Erlent Öflugir skýstrókar í Póllandi Að minnsta kosti einn lét lífið og tíu slösuðust þegar öflugir skýstrókar gengu yfir norðvesturhluta Póllands í gær. Yfir hundrað hús eyðilögðust. Erlent 15.7.2012 19:24 Drengur skaut óvart föður sinn til bana Þriggja ára drengur í Bandaríkjunum skaut föður sinn til bana eftir að hafa komist í byssu sem var á heimilinu. Erlent 15.7.2012 19:17 Clinton hitti yfirmann herráðsins Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hitti yfirmann herráðsins í Egyptalandi í dag og ræddi við hann um lýðræði. Erlent 15.7.2012 18:32 Konur orðnar greindari en karlar Konur ná núna hærri meðaleinkunn á greindarprófum en karlmenn í fyrsta sinn síðan greindarmælingar hófust. Erlent 15.7.2012 13:20 Fjórar stórar borgir rýmdar Á þriðja hundrað þúsund Japana flýja nú heimili sín vegna flóðahættu. Að minnsta kosti 20 manns hafa látið lífið í flóðum þar um helgina. Erlent 15.7.2012 13:00 Vísa ásökunum um þungavopn á bug Stjórnvöld í Sýrlandi vísa á bug fullyrðingum sendinefndar Sameinuðu þjóðanna um að stjórnarherinn hafi notað þungavopn þegar hann gerði innrás í bæinn Tremseh í Hama héraði á fimmtudag. Talið er að tvö hundruð almennir borgarar hafi látið lífið í árásinni. Sendinefnd Sameinuðu þjóðanna heimsótti þorpið í gær en fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa fordæmt árásina. Erlent 15.7.2012 12:46 Fyrsti skipsfarmurinn frá Bandaríkjunum til Kúbu Fimmtíu ára viðskiptabanni Bandaríkjanna á Kúbu lauk á föstudaginn var þegar skipið Ana Cecilia sigldi til eyjarinnar með skipsfarm af hjálpargögnum. Frá þessu er sagt á Al Jazeera. Erlent 15.7.2012 12:38 Öryggismál fyrir ólympíuleikana í ólestri Landaverðir á Heathrow flugvelli í London hafa verið ásakaðir um að hleypa einstaklingum sem tengdir eru við hryðjuverkaógn inn í landið nú þegar styttist í Ólympíuleikana. Erlent 15.7.2012 11:57 Obama skýtur enn að Romney Barack Obama Bandaríkjaforseti hélt uppteknum hætti gærkvöldi þegar hann gagnrýndi störf Mitt Romney, forsetaframbjóðanda repúblikana, á kosningafundi í Virginíu-fylki. Obama, sem lét ekki úrhellisrigningu á sig fá og stóð gegnvotur í pontu, sagði að að fólk vildi ekki fá sérfræðing í útvistun starfa í Hvíta húsið, heldur einhvern sem gæti fjölgað störfum og fengið fyrirtækin til að auka starfsemi að nýju heima fyrir. Kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar í nóvember næstkomandi hefur harðnað mikið að undanförnu, sérstaklega í fylkjum eins og Virginíu þar sem mjótt er á munum. Obama hefur eytt nokkru púðri í að stilla Romney upp sem fram efnaðum bankamanni með forréttindabakgrunn sem sé úr tengslum við almenna kjósendur. Erlent 15.7.2012 10:29 Um 5000 manns hrakist frá heimilum sínum Tuttugu og tveir hafa farist og yfir 5000 manns hafa hrakist frá heimilum sínum í borginni Yame í suðvesturhluta Japan vegna úrhellisrigningar og flóða. Aurflóð og fallin tré hafa lokað flestum vegum á svæðinu, en þar hefur stanslaust ringt frá því á miðvikudag. Á myndum sem voru sýndar af svæðinu í morgun sjást hermenn færa fólki nauðsynjar á borð við mat, vatn og