Erlent Rannsaka dauða yfir 500 pelikana á strönd í Perú Stjórnvöld í Perú eru nú að rannsaka dauða yfir 500 pelikana en hræ þeirra fundust á 70 kílómetra langri strandlengju í norðurhluta landsins. Erlent 30.4.2012 06:39 Eftirlitssveitir SÞ geta ekki stöðvað átökin í Sýrlandi Robert Mood yfirmaður eftirlitssveitar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í Sýrlandi er ekki bjartsýnn á framtíðina. Hann segir að jafnvel 1.000 eftirlitsmenn muni ekki geta stöðvað átökin í landinu en Sameinuðu þjóðirnar áforma að senda 300 eftirlitsmenn til Sýrlands. Erlent 30.4.2012 06:34 Fjölskylda keypti 150 ára gamla kirkju og flytur brátt inn í hana Sænsk fjölskylda hefur keypt ríflega 150 ára gamla kirkju og hyggst brátt flytja inn í hana. Erlent 30.4.2012 06:27 Kristján hlaut ein af hinum eftirsóttu Reumert verðlaunum Kristján Ingimarsson eigandi og stjórnandi Neander leikhússins í Vordingborg í Danmörku hlaut ein af hinum eftirsóttu Reumert verðlaunum í gærkvöldi. Erlent 30.4.2012 06:20 Chen fer enn huldu höfði Mál kínverska andófsmannsins Chen Guangcheng flækir samskipti Bandaríkjanna og Kína, en fullyrt er að hann hafist við í sendiráði Bandaríkjanna í Peking. Chen slapp úr stofufangelsi á heimili sínu í þorpinu Dong-shigu. Ljóst þykir að hann hafi fengið hjálp þorpsbúa við flóttann, en hann er blindur. Erlent 30.4.2012 03:30 Fyrrverandi olíumálaráðherra Líbíu fannst látinn í Vín Fyrrverandi olíumálaráðherra Líbíu, Shukri Ghanem, fannst látinn í á í Vín í Austurríki í dag. Ghanem flúði Líbíu eftir að ástandið þar fór snöggversnandi, nokkrum mánuðum áður en uppreisnarmönnum tókst að fella Muammar Gaddafi. Erlent 29.4.2012 20:30 Ár liðið síðan Osama var drepinn - hryðjuverkastríðið heldur samt áfram Ár er liðið frá því að sérsveitir bandaríska hersins fundu og drápu hryðjuverkaleiðtogann Osama Bin Laden á felustað sínum í Pakistan. Sérfræðingar sem AP fréttastofan ræddi við segja að fráfall Bin Ladens dragi ekki úr hryðjuverkaógninni; enn sé óttast að Al Kaída reyni að ráðast á Bandaríkin. Erlent 29.4.2012 19:37 Erlendir ríkisborgarar geta ekki lengur farið á hasskaffihús í Hollandi Hollenskir dómstólar hafa úrskurðað að erlendir ríkisborgarar mega ekki kaupa og neyta kannabisefna á svokölluðum hasskaffihúsum í Hollandi. Landið er heimsfrægt fyrir umburðarlynda stefnu gagnvart kannabisnotkun þó það sé tæknilega séð ekki löglegt að neyta efnanna. Erlent 29.4.2012 14:00 Varað við flóðum í Bretlandi Bresk yfirvöld hafa varað við hugsanlegum flóðum í landinu vegna mikillar úrkomu en sérlega blautt og vindasamt verður á Bretlandseyjum næstu daga. Erlent 29.4.2012 13:29 Breskur læknir afhöfðaður í Pakistan Breskur læknir, sem hefur verið í haldi mannræningja frá því í janúar, fannst látinn í pakistönsku borginni Quetta í dag. Erlent 29.4.2012 13:01 Flugslys í Sviss - sex létust Sex létust þegar lítil flugvél fórst hálftíma eftir flugtak í