Erlent

Leyndarmál úr herbúðum Facebook opinberuð

BBI skrifar
Losse skrifaði undir nafni Zuckerberg, var svonefndur ghostwriter.
Losse skrifaði undir nafni Zuckerberg, var svonefndur ghostwriter.
Fyrrum starfsmaður Facebook opinberar nokkur óþægileg leyndarmál úr innsta kjarna fyrirtækisins í nýrri bók sem nefnist „The Boys Kings: A journey into the heart of the Social network".

Í bókinni segir hún meðal annars frá lykilorði sem opnaði hönnuðum síðunnar aðgang að síðum allra notenda. Einnig talar hún um skugga-prófíla sem gerðir voru árið 2006 fyrir fólk sem enn hafði ekki skráð sig á síðuna og byggðust á myndum sem vinir þeirra höfðu sett inn. Markmiðið var, að sögn Losse, að búa til gagnagrunn um allt fólk í heiminum.

Katherine Losse var 51. starfsmaður fyrirtækisins og starfaði þar árin 2005 til 2010. Á tímabilinu upplifði hún kynbundið misrétti að eigin sögn. Um skeið var starf hennar falið í að skrifa texta undir nafni Mark Zuckerberg, stofnanda síðunnar.

Í frétt The Huffington post er talað um 13 leyndarmál sem Losse opinberar í bók sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×