drykk í herþyrlur á svæði þar sem fólkið dvelur nú. Yfirvöld hafa sent þangað björgunarþyrlur til þess að flytja veikt folk og aldraða af svæðinu. Erlent 15.7.2012 08:34 Stallone birti myndir á Facebook skömmu fyrir andlát sitt Vangaveltur eru nú uppi um það hvort Sage Moonblood Stallone, sonur Sylvesters Stallone leikara, kunni að hafa legið látinn í íbúð sinni í marga daga áður en lík hans fannst. Líkið fannst á heimili hans í Hollywood í gær og er talið að hann hafi látist af ofneyslu lyfja. Samkvæmt frásögn slúðurfréttamiðilsins People hafnar lögmaður Sages og bernskuvinur, George Braunstein, því með öllu. Hann bendir á að myndir af Sage hafi verið birtar á Facebook einungis 17 klukkustundum áður en hann fannst látinn. Erlent 14.7.2012 23:42 Bastilludagurinn í myndum Þjóðhátíðardagur Frakka var haldinn hátíðlegur í dag. Hann nefnist í daglegu tali Bastilludagurinn en þá minnast Frakkar árásarinnar á bastilluna þann 14. júlí árið 1989. Sá atburður markaði upphaf Frönsku byltingarinnar. Erlent 14.7.2012 20:16 Fornar beinagrindur í miðri Mexíkóborg Fornleifafræðingar í Mexíkó hafa fundið fimmtán beinagrindur í grafreit sem talinn er vera frá tímum Asteka. Grafreiturinn fannst á byggingarsvæði í miðri Mexíkóborg. Erlent 14.7.2012 19:30 Mótmælin harðna á Spáni Spænska óeirðalögreglan beitti í nótt táragasi gegn mótmælendum sem hafa gengið um götur höfuðborgarinnar í landinu síðasta sólarhringinn og krafið þarlend stjórnvöld um að falla frá niðurskurðaráætlunum. Erlent 14.7.2012 19:20 Hillary Clinton styður Mohammed Mursi Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti fund með nýkjörnum forseta Egyptalands, Mohammed Mursi, í dag. Eftir fundinn ítrekar hún að Bandaríkin styðji algera skiptingu yfir í lýðræði í landinu. Erlent 14.7.2012 18:21 Starfsmenn Sameinuðu Þjóðanna á vettvang fjöldamorðanna Starfsmenn Sameinuðu Þjóðanna eru komnir til þorpsins Tremseh í Sýrlandi þar sem fjöldamorð áttu sér stað á fimmtudaginn. Þeir eru þangað komnir til að taka út ástandið á svæðinu. Erlent 14.7.2012 17:46 Ralph Lauren: Ólympíubúningurinn verður saumaður heima Fatahönnuðurinn Ralph Lauren hefur lofað að bandarískir ólympíufarar verði í fötum sem saumuð eru í Bandaríkjunum á næsta ári eftir að kom á daginn að föt íþróttamannanna í ár eru í raun saumuð í Kína. Erlent 14.7.2012 16:09 Stúlkan sem varð undir heyböggum er látin Danska stúlkan sem slasaðist illa þegar stórir heybaggar, fjögur hundruð kíló að þyngd, hrundu yfir hana og systur hennar á bóndabæ á Jótlandi á fimmtudag er látin. Stúlkan, sem var sex ára, var stödd í hesthúsi ásamt systrum sínum tveim þegar slysið átti sér. Hinar stúlkurnar voru níu og þrettán ára en þær voru úrskurðaðar látnar skömmu eftir slysið. Erlent 14.7.2012 15:09 Flóð valda spjöllum og manntjóni Um fjögur hundruð þúsund íbúar á eyjunni Kyushu í Japan hafa þurft að yfirgefa hemili sín vegna mikilla flóða. Að minnsta kosti tuttugu hafa látið lífið og níu er saknað. Mikil úrkoma hefur verið á svæðinu síðustu daga og hafa aurskriður og flóð valdið miklum skemmdum á mannvirkjum. Erlent 14.7.2012 