Erlent

Liðsmenn Obama kætast yfir klúðri

Ummæli Mitts Romneys virðast ætla að kosta hann atkvæði þeirra kjósenda sem hann segist þurfa að höfða sérstaklega til, nefnilega óháðra kjósenda á miðjunni. Obama segir Bandaríkjamenn ekki líta á sjálfa sig sem fórnarlömb.

Erlent

Ætla að tvöfalda stærðina

Sænska húsgagnaverslunin Ikea ætlar sér að verða tæplega tvöfalt stærri fyrir árið 2020. Til stendur að opna 20 til 25 nýjar verslanir á hverju ári fram til ársins 2020. Nú eru um sex til tíu nýjar verslanir opnaðar á hverju ári.

Erlent

Um tuttugu sendiráðum lokað á morgun

Birting nýrra skopmynda af Múhameð spámanni í franska tímaritinu Charlie Hebdo hefur aukið enn á þá spennu sem verið hefur út af ögrandi myndbandi sem gert var í Bandaríkjunum.

Erlent

Var Jesús kvæntur?

Svo virðist sem að Jesús hafi átt eiginkonu. Karen King, guðfræðiprófessor við Harvard, kynnti í vikunni aldagamalt papýrusbrot þar sem vísað er til konu frelsarans.

Erlent

Útför Sigrid fór fram í morgun

Útför hinnar sextán ára gömlu Sigrid Giskegjerde Schjetne var gerð frá Oppsal kirkju í Osló í dag. Það var Sturla J. Stålsett sem sá um athöfnina. Þegar norska blaðið Aftenposten talaði við Stålsett sagðist hann búast við því að útförin yrði falleg með ljúfri tónlist og allir myndu minnast þess hvaða þýðingu Sigríd hefði haft fyrir líf fjölskyldu sinnar og vina.

Erlent

Þungavigtarmenn meðal Repúblikana æfir út í Romney

Þungavigtarmenn í Repúblikanaflokknum eru æfir af reiði út í Mitt Romney. Reiðin er vegna þess að þessum forsetaframbjóðenda þeirra tókst í einni og sömu ræðunni að móðga nær helming bandarísku þjóðarinnar, flest fólk af latneskum uppruna í Bandaríkjunum og Palestínumenn.

Erlent

Fíkniefnasalinn Brjálaði Barrera handtekinn í Venesúela

Einn alræmdasti fíkniefnasali Kólombíu hefur verið handtekinn í Venesúela. Um er að ræða Daniel Barrera eða Brjálaða Berrera eins og hann er kallaður en hann hafði lengi verið efstur á lista lögreglunnar í Kólombíu yfir eftirlýsta glæpamenn.

Erlent

NATO-liðar minna á ferð

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, varði ákvörðun æðstu yfirmanna bandalagsins um að dregið yrði úr samstarfi þess við afganska herinn í gær. Í ár hefur 51 hermaður NATO fallið fyrir hendi afganskra skæruliða.

Erlent

Hóta árásum á Bandaríkin

Al-Kaída fagnar dauða sendiherra Bandaríkjanna í Líbíu og kallar eftir fleiri mótmælum vegna myndar um Múhameð spámann. Þá hóta samtökin fleiri árásum, en tólf létu lífið í sjálfsmorðsárás í gær.

Erlent

Fjárkúguðu kennara eftir kynlíf

27 ára kona sem starfaði sem íþróttakennari við Himmerlands Ungdomsskole, skammt frá Álaborg á Jótlandi, á yfir höfði sér fangelsisdóm vegna kynferðissambands sem hún átti við tvo sextán ára nemendur sína. Piltarnir hafa hins vegar verið ákærðir fyrir fjárkúgun, en þeir hótuðu að gera viðvart um sambandið nema kennarinn greiddi hvorum þeirra sem svarar um 65 þúsundum íslenskra króna, sem hann og gerði.

Erlent

Banna myndir af hertogaynju

Dómstóll í Frakklandi hefur bannað útgáfunni Mondadori Magazines, sem gefur meðal annars út blaðið Closer, að birta fleiri myndir af Kate hertogaynju af Cambridge berbrjósta.

Erlent

Ein stórkostlegasta sjálfsmynd allra tíma

Japanski geimfarinn Aki Hoshide náði einni mögnuðustu sjálfsmynd allra tíma um helgina. Myndin var tekin í rúmlega 85 kílómetra hæð yfir jörðu og á mörg þúsund kílómetra hraða.

Erlent

Hundur skaut mann

Aflima þurfti franskan veiðimann eftir að hann varð fyrir voðaskoti á dögunum. Hundur mannsins er sökudólgurinn — hann er samt sem áður ósköp indæll að sögn veiðimannsins.

Erlent

Fengu leg úr mæðrum sínum

Sænskir skurðlæknar brutu blað í sögu læknisfræðinnar á dögunum þegar leg voru grædd í tvær konur. Líffæragjafarnir voru mæður kvennanna og gætu þær því átt möguleika á að ganga með börn í sama legi og gengið var með þær í.

Erlent

Sprengjuviðvörun í Osló

Þakið á óperhúsinu í Osló var rýmt eftir hádegi í dag eftir að tilkynning um grunsamlegan böggul á þakinu barst. „Aðstæður eru þannig að við teljum rétt að rannsaka þakið. Við erum með sprengjusveit á staðnum," segir Reidun Lilleås, hjá lögreglunni í Osló, við Dagbladet. Aftenposten greindi frá því að sprengjuleitarvélmenni hefði verið notað við aðgerðirnar. Síðar kom í ljós að í bögglinum var ekki neitt nema saklaust rusl.

Erlent

Medvedev vill sleppa Pussy Riot úr haldi

Líkur eru á að meðlimir rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot muni losna úr fangelsi þann 1. október og fái þá afganginum af tveggja ára fangelsisdómi sínum breytt í skilorðsbundinn dóm.

Erlent

Meira um sjálfsmorð meðal samkynhneigðra

Ný rannsókn sem unnin var á vegum AIDS sjóðsins í Danmörku sýnir að samkynhneigt fólk, bæði karlar og konur, fremja sjálfsmorð í meiri mæli en hinir gagnkynhneigðu. Þá kemur einnig fram að lesbískum konum er hættara við að fá krabbamein en þeim gagnkynhneigðu.

Erlent