Erlent

Misskilningur að flugvél hefði verið rænt

Misskilningur milli flugmanns spænskrar farþegaþotu og flugturnar á Schiphol flugvelli í Hollandi varð til þess að óttast var að þota sem kom til lendingar hefði verið rænt og F-16 herþotur voru sendar til að taka á móti vélinni.

Erlent

Farþegarflugvél rænt í Hollandi

Talið er að farþegaflugvél sem lenti á Schiphol-flugvell í Amsterdam fyrir skömmu hafi verið rænt. Flugvélin fór frá Malaga á Spáni í morgun. Lögreglumenn hafa umkringt vélina en farþegarnir eru ennþá um borð. Beðið er eftir samningamanni lögreglu til að ræða við flugstjóra vélarinnar. Vélin er í eigu Vueling, en forsvarsmenn fyrirtækisins neita því að vélinni hafi verið rænt. Talsmaður flugfélagsins segir að misskilningur sé kominn upp vegna samskipta flugstjórans við flugturninn. En hollenska lögreglan staðfestir aftur á móti við fréttastofuna Reuters að um flugrán sé að ræða. Nánari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Erlent

Lokað fyrir World of Warcraft í Íran

Bandaríski tölvuleikjaframleiðandinn Blizzard hefur lokað fyrir aðgang að fjölspilunarleiknum World of Warcraft í Íran. Er þetta gert í kjölfar hertra refsiaðgerða yfirvalda í Bandaríkjunum gegn Íranstjórn.

Erlent

Ríkisstjórnartal ótímabært

François Hollande, forseti Frakklands, kallaði eftir því í gær að sýrlenskir uppreisnarmenn myndu sameinast í eina fylkingu. Frakkar myndu viðurkenna og standa með tímabundinni ríkisstjórn andspyrnunnar. Sundrung er milli uppreisnarhópa bæði í Sýrlandi og þeirra hópa sem eru í útlegð.

Erlent

Ósamræmi í landslagi Mars

Sérfræðingar hjá bandarísku geimferðastofnuninni, NASA, hafa uppgötvað ósamræmi í landslaginu á Mars eftir að hafa skoðað myndir úr litmyndavél Curiosity, könnunarfarsins sem ekur nú um yfirborð rauðu plánetunnar.

Erlent

Eva Rausing sagðist vita hver myrti Olof Palme

Hin sterkefnaða Eva Rausing sem lést af ofstórum skammti eiturlyfja í júlí s.l. mun hafa bent á að sá sem stóð að baki morðinu á Olof Palme forsætisráðherra Svía árið 1986 hafi verið hingað til óþekktur sænskur athafnamaður.

Erlent

Morðrannsókn hafin

Frönsk dómsmálayfirvöld rannsaka nú fráfall Jassers Arafats, fyrrum leiðtoga Palestínu, til að fá úr því skorið hvort hann hafi verið myrtur.

Erlent

Ísak herjar á Bandaríkin

Hitabeltisstormurinn Ísak var síðdegis í gær orðinn að fellibyl og stefndi að norðurströnd Mexíkóflóa, þar sem hann ógnaði íbúum í Louisiