Erlent

Berst gegn glæpum

mynd/afp
„Barátta gegn glæpum mun halda áfram og markmið er að minnka ofbeldi og vernda líf mexíkana" sagði Nieto í ávarpi til kjósenda.

Nýkjörinn forseti Mexíkó ætlar að leggja áherslu á að draga úr glæpum í landinu. Í valdatíð Felipe Calderon, fyrverandi foseta landsins frá 2006 hafa yfir 50 þúsund manns verið drepnir í fíkniefnatengdum glæpum. Einnig leggur hann áherslu á að bæta þurfi efnhagsmál og draga úr skuldum landsins.

Tölur sem lágu fyrir í gærkvöldi sýndu að Nieto héldi 38% atkvæða og skákaði fyrrum borgarstjóra Mexíkó borgar Andres Manuel Lopez Obrador sem fékk 31% atvæða.

Voice of America segir frá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×