Erlent

Hart barist í borgum landsins

Sýrlenskir uppreisnarmenn berjast nú gegn stjórnarhernum í Aleppo, stærstu borg landsins, og segjast bjartsýnir á að ná henni á vald sitt. Talið er að um þúsund uppreisnarmenn hafi ráðist inn í borgina en stjórnarherinn beitti bæði þyrlum og þungavopnum.

Erlent

Benedikt páfi XVI biður fyrir fórnarlömbum

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, heimsækir í dag aðstandendur og eftirlifendur skotárásarinnar á miðnætursýningu nýjustu kvikmyndarinnar um Leðurblökumanninn í Aurora í Coloradoríki. Obama, sem einnig mun funda með yfirvöldum á svæðinu, kallaði eftir því að samlandar sínir biðji fyrir fórnarlömbunum.

Erlent

Mannfall í Peking

Að minnsta kosti tíu hafa látist í Peking og rúmlega 50 þúsund hafa þurft að flýja heimili sín í kjölfar mikilla rigninga og flóða í dag. Er þetta mesta vatnsveður á svæðinu í rúmlega 60 ár.

Erlent

Obama heimsækir Aurora

Búið er að aftengja sprengugildrur á heimili mannsins sem myrti 12 á forsýningu nýjustu Batman-kvikmyndarinnar í Bandaríkjunum á fimmtudag. Obama Bandaríkjaforseti mun ferðast til Colorado í dag til að votta aðstandendum fórnarlambanna samúð sína.

Erlent

Nöfn fórnarlamba birt

Lögreglunni í Denver í Colorado hefur tekist að aftengja allar þrjár sprengjur á heimili James Holmes sem grunaður er um að hafa drepið 12 manns í skotárás í kvikmyndahúsi á forsýningu nýjustu Batman myndarinnar á föstudag.

Erlent

Norsk gildi sigruðu Breivik

Norðmenn minnast þess í dag að eitt ár er liðið frá voðaverkunum í Útey og Osló þar sem fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik drap 77 manns og særði 242.

Erlent

Af sjónarhóli Alþjóðlegu geimstöðvarinnar

Bandarískur ljósmyndir birti í gær ótrúlegt myndband sem sýnir Jörðina og stjarnfræðilega nágranna okkar í áður óséðu ljósi. Myndbandið var unnið í samstarfi við Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, en allar myndirnar voru teknar úr alþjóðlegu geimstöðinni sem æðir umhverfis jörðina á 30 þúsund kílómetra hraða.

Erlent

Pussy Riot í sex mánaða varðhald

Dómstóll í Moskvu hefur ákveðið að þrjár konur úr rússnesku pönkhljómsveitinni Pussy Riot skuli sæta gæsluvarðhaldi í sex mánuði. Konurnar eiga yfir höfði sér sjö ára fangelsisdóm verði þær fundnar sekar óspektir.

Erlent

Sprengjusérfræðingar ríða á vaðið

Talið er að sprengjusérfræðingar í Aurora í Colorado verði að störfum langt fram eftir degi en þeir reyna nú að aftengja sprengjur sem fjöldamorðinginn James Holmes skildi eftir sig.

Erlent

Reyna á ný að fara inn á heimili ódæðismannsins

Lögreglan í Aurora í Colorado mun reyna á ný að fara inn á heimili mannsins sem myrti kvikmyndahúsagesti í bænum í gær. Ljóst er að maðurinn, James Holmes, hafði komið fyrir fjölda sprengjugildra í húsinu. Lögreglustjórinn í Aurora segir að gríðarlegt magn sprengiefna sé í íbúðinni.

Erlent

Geita-maður í felum

Yfirvöld í Utah í Bandaríkjunum óttast um öryggis manns sem talin er halda til í fjöllunum í norðurhluta ríkisins. Göngufólk tók eftir manninum fyrr í vikunni en þá var hann klæddur í geita-búning og virtist vera að reyna að ganga í raðir fjallageita á svæðinu.