15:04 Skotárás í Svíþjóð Tveir menn særðust, þar af annar lífshættulega, í skotárás á skemmtistað í Malmö í Svíþjóð í nótt. Þetta kemur fram á vef sænska ríkissjónvarpsins. Mennirnir eru á þrítugs og fimmtugsaldri en lögreglan hefur tekið skýrslur af vitnum. Enginn hefur hins vegar verið handtekinn vegna málsins. Erlent 14.7.2012 12:41 Bastilludagurinn er í dag Hinn svonefndi Bastilludagur, er í dag. 14. júlí er þjóðhátíðardagur Frakklands en þá minnast Frakkar árásarinnar á Bastilluna í Frönsku byltingunni. Margskyns hátíðarhöld eru víðsvegar um landið og meðal annars er herskrúðganga á Champs-Élysées í París. Það er elsta og stærsta herskrúðganga sem haldin er reglulega í allri Evrópu. Á myndinni tekur frakklandsforseti, Francois Hollande, þátt í skrúðgöngunni í morgun. Erlent 14.7.2012 10:34 Sjálfsmorðssprengjuárás í brúðkaupi Að minnsta kosti tuttugu létu lífið og ríflega sextíu særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í brúðkaupsveislu í Afganistan í gær. Erlent 14.7.2012 10:27 Mestu fjöldamorðin frá upphafi átaka Uppreisnarmenn í Sýrlandi segja að stjórnarherinn hafi drepið á þriðja hundrað manns í bænum Tremseh í Hama-héraði í Sýrlandi á fimmtudag. Ef rétt reynist var gærdagurinn því einn sá blóðugasti í borgarastyrjöldinni í landinu. Erlent 14.7.2012 06:00 Hugðist myrða Barack Obama Dómstóll í Alabama dæmdi í gær Ulugbek Kodirov, 22 ára úsbeka, í rúmlega fimmtán ára fangelsi fyrir að skipuleggja tilræði við Barack Obama Bandaríkjaforseta. Kodirov hóf að undirbúa tilræðið eftir að hann komst í samband við úsbesk hryðjuverkasamtök á netinu. Af því varð aldrei því að hann var handtekinn þegar hann reyndi að kaupa vopn af leynilögreglumanni. Erlent 14.7.2012 04:00 Bretland birtir skjöl um geimverur Varnarmálaráðuneyti Bretlands hefur birt tæplega sjö þúsund skjöl en í þeim má finna frásagnir af fólki sem telur sig hafa haft kynni af geimverum og öðrum furðuverum. Erlent 13.7.2012 16:58 Heiðraði eiginkonu sína með hjartalaga engi Bóndi í Bretlandi heiðraði minningu eiginkonu sinnar með því að gróðursetja tré í hjartalaga mynstur. Virðingarvotturinn hefur hingað til verið fjölskylduleyndarmál enda er ómögulegt að sjá hjartað frá veginum. Erlent 13.7.2012 16:45 Þrír létust í flugslysi Að minnsta kosti þrír létust þegar einkaflugvél varð eldi að bráð stuttu eftir lendingu í suður-Frakklandi. Talið er að flugmaðurinn og farþegar flugvélarinnar hafi verið bandarískir ríkisborgarar. Erlent 13.7.2012 16:29 Annan fordæmir fjöldamorðin í Sýrlandi Kofi Annan, friðarsamningamaður Sameinuðu Þjóðanna og Arabandalagsins, sagði í dag að fjöldamorðin í þorpinu Tremesh í Homs-héraði í gær væru hneykslanleg og ófyrirleitin. Erlent 13.7.2012 13:35 Lemúrar í útrýmingarhættu Vísindamenn óttast nú að lemúrar séu í útrýmingarhættu. Af þeim 109 tegundum lemúra sem hafa til á Madagaskar eru rúmlega 90 á barmi útrýmingar. Erlent 13.7.2012 11:57 Vopn Bonnie og Clyde á uppboð Skammbyssur úr eigu Bonnie og Clyde, eins frægasta glæpapars Bandaríkjanna, verða seldar á uppboði seinna á þessu ári. Erlent 13.7.2012 10:32 « ‹ ›
