pedro Pimentel Rios, var framseldur til landsins frá Bandaríkjunum í fyrra en hann er fimmti maðurinn sem er dæmdur í fangelsi fyrir 250 morð í bænum Dos Erres í borgarastyrjöldinni árið 1982. Sameinuðu þjóðirnar áætla að yfir 200 þúsund manns hafi verið drepnir í landinu á árunum 1966 - 1996, eða á meðan borgarstyrjöldin stóð yfir. Erlent 13.3.2012 15:58
Sá stærsti í heimi hættur að stækka Íslandsvinurinn og hæsti maður í heimi, Tyrkinn Sultan Kosen, er hættur að stækka en þetta er mat lækna við Virginíuháskóla í Bandaríkjunum. Í maí árið 2010 fór Sultan í læknismeðferð vegna sjúkdóms sem nefnist, acromegaly, sem er lýsir þér þannig að æxli getur myndast á heiladingli. Þar fékk hann lyf við sjúkdómnum sem drógu úr hormónaframleiðslu hans og urðu til þess að hann hætti stækka. Hann þarf þó ekki að kvarta yfir hæð sinni því hann er 2 metrar og 47 sentimetrar á hæð. Auk þess að vera sá stærsti í heimi er hann með stærstu hendur og fætur í heimi en hann notar skó númer 60. Erlent 13.3.2012 15:46
Þurfti að kúka í miðri sýningu Ótrúlega fyndið atvik kom upp á stærstu hundasýningu í heimi á dögunum þegar einn keppandinn þurfti að gera þarfir sínar í miðri keppni. Í keppninni þurftu hundarnir að klára ákveðna braut á sem bestum tíma og virtist hundurinn, Libby, vera á góðum tíma þegar hann þurfti að svara kalli náttúrunnar. Eigandinn skammaðist sín hrikalega og hlógu áhorfendur af þessu skondna atviki. Einn af aðstoðarmönnunum afhenti eigandanum bréf til að þrífa skítinn upp. En dómara ráku Libby úr keppni og fékk hann ekki að klára brautina. Þetta fyndna atvik má sjá í með fylgjandi myndskeiði. Erlent 13.3.2012 10:25
Gífurleg spenna fyrir prófkjör Repúblikana í dag Gífurleg spenna er meðal frambjóðenda Repúblikana um forsetaefni flokksins í prófkjörunum sem fram fara í ríkjunum Alabama og Mississippi í dag. Erlent 13.3.2012 09:26
Sagði úrslitin koma á óvart Sósíaldemókratar fengu hreinan þingmeirihluta í kosningum í Slóvakíu um helgina. Erlent 13.3.2012 07:30
Yfir 150 saknað eftir ferjuslys í Bangladesh Fjölda manns er saknað eftir að ferja sökk á Meghna fljótinu í Bangladesh skammt frá Dhaka höfuðborg landsins í gærkvöldi. Erlent 13.3.2012 07:27
Romney myndi sigra Obama í forsetakosningum í dag Ný skoðanakönnun sýnir að Mitt Romney myndi sigra Barack Obama ef forsetakosningar yrðu haldnar í Bandaríkjunum í dag. Erlent 13.3.2012 07:17
Loftsteinn féll í gegnum þak á sumarhúsi í Osló Loftsteinn sem féll í gegnum þak á sumarhúsi í úthverfi Osló um helgina hefur vakið mikla athygli víða um heiminn. Erlent 13.3.2012 06:54
Hundruð hafa flúið frá Homs Bæði Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Ban Ki Moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skora nú á ríki heims að standa saman gegn voðaverkunum í Sýrlandi. Erlent 13.3.2012 06:30
10% vilja úr þjóðkirkjunni Um tíundi hver meðlimur í dönsku þjóðkirkjunni hugsar sér að segja sig úr henni ef hjónavígslur samkynhneigðra verða lögleyfðar. Erlent 13.3.2012 05:30
Einn mesti listafundur allra tíma í Flórens Vísindamenn og listfræðingar sem leitað hafa árum saman að horfnu málverki eftir Leonardo da Vinci hafa fundið málningarleifar sem eru áþekkar þeim sem meistarinn forni notaðist við. Erlent 12.3.2012 22:51
Mikið mannfall í Homs í dag Að minnsta kosti 47 almennir borgarar eru sagðir hafa látið lífið í sýrlensku borginni Homs eftir að hersveitir hliðhollar stjórnvöldum gerðu árás á borgina. Erlent 12.3.2012 17:54
Níu mánaða meðganga á 90 sekúndum Ungt par í Bandaríkjunum ákvað að festa það á filmu þegar dóttir þeirra er á leiðinni í heiminn. Þau settu meðfylgjandi myndband síðan á YouTube og hefu það vakið mikla athygli en þar sést hvernig sú litla stækkar og stækkar í móðurkviði. Á nítíu sekúndum má því fylgjast með meðgöngunni allri og uns Amelie litla kemur í heiminn. Sjón er sögu ríkari, smellið á hlekkinn hér að ofan til að sjá. Erlent 12.3.2012 14:21
Rúmlega áttræð kona vann 42 milljarða í lottó Hin 81 árs gamla Louise White búsett á Rhode Island í Bandaríkjnum datt í lukkupottinn um helgina en þá vann hún risavinning í lottó eða rúmlega 336 milljónir dollara sem samsvara yfir 42 milljörðum króna. Erlent 12.3.2012 09:19
Svisslendingar vilja ekki lengra sumarfrí Svisslendingar höfnuðu því að lengja sumarfrí sitt úr fjórum vikum í sex í þjóðaratkvæðagreiðslu um málið í gærdag. Erlent 12.3.2012 07:17
Undirbúa sig fyrir hefndaraðgerðir Talibana í Afganistan Bandaríski herinn í Afganistan býr sig nú undir hefndaraðgerðir Talibana gegn sér eftir að liðþjálfi í bandaríska hernum brjálaðist og myrti 16 manns, þar á meðal níu börn, um helgina. Erlent 12.3.2012 07:06
Whitney Houston gengin aftur sem draugur Söngkonan Whitney Houston liggur ekki kyrr í gröf sinni. Hún er gengin aftur og draugur hennar hefur tekið sér bólfestu á sameiginlegu heimili hennar og dótturinnar Bobbi Kristina í Georgíu. Erlent 12.3.2012 07:04
Örlög Gingrich ráðast í vikunni Örlög Newt Gingrich í prófkjörbaráttu Repúblikanaflokksins munu ráðast í vikunni. Þá verða haldin prófkjör í Alabama og Mississippi og ef Gingrich vinnur ekki í þeim báðum eru draumar hans um að verða næsta forsetaefni flokksins fyrir bí. Erlent 12.3.2012 07:01
Evangelos sjálfkjörinn leiðtogi PASOK í Grikklandi Evangelos Venizelos fjármálaráðherra Grikklands verður sjálfkörinn leiðtogi gríska sósíalistaflokksins PASOK en leiðtogakjörið átti að fara fram eftir viku. Erlent 12.3.2012 06:59
Veiddi risaþorsk á sjóstöng í Noregi Norskur sportveiðimaður veiddi risaþorsk um helgina. Hann reyndist vera 147 sentimetrar að lengd og tæp 42 kíló að þyngd og fékkst á stöng við Söröya nyrst í Noregi. Erlent 12.3.2012 06:47