Erlent

Einn látinn á Hróarskelduhátíðinni

Einn af veislugestunum á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku er látinn. Um er að ræða tvítugan Svía og talið er að hann hafi látist af ofstórum skammti eiturlyfja en lögreglan er með dauðsfallið til rannsóknar.

Þetta er annað árið í röð sem einstaklingur missir lífið á þessari hátíð. Hróarskelduhátíðin hefst ekki formlega fyrr en seinna í vikunni en mikill fjöldi manns er þegar kominn á hátíðarsvæðið og búinn að koma sér fyrir á því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×