Öflugir skýstrókar í Póllandi Að minnsta kosti einn lét lífið og tíu slösuðust þegar öflugir skýstrókar gengu yfir norðvesturhluta Póllands í gær. Yfir hundrað hús eyðilögðust. Erlent 15.7.2012 19:24
Drengur skaut óvart föður sinn til bana Þriggja ára drengur í Bandaríkjunum skaut föður sinn til bana eftir að hafa komist í byssu sem var á heimilinu. Erlent 15.7.2012 19:17
Clinton hitti yfirmann herráðsins Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hitti yfirmann herráðsins í Egyptalandi í dag og ræddi við hann um lýðræði. Erlent 15.7.2012 18:32
Konur orðnar greindari en karlar Konur ná núna hærri meðaleinkunn á greindarprófum en karlmenn í fyrsta sinn síðan greindarmælingar hófust. Erlent 15.7.2012 13:20
Fjórar stórar borgir rýmdar Á þriðja hundrað þúsund Japana flýja nú heimili sín vegna flóðahættu. Að minnsta kosti 20 manns hafa látið lífið í flóðum þar um helgina. Erlent 15.7.2012 13:00
Vísa ásökunum um þungavopn á bug Stjórnvöld í Sýrlandi vísa á bug fullyrðingum sendinefndar Sameinuðu þjóðanna um að stjórnarherinn hafi notað þungavopn þegar hann gerði innrás í bæinn Tremseh í Hama héraði á fimmtudag. Talið er að tvö hundruð almennir borgarar hafi látið lífið í árásinni. Sendinefnd Sameinuðu þjóðanna heimsótti þorpið í gær en fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa fordæmt árásina. Erlent 15.7.2012 12:46
Fyrsti skipsfarmurinn frá Bandaríkjunum til Kúbu Fimmtíu ára viðskiptabanni Bandaríkjanna á Kúbu lauk á föstudaginn var þegar skipið Ana Cecilia sigldi til eyjarinnar með skipsfarm af hjálpargögnum. Frá þessu er sagt á Al Jazeera. Erlent 15.7.2012 12:38
Öryggismál fyrir ólympíuleikana í ólestri Landaverðir á Heathrow flugvelli í London hafa verið ásakaðir um að hleypa einstaklingum sem tengdir eru við hryðjuverkaógn inn í landið nú þegar styttist í Ólympíuleikana. Erlent 15.7.2012 11:57
Obama skýtur enn að Romney Barack Obama Bandaríkjaforseti hélt uppteknum hætti gærkvöldi þegar hann gagnrýndi störf Mitt Romney, forsetaframbjóðanda repúblikana, á kosningafundi í Virginíu-fylki. Obama, sem lét ekki úrhellisrigningu á sig fá og stóð gegnvotur í pontu, sagði að að fólk vildi ekki fá sérfræðing í útvistun starfa í Hvíta húsið, heldur einhvern sem gæti fjölgað störfum og fengið fyrirtækin til að auka starfsemi að nýju heima fyrir. Kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar í nóvember næstkomandi hefur harðnað mikið að undanförnu, sérstaklega í fylkjum eins og Virginíu þar sem mjótt er á munum. Obama hefur eytt nokkru púðri í að stilla Romney upp sem fram efnaðum bankamanni með forréttindabakgrunn sem sé úr tengslum við almenna kjósendur. Erlent 15.7.2012 10:29
Um 5000 manns hrakist frá heimilum sínum Tuttugu og tveir hafa farist og yfir 5000 manns hafa hrakist frá heimilum sínum í borginni Yame í suðvesturhluta Japan vegna úrhellisrigningar og flóða. Aurflóð og fallin tré hafa lokað flestum vegum á svæðinu, en þar hefur stanslaust ringt frá því á miðvikudag. Á myndum sem voru sýndar af svæðinu í morgun sjást hermenn færa fólki nauðsynjar á borð við mat, vatn og drykk í herþyrlur á svæði þar sem fólkið dvelur nú. Yfirvöld hafa sent þangað björgunarþyrlur til þess að flytja veikt folk og aldraða af svæðinu. Erlent 15.7.2012 08:34