Erlent

Boðað til mótmælafundar vegna ástandsins í Sýrlandi

"Sýnum almenningi í Sýrlandi samstöðu, krefjum alþjóðasamfélagið til aðgerða til að stöðva morð á börnum, konum og körlum.“ Þetta segir einn stofnanda og fyrrverandi framkvæmdastjóri Hinsegin daga sem boðað hefur til samstöðu og mótmælafundar á Austurvelli á miðvikudaginn.

Erlent

Vottar íbúum Aurora samúð sína

Christopher Nolan, leikstjóri nýjustu kvikmyndarinnar um Leðurblökumanninn, The Dark Knight Rises, hefur vottað aðstandendum fórnarlamba skotárásarinnar í Aurora samúð sína.

Erlent

Sjálfsmorðsárás í Pakistan

Að minnsta kosti 9 létust í sjálfsmorðssprengjuárás í norðvestur Pakistan í dag, þarf af þrjú börn. Atvikið átti sér stað við bækistöð Mullah Nabi, yfirmanns í pakistanska hernum, en hann hefur stjórnað aðgerðum við að stemma stigum við ágangi Talibana í

Erlent

Fimm hundruð látnir á tveimur sólarhringum

Hátt í fimm hundruð manns hafa látist í átökunum í Sýrlandi síðustu tvo sólarhringa. Stjórnarherinn í landinu hefur í nótt gert árás á vígi uppreisnarmanna í höfuðborginni Damaskus en uppreisnarmenn náðu í gær völdum á landamærastöðvum við Írak og Tyrkland.

Erlent

Fórnarlamba minnst

Fórnarlamba skotárásarinnar í Aurora í Colorado var minnst í nótt. Um 200 manns söfnuðust saman fyrir utan kvikmyndahúsið.

Erlent

Áfram barist í höfuðborginni

Bardagar héldu áfram í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í gær. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti að framlengja umboð friðargæslusveita um einn mánuð. Stjórnarherinn fagnaði ákaft eftir að hafa náð á vald sitt einu hverfi sem uppreisnarmenn höfðu haft á valdi sínu.

Erlent

Árásarmaðurinn er 24 ára gamall

Maðurinn sem skaut 12 manns til bana í úthverfi Denver í morgun heitir James Eagan Holmes og er 24 ára gamall. CBS fréttastofan hefur þetta eftir talsmönnum lögreglunnar í Denver. Skotárásin varð í kvikmyndahúsi þegar verið var að sýna nýju Batman myndina, The Dark Knight Rises. Lögreglan telur að maðurinn hafi verið einn að verki. Tugir manna særðust í skotárásinni.

Erlent

Starfsmenn á Heathrow ætla í verkfall

Starfsfólk á Heathrow flugvelli ætlar í 24 klukkustunda verkfall daginn áður en Ólympíuleikarnir hefjast í London. Áætlanir sýna að dagurinn eigi að vera sá stærsti í sögu flugvallarins segir í frétt The Financial Times.

Erlent

Missa sinn helsta bandamann

Andstæðingar Hezbollah-samtakanna í Líbanon hafa verið að færa sig upp á skaftið undanfarið, enda telja þeir skammt í að stjórn Bashers al Assad Sýrlandsforseta falli. Assad hefur verið helsti stuðningsmaður Hezbollah-samtakanna og ítök þeirra í Líbanon virðast að nokkru háð áframhaldandi stuðningi hans.

Erlent

Bætir við sig marskálkstitli

Kim Jong Un, hinn ungi leiðtogi Norður-Kóreu, hefur tekið sér titilinn marskálkur, til viðbótar við titla sem hann ber fyrir: Formaður Verkamannaflokksins, formaður varnarmálanefndar ríkisins, formaður hermálanefndar flokksins og æðsti yfirmaður hersins auk þess sem hann á sæti í forsætisnefnd framkvæmdaráðs flokksins.

Erlent