nágrenni við þorpið Tatroz í vesturhluta Sviss í gærkvöldi. Erlent 29.4.2012 10:21 Enn engar sannanir um að farsímar hafi skaðleg áhrif á heilsu Enn hafa engar sannarnir sýnt fram á að farsímanotkun skaði heilsu fólks. Þetta segja breskir vísindamenn sem fóru yfir hundruð rannsókna á farsímanotkun sem gerðar hafa verið síðustu ár. Fjallað er um niðurstöður þeirra á vefsíðu breska ríkisútvarpsins, BBC. Erlent 29.4.2012 10:14 Alvarlegt rútuslys í Japan - voru á leiðinni í Disney-skemmtigarðinn Sjö létust og þrjátíu og átta slösuðust, þar af þrettán alvarlega, í rútuslysi í Japan í morgun. Slysið átti sér stað á hraðbraut fyrir norðan Tókíó en farþegarnir voru flestir á leið í Disney-skemmtigarðinn. Erlent 29.4.2012 10:09 Herskáir íslamistar réðust inn í háskóla í Nígeríu Byssumenn hafa ráðist á háskólann í nígerísku borginni Kano auk þess sem sprengjur hafa sprungið nærri háskólanum. Samkvæmt frétt BBC stendur árásin enn yfir en talið er að árásin beinist að kristnum stúdentum í skólanum. Erlent 29.4.2012 10:06 Mexíkósk kona laug að hún gengi með níbura Það var greint frá því í öllum helstu fjölmiðlum heims á fimmtudaginn að kona í Mexíkó ætti von á níburum. Þannig var greint frá því bæði á fréttavef okkar Vísi sem á RÚV og fleiri íslenskum fjölmiðlum að konan hefði gengist undir tæknifrjóvgun og ávöxturinn væru níu börn, sex stúlkur og þrír drengir. Erlent 28.4.2012 15:12 Skutu táragasi á mótmælendur í Malasíu Lögreglan í Malasíu skutu táragasi á mótmælendur og handtóku á þriðja hundrað manns eftir að tugir þúsunda mótmælenda komu saman í borginni Kuala Lumpur í dag. Mótmælin eru tilkomin vegna kosninga þar í landi sem verða í júní, en mótmælendur krefjast sanngjarna og frjálsra kosninga. Flokkur forsætisráðherra landsins, Najib Razak, hefur haldið um stjórnartaumana í landinu í nærri 55 ár. Erlent 28.4.2012 14:21 Nauðgað á skipi drottningar Tveir sjóliðar af dönsku drottningarsnekkjunni Dannebrog voru í gær dæmdir í átján mánaða fangelsi fyrir nauðgun, fyrir rétti í Nuuk. Erlent 28.4.2012 10:30 Ríkisstjórn Rúmeníu fallin Ríkisstjórn Rúmeníu er fallin eftir að vantraust á hana var samþykkt í rúmenska þinginu í gær. Þetta er í annað skipti á þessu ári sem ríkisstjórn í Rúmeníu fellur en stjórnin hafði einungis verið við völd í tæpa þrjá mánuði. Erlent 28.4.2012 10:20 Gekk fagnandi út úr dómsal Pólitísk ólga magnaðist enn á ný í Pakistan eftir að hæstiréttur landsins sakfelldi Yousuf Raza Gilani forsætisráðherra fyrir að hafa sýnt dómstól lítilsvirðingu. Erlent 28.4.2012 08:00 Kínverskur andófsmaður flúði úr stofufangelsi Kínverski andófsmaðurinn Chen Guangcheng hefur flúið úr stofufangelsi og er sagður í felum einhvers staðar í Peking. Embættismenn hófu strax ákafa leit að honum og beindu athyglinni í fyrstu að fjölskyldu hans. Erlent 28.4.2012 00:15 Nú er hægt að uppfæra Facebook úr gröfinni Aðdáendum samskiptavefa býðst nú að birta