Erlent

Hugo Chavez hefur kosningarherferð

mynd/afp
Forseti Venesúela, Hugo Chavez hélt stóra samkomu í gær og hóf formlega kosningarherferð sína fyrir komandi forsetakosningar í október síðar á árinu.

Eftir þrettán ára valdatíð stendur Chavez frammi fyrir fyrstu erfiðu kosnigarherferð sinni hingað til en hann býður sig fram á móti Henrique Capriles. Nái hann endurkjöri gæti hann náð 20 árum í embætti.

Hann hóf herferðina í borginni Mariara þar sem þúsundir stuðningsmanna komu og öskruðu: „Chavez er ekki á förum!"

Chavez hefur barist við krabbmein síðasta árið en fullyrðir að hann hafi náð fullum bata. Hann þakkaði guði almáttugum fyrir að hafa komið sér í gegnum þetta erfiða ár og að geta verið áfram leiðtogi fólksins. Andstæðingar Chavez segjast efast um hvort hann hafi í raun náð bata.

Flestar skoðanakannanir sýna að Chavez njóti meiri hluta fylgis en andstæðingur hans segist treysta á atkvæði óákveðinna sem nemur um 35% þjóðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×