Erlent

Cameron vill nána samvinnu við Hollande

David Cameron, forsætisráðherra Breta, heitir því að vinna mjög náið með Francois Hollande, nýkjörnum forseta Frakklands. Cameron hringdi í Hollande í gær til að óska honum til hamingju með sigurinn í forsetakosningunum sem fram fóru í gær.

Erlent

Fundu póstkort sem Hitler sendi 27 ára gamall

Póstkort sem Adolf Hitler skrifaði árið 1916, þá 27 ára gamall, fannst nýlega í dánarbúi. Á þessum tíma var Hitler hermaður í þýska hernum á vesturvígstöðvunum í fyrri heimstryjöldinni.

Erlent

Óttast glundroða eftir kosningarnar í Grikklandi

Mikið fylgishrun stjórnarflokkanna í Grikklandi einkenndi niðurstöður þingkosninganna þar í landi um helgina. Fréttaskýrendur óttast glundroða í landinu á næstunni því erfitt er að koma auga á meirihluta fyrir nýja stjórn landsins.

Erlent

Mál gegn meintum hryðjuverkamönnum gæti tekið mörg ár

Mál ákæruvaldsins í Bandaríkjunum gegn fimm mönnum sem sakaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásirnar í New York og víðar 11. september árið 2001, er loks hafið. En réttarhöldin sjálf munu þó ekki hefjast á næstunni - verjendur og saksóknarar í málinu sögðu í dag að nokkur ár gætu verið í það gerist.

Erlent

Shaq tók við doktorsgráðunni í dag

Fyrrverandi körfuknattleiksmaðurinn Shaquille O'Neal tók við doktorsgráðu sinni frá Barry-háskólanum í Miami í dag. Shaq, sem er 2 metrar og 16 sentímetrar á hæð, fagnaði með því að lyfta prófessornum sínum.

Erlent

Átök við Kreml

Til átaka kom milli lögreglumanna og mótmælenda í Moskvu í Rússlandi í dag. Um 20 þúsund stjórnarandstæðingar söfnuðust saman fyrir utan Kreml, höfuðstöðvar yfirvalda í Rússlandi.

Erlent

Tjá sig ekki um ákærur

Fimmmenningunum sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásirnar á tvíburaturnana í New York árið 2001 var birt ákæra í gær.

Erlent

Coldplay heiðraði minningu MCA

Breska rokkhljómsveitin Coldplay heiðraði minningu rapparans Adam Yauch í gær. Yauch, sem var liðsmaðurinn Beastie Boys, lést í gær, 47 ára að aldri.

Erlent

Réttarhöldin yfir Mohammed hefjast dag

Réttarhöld yfir hryðjuverkamanninum Khalid Sheikh Mohammed hefjast í Guantanmo-fangelsinu í dag. Mohammed hefur lýst því yfir að hann hafi skipulagt árásirnar á tvíburaturnana í New York árið 2001.

Erlent

Aronofsky kominn til landsins

Bandaríski leikstjórinn Darren Aronofsky er kominn til landsins. Hann mun skoða tökustaði fyrir stórmynd sína um örkina hans Nóa en stórleikarinn Russell Crowe mun fara með aðalhlutverk í henni.

Erlent

Mannfall í Aleppo

Að minnsta kosti þrír létust í öflugri sprengingu í sýrlensku borginni Aleppo í morgun.

Erlent

Neita sök og ætla að verjast

Í herstöð Bandaríkjamanna á Kúbu hefjast í dag réttarhöld yfir fimm föngum sem sakaðir eru um að hafa skipulagt árásirnar á Bandaríkin þann 11. september 2001.

Erlent