Erlent

Um 1.000 manns flýja heimili sín undan skógareldum á Spáni

Um 1.000 manns hafa neyðst til að flýja heimili sín undan skógareldum í Valencia héraði á Spáni yfir helgina. Um 2.000 slökkviliðsmenn berjast við skógareldana og hafa m.a. 40 þyrlur til þess.

Eldarnir hafa þegar eyðilagt fleiri þúsundir hektara af skóg- og kjarrlendi. Í spænskum fjölmiðlum er talað um að 30.000 til 45.000 hektarar hafi eyðilagst og eru eldarnir þar með hinir mestu á Spáni undanfarin 20 ár.

Talið er að íkveikja hafi valdið eldunum og hafa tveir menn verið handteknir vegna þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×