uppfærslur og myndir eftir dauða sinn. Þjónustan er kölluð "DeadSocial“ og hefur nú þegar fengið fjölda nýskráninga. Erlent 27.4.2012 23:29 Tupac enn á ný kominn á vinsældarlista Rapparinn Tupac er enn á ný kominn á vinsældarlistana vestanhafs. Hann steig á svið á Coachella tónlistarhátíðinni fyrr í þessum mánuði, þrátt fyrir að hafa verið látinn í rúmlega 15 ár. Erlent 27.4.2012 22:00 Gíslatökumaðurinn yfirbugaður Lögreglumenn hafa handtekið karlmann á fimmtugsaldri sem tók fjóra menn í gíslingu í byggingu við Tottenham Court Road í miðborg Lundúna í dag. Leyniskyttur og fjölmargir lögreglumenn komu sér fyrir við bygginguna í dag og þá ræddu einnig sérþjálfaðir samningamenn við manninn í síma. Maðurinn mun hafa komið inn í umrædda byggingu og sagts vera reiður yfir því að hafa ekki fengið meirapróf á bíl. Hann hefði því ekkert að lifa fyrir. Samkvæmt Sky-fréttastofunni var maðurinn með gashylki utan á sér og hótaði að sprengja þau. Erlent 27.4.2012 15:25 Umsátur í Lundúnum Sprengjusérfræðingar og lögregla hafa tekið sér stöðu á Tottenham Court Road í miðborg Lundúna. Samkvæmt frásögnum af vettvangi hafa fjórir verið teknir í gíslingu í götunni sem er mjög fjölfarin. Maðurinn mun hafa komið inn í umrædda byggingu og sagst vera reiður yfir því að hafa ekki fengið meirapróf á bíl. Hann hefði því ekkert til að lifa fyrir. Kallað var til lögreglu þegar maðurinn fór að henda til tölvum, húsgögnum og blöðum. Síðan varð hann verulega ógnandi. Erlent 27.4.2012 12:53 Þrír handteknir vegna gruns um hryðjuverkaundirbúning Danska leyniþjónustan hefur handtekið þrjá unga menn sem grunaðir eru um að hafa undirbúið hryðjuverk í Danmörku. Jafnframt var lagt hald á hríðskotabyssur og skotfæri í þær. Erlent 27.4.2012 11:20 Ófrísk að níburum Mexíkósk kona hefur í nógu að snúast eftir að hún uppgötvaði að hún gengur með níbura. Helsta sjónvarpsstöð landsins, Televisa, sagði frá því í gær að konan, sem heitir Karla Vanessa Perez, gengur með sex stúlkur og þrjá drengi. Karla á von á sér 20. maí næstkomandi. Hún gekkst undir tæknifrjóvgun þegar hún varð ófrísk. Erlent 27.4.2012 11:13 Vara við siglingum með skemmtiferðaskipum á Norðurslóðum Breska utanríkisráðneytið hefur varað breska ferðamenn við því að sigla með skemmtiferðaskipum um Norðurslóðir. Erlent 27.4.2012 10:04 Aldrei hafa fleiri farist í vinnuslysum í Noregi en í fyrra Alls fórust 52 Norðmenn í vinnuslysum í fyrra og er það mesti fjöldi sem ferst í slíkum slysum í landinu frá upphafi. Erlent 27.4.2012 07:20 Úrskurðað um aðgang ferðamanna að hasskaffihúsum Dómari í Hollandi í dag mun kveða upp úrskurð um hvort banna eigi aðgang erlendra ferðamanna að svokölluðum hasskaffihúsum í landinu. Erlent 27.4.2012 07:08 Vændishneyksli leyniþjónustunnar vindur upp á sig Hneykslismálið í kringum leyniþjónustumennina sem sjá um öryggi Bandaríkjaforseta heldur áfram að vinda upp á sig. Erlent 27.4.2012 07:03 « ‹ ›