Stallone birti myndir á Facebook skömmu fyrir andlát sitt Vangaveltur eru nú uppi um það hvort Sage Moonblood Stallone, sonur Sylvesters Stallone leikara, kunni að hafa legið látinn í íbúð sinni í marga daga áður en lík hans fannst. Líkið fannst á heimili hans í Hollywood í gær og er talið að hann hafi látist af ofneyslu lyfja. Samkvæmt frásögn slúðurfréttamiðilsins People hafnar lögmaður Sages og bernskuvinur, George Braunstein, því með öllu. Hann bendir á að myndir af Sage hafi verið birtar á Facebook einungis 17 klukkustundum áður en hann fannst látinn. Erlent 14.7.2012 23:42
Bastilludagurinn í myndum Þjóðhátíðardagur Frakka var haldinn hátíðlegur í dag. Hann nefnist í daglegu tali Bastilludagurinn en þá minnast Frakkar árásarinnar á bastilluna þann 14. júlí árið 1989. Sá atburður markaði upphaf Frönsku byltingarinnar. Erlent 14.7.2012 20:16
Fornar beinagrindur í miðri Mexíkóborg Fornleifafræðingar í Mexíkó hafa fundið fimmtán beinagrindur í grafreit sem talinn er vera frá tímum Asteka. Grafreiturinn fannst á byggingarsvæði í miðri Mexíkóborg. Erlent 14.7.2012 19:30
Mótmælin harðna á Spáni Spænska óeirðalögreglan beitti í nótt táragasi gegn mótmælendum sem hafa gengið um götur höfuðborgarinnar í landinu síðasta sólarhringinn og krafið þarlend stjórnvöld um að falla frá niðurskurðaráætlunum. Erlent 14.7.2012 19:20
Hillary Clinton styður Mohammed Mursi Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti fund með nýkjörnum forseta Egyptalands, Mohammed Mursi, í dag. Eftir fundinn ítrekar hún að Bandaríkin styðji algera skiptingu yfir í lýðræði í landinu. Erlent 14.7.2012 18:21
Starfsmenn Sameinuðu Þjóðanna á vettvang fjöldamorðanna Starfsmenn Sameinuðu Þjóðanna eru komnir til þorpsins Tremseh í Sýrlandi þar sem fjöldamorð áttu sér stað á fimmtudaginn. Þeir eru þangað komnir til að taka út ástandið á svæðinu. Erlent 14.7.2012 17:46
Ralph Lauren: Ólympíubúningurinn verður saumaður heima Fatahönnuðurinn Ralph Lauren hefur lofað að bandarískir ólympíufarar verði í fötum sem saumuð eru í Bandaríkjunum á næsta ári eftir að kom á daginn að föt íþróttamannanna í ár eru í raun saumuð í Kína. Erlent 14.7.2012 16:09
Stúlkan sem varð undir heyböggum er látin Danska stúlkan sem slasaðist illa þegar stórir heybaggar, fjögur hundruð kíló að þyngd, hrundu yfir hana og systur hennar á bóndabæ á Jótlandi á fimmtudag er látin. Stúlkan, sem var sex ára, var stödd í hesthúsi ásamt systrum sínum tveim þegar slysið átti sér. Hinar stúlkurnar voru níu og þrettán ára en þær voru úrskurðaðar látnar skömmu eftir slysið. Erlent 14.7.2012 15:09
Flóð valda spjöllum og manntjóni Um fjögur hundruð þúsund íbúar á eyjunni Kyushu í Japan hafa þurft að yfirgefa hemili sín vegna mikilla flóða. Að minnsta kosti tuttugu hafa látið lífið og níu er saknað. Mikil úrkoma hefur verið á svæðinu síðustu daga og hafa aurskriður og flóð valdið miklum skemmdum á mannvirkjum. Erlent 14.7.2012 15:04
