Erlent

Fangar framleiða rafmagn

Nú gefst brasilískum föngum tækifæri að minnka dóm sinn með að framleiða rafmagn. Í fangelsum hafa fangar lengi setið af sér dóm án þess að vinna. Með nýstárlegri hugsun í landinu gefst þeim núna tækifæri að búa til rafmagn fyrir götulampa.

Samkvæmt Jornal Nacional, hefur fangelsið Santa Rita do Sapucaí, keypt hjól sem framleiða rafmagn við notkun. Fangar geta þá kosið að vinna í almannaþágu.

Fyrir hverja 16 klst sem fangi hjólar til að framleiða rafmagn er dómur hans minnkaður um dag. Rafmagnið er notað til að tendra götuljós sem gerir götur öruggari á nóttunni.

„Ég var svolítið búttaður en hef ég misst 4 kg," segir einn fangi sem hefur nýtt sér nýjungarnar.

Fangelsið hyggst bæta við fleiri hjólum þar sem áhugi fanganna er mikill.

Treehugger segir frá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×