Rannsaka dauða yfir 500 pelikana á strönd í Perú Stjórnvöld í Perú eru nú að rannsaka dauða yfir 500 pelikana en hræ þeirra fundust á 70 kílómetra langri strandlengju í norðurhluta landsins. Erlent 30.4.2012 06:39
Eftirlitssveitir SÞ geta ekki stöðvað átökin í Sýrlandi Robert Mood yfirmaður eftirlitssveitar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í Sýrlandi er ekki bjartsýnn á framtíðina. Hann segir að jafnvel 1.000 eftirlitsmenn muni ekki geta stöðvað átökin í landinu en Sameinuðu þjóðirnar áforma að senda 300 eftirlitsmenn til Sýrlands. Erlent 30.4.2012 06:34
Fjölskylda keypti 150 ára gamla kirkju og flytur brátt inn í hana Sænsk fjölskylda hefur keypt ríflega 150 ára gamla kirkju og hyggst brátt flytja inn í hana. Erlent 30.4.2012 06:27
Kristján hlaut ein af hinum eftirsóttu Reumert verðlaunum Kristján Ingimarsson eigandi og stjórnandi Neander leikhússins í Vordingborg í Danmörku hlaut ein af hinum eftirsóttu Reumert verðlaunum í gærkvöldi. Erlent 30.4.2012 06:20
Chen fer enn huldu höfði Mál kínverska andófsmannsins Chen Guangcheng flækir samskipti Bandaríkjanna og Kína, en fullyrt er að hann hafist við í sendiráði Bandaríkjanna í Peking. Chen slapp úr stofufangelsi á heimili sínu í þorpinu Dong-shigu. Ljóst þykir að hann hafi fengið hjálp þorpsbúa við flóttann, en hann er blindur. Erlent 30.4.2012 03:30
Fyrrverandi olíumálaráðherra Líbíu fannst látinn í Vín Fyrrverandi olíumálaráðherra Líbíu, Shukri Ghanem, fannst látinn í á í Vín í Austurríki í dag. Ghanem flúði Líbíu eftir að ástandið þar fór snöggversnandi, nokkrum mánuðum áður en uppreisnarmönnum tókst að fella Muammar Gaddafi. Erlent 29.4.2012 20:30
Ár liðið síðan Osama var drepinn - hryðjuverkastríðið heldur samt áfram Ár er liðið frá því að sérsveitir bandaríska hersins fundu og drápu hryðjuverkaleiðtogann Osama Bin Laden á felustað sínum í Pakistan. Sérfræðingar sem AP fréttastofan ræddi við segja að fráfall Bin Ladens dragi ekki úr hryðjuverkaógninni; enn sé óttast að Al Kaída reyni að ráðast á Bandaríkin. Erlent 29.4.2012 19:37
Erlendir ríkisborgarar geta ekki lengur farið á hasskaffihús í Hollandi Hollenskir dómstólar hafa úrskurðað að erlendir ríkisborgarar mega ekki kaupa og neyta kannabisefna á svokölluðum hasskaffihúsum í Hollandi. Landið er heimsfrægt fyrir umburðarlynda stefnu gagnvart kannabisnotkun þó það sé tæknilega séð ekki löglegt að neyta efnanna. Erlent 29.4.2012 14:00
Varað við flóðum í Bretlandi Bresk yfirvöld hafa varað við hugsanlegum flóðum í landinu vegna mikillar úrkomu en sérlega blautt og vindasamt verður á Bretlandseyjum næstu daga. Erlent 29.4.2012 13:29
Breskur læknir afhöfðaður í Pakistan Breskur læknir, sem hefur verið í haldi mannræningja frá því í janúar, fannst látinn í pakistönsku borginni Quetta í dag. Erlent 29.4.2012 13:01
Flugslys í Sviss - sex létust Sex létust þegar lítil flugvél fórst hálftíma eftir flugtak í nágrenni við þorpið Tatroz í vesturhluta Sviss í gærkvöldi. Erlent 29.4.2012 10:21