Skotárás í Svíþjóð Tveir menn særðust, þar af annar lífshættulega, í skotárás á skemmtistað í Malmö í Svíþjóð í nótt. Þetta kemur fram á vef sænska ríkissjónvarpsins. Mennirnir eru á þrítugs og fimmtugsaldri en lögreglan hefur tekið skýrslur af vitnum. Enginn hefur hins vegar verið handtekinn vegna málsins. Erlent 14.7.2012 12:41
Bastilludagurinn er í dag Hinn svonefndi Bastilludagur, er í dag. 14. júlí er þjóðhátíðardagur Frakklands en þá minnast Frakkar árásarinnar á Bastilluna í Frönsku byltingunni. Margskyns hátíðarhöld eru víðsvegar um landið og meðal annars er herskrúðganga á Champs-Élysées í París. Það er elsta og stærsta herskrúðganga sem haldin er reglulega í allri Evrópu. Á myndinni tekur frakklandsforseti, Francois Hollande, þátt í skrúðgöngunni í morgun. Erlent 14.7.2012 10:34
Sjálfsmorðssprengjuárás í brúðkaupi Að minnsta kosti tuttugu létu lífið og ríflega sextíu særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í brúðkaupsveislu í Afganistan í gær. Erlent 14.7.2012 10:27
Mestu fjöldamorðin frá upphafi átaka Uppreisnarmenn í Sýrlandi segja að stjórnarherinn hafi drepið á þriðja hundrað manns í bænum Tremseh í Hama-héraði í Sýrlandi á fimmtudag. Ef rétt reynist var gærdagurinn því einn sá blóðugasti í borgarastyrjöldinni í landinu. Erlent 14.7.2012 06:00
Hugðist myrða Barack Obama Dómstóll í Alabama dæmdi í gær Ulugbek Kodirov, 22 ára úsbeka, í rúmlega fimmtán ára fangelsi fyrir að skipuleggja tilræði við Barack Obama Bandaríkjaforseta. Kodirov hóf að undirbúa tilræðið eftir að hann komst í samband við úsbesk hryðjuverkasamtök á netinu. Af því varð aldrei því að hann var handtekinn þegar hann reyndi að kaupa vopn af leynilögreglumanni. Erlent 14.7.2012 04:00
Bretland birtir skjöl um geimverur Varnarmálaráðuneyti Bretlands hefur birt tæplega sjö þúsund skjöl en í þeim má finna frásagnir af fólki sem telur sig hafa haft kynni af geimverum og öðrum furðuverum. Erlent 13.7.2012 16:58
Heiðraði eiginkonu sína með hjartalaga engi Bóndi í Bretlandi heiðraði minningu eiginkonu sinnar með því að gróðursetja tré í hjartalaga mynstur. Virðingarvotturinn hefur hingað til verið fjölskylduleyndarmál enda er ómögulegt að sjá hjartað frá veginum. Erlent 13.7.2012 16:45
Þrír létust í flugslysi Að minnsta kosti þrír létust þegar einkaflugvél varð eldi að bráð stuttu eftir lendingu í suður-Frakklandi. Talið er að flugmaðurinn og farþegar flugvélarinnar hafi verið bandarískir ríkisborgarar. Erlent 13.7.2012 16:29
Annan fordæmir fjöldamorðin í Sýrlandi Kofi Annan, friðarsamningamaður Sameinuðu Þjóðanna og Arabandalagsins, sagði í dag að fjöldamorðin í þorpinu Tremesh í Homs-héraði í gær væru hneykslanleg og ófyrirleitin. Erlent 13.7.2012 13:35
Lemúrar í útrýmingarhættu Vísindamenn óttast nú að lemúrar séu í útrýmingarhættu. Af þeim 109 tegundum lemúra sem hafa til á Madagaskar eru rúmlega 90 á barmi útrýmingar. Erlent 13.7.2012 11:57
Vopn Bonnie og Clyde á uppboð Skammbyssur úr eigu Bonnie og Clyde, eins frægasta glæpapars Bandaríkjanna, verða seldar á uppboði seinna á þessu ári. Erlent 13.7.2012 10:32