Erlent

Fræðsla um hjónabönd samkynhneigðra

mynd/afp
Tillaga hefur borist til yfirvalda í Englandi að börnum þar í landi verði kennt í skólum um hjónabönd samkynhneigðra, samkvæmt gögnum sem voru opinberuð í dag.

Árið 1996 voru sett lög að fræðsla um hjónabönd og mikilvægi þess á fjölskyldulíf, væri innleidd í kynfræðslu grunnskóla. Ný tillaga er að kennsluskráin verði endurskrifuð og fræðsla um hjónabönd samkynhneigðra verði bætt við.

Menntamálaráðuneytið hefur sagt að skólar munu áfram forðast að kenna nokkuð sem er óviðeigandi fyrir aldur, trú eða menningarlegan bakgrunn nemenda.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×