Enn engar sannanir um að farsímar hafi skaðleg áhrif á heilsu Enn hafa engar sannarnir sýnt fram á að farsímanotkun skaði heilsu fólks. Þetta segja breskir vísindamenn sem fóru yfir hundruð rannsókna á farsímanotkun sem gerðar hafa verið síðustu ár. Fjallað er um niðurstöður þeirra á vefsíðu breska ríkisútvarpsins, BBC. Erlent 29.4.2012 10:14
Alvarlegt rútuslys í Japan - voru á leiðinni í Disney-skemmtigarðinn Sjö létust og þrjátíu og átta slösuðust, þar af þrettán alvarlega, í rútuslysi í Japan í morgun. Slysið átti sér stað á hraðbraut fyrir norðan Tókíó en farþegarnir voru flestir á leið í Disney-skemmtigarðinn. Erlent 29.4.2012 10:09
Herskáir íslamistar réðust inn í háskóla í Nígeríu Byssumenn hafa ráðist á háskólann í nígerísku borginni Kano auk þess sem sprengjur hafa sprungið nærri háskólanum. Samkvæmt frétt BBC stendur árásin enn yfir en talið er að árásin beinist að kristnum stúdentum í skólanum. Erlent 29.4.2012 10:06
Mexíkósk kona laug að hún gengi með níbura Það var greint frá því í öllum helstu fjölmiðlum heims á fimmtudaginn að kona í Mexíkó ætti von á níburum. Þannig var greint frá því bæði á fréttavef okkar Vísi sem á RÚV og fleiri íslenskum fjölmiðlum að konan hefði gengist undir tæknifrjóvgun og ávöxturinn væru níu börn, sex stúlkur og þrír drengir. Erlent 28.4.2012 15:12
Skutu táragasi á mótmælendur í Malasíu Lögreglan í Malasíu skutu táragasi á mótmælendur og handtóku á þriðja hundrað manns eftir að tugir þúsunda mótmælenda komu saman í borginni Kuala Lumpur í dag. Mótmælin eru tilkomin vegna kosninga þar í landi sem verða í júní, en mótmælendur krefjast sanngjarna og frjálsra kosninga. Flokkur forsætisráðherra landsins, Najib Razak, hefur haldið um stjórnartaumana í landinu í nærri 55 ár. Erlent 28.4.2012 14:21
Nauðgað á skipi drottningar Tveir sjóliðar af dönsku drottningarsnekkjunni Dannebrog voru í gær dæmdir í átján mánaða fangelsi fyrir nauðgun, fyrir rétti í Nuuk. Erlent 28.4.2012 10:30
Ríkisstjórn Rúmeníu fallin Ríkisstjórn Rúmeníu er fallin eftir að vantraust á hana var samþykkt í rúmenska þinginu í gær. Þetta er í annað skipti á þessu ári sem ríkisstjórn í Rúmeníu fellur en stjórnin hafði einungis verið við völd í tæpa þrjá mánuði. Erlent 28.4.2012 10:20
Gekk fagnandi út úr dómsal Pólitísk ólga magnaðist enn á ný í Pakistan eftir að hæstiréttur landsins sakfelldi Yousuf Raza Gilani forsætisráðherra fyrir að hafa sýnt dómstól lítilsvirðingu. Erlent 28.4.2012 08:00
Kínverskur andófsmaður flúði úr stofufangelsi Kínverski andófsmaðurinn Chen Guangcheng hefur flúið úr stofufangelsi og er sagður í felum einhvers staðar í Peking. Embættismenn hófu strax ákafa leit að honum og beindu athyglinni í fyrstu að fjölskyldu hans. Erlent 28.4.2012 00:15
Nú er hægt að uppfæra Facebook úr gröfinni Aðdáendum samskiptavefa býðst nú að birta uppfærslur og myndir eftir dauða sinn. Þjónustan er kölluð "DeadSocial“ og hefur nú þegar fengið fjölda nýskráninga. Erlent 27.4.2012 23:29
Tupac enn á ný kominn á vinsældarlista Rapparinn Tupac er enn á ný kominn á vinsældarlistana vestanhafs. Hann steig á svið á Coachella tónlistarhátíðinni fyrr í þessum mánuði, þrátt fyrir að hafa verið látinn í rúmlega 15 ár. Erlent 27.4.2012 22:00
Gíslatökumaðurinn yfirbugaður Lögreglumenn hafa handtekið karlmann á fimmtugsaldri sem tók fjóra menn í gíslingu í byggingu við Tottenham Court Road í miðborg Lundúna í dag. Leyniskyttur og fjölmargir lögreglumenn komu sér fyrir við bygginguna í dag og þá ræddu einnig sérþjálfaðir samningamenn við manninn í síma. Maðurinn mun hafa komið inn í umrædda byggingu og sagts vera reiður yfir því að hafa ekki fengið meirapróf á bíl. Hann hefði því ekkert að lifa fyrir. Samkvæmt Sky-fréttastofunni var maðurinn með gashylki utan á sér og hótaði að sprengja þau. Erlent 27.4.2012 15:25
Umsátur í Lundúnum Sprengjusérfræðingar og lögregla hafa tekið sér stöðu á Tottenham Court Road í miðborg Lundúna. Samkvæmt frásögnum af vettvangi hafa fjórir verið teknir í gíslingu í götunni sem er mjög fjölfarin. Maðurinn mun hafa komið inn í umrædda byggingu og sagst vera reiður yfir því að hafa ekki fengið meirapróf á bíl. Hann hefði því ekkert til að lifa fyrir. Kallað var til lögreglu þegar maðurinn fór að henda til tölvum, húsgögnum og blöðum. Síðan varð hann verulega ógnandi. Erlent 27.4.2012 12:53
Þrír handteknir vegna gruns um hryðjuverkaundirbúning Danska leyniþjónustan hefur handtekið þrjá unga menn sem grunaðir eru um að hafa undirbúið hryðjuverk í Danmörku. Jafnframt var lagt hald á hríðskotabyssur og skotfæri í þær. Erlent 27.4.2012 11:20
Ófrísk að níburum Mexíkósk kona hefur í nógu að snúast eftir að hún uppgötvaði að hún gengur með níbura. Helsta sjónvarpsstöð landsins, Televisa, sagði frá því í gær að konan, sem heitir Karla Vanessa Perez, gengur með sex stúlkur og þrjá drengi. Karla á von á sér 20. maí næstkomandi. Hún gekkst undir tæknifrjóvgun þegar hún varð ófrísk. Erlent 27.4.2012 11:13
Vara við siglingum með skemmtiferðaskipum á Norðurslóðum Breska utanríkisráðneytið hefur varað breska ferðamenn við því að sigla með skemmtiferðaskipum um Norðurslóðir. Erlent 27.4.2012 10:04
Aldrei hafa fleiri farist í vinnuslysum í Noregi en í fyrra Alls fórust 52 Norðmenn í vinnuslysum í fyrra og er það mesti fjöldi sem ferst í slíkum slysum í landinu frá upphafi. Erlent 27.4.2012 07:20
Úrskurðað um aðgang ferðamanna að hasskaffihúsum Dómari í Hollandi í dag mun kveða upp úrskurð um hvort banna eigi aðgang erlendra ferðamanna að svokölluðum hasskaffihúsum í landinu. Erlent 27.4.2012 07:08
Vændishneyksli leyniþjónustunnar vindur upp á sig Hneykslismálið í kringum leyniþjónustumennina sem sjá um öryggi Bandaríkjaforseta heldur áfram að vinda upp á sig. Erlent 27.4.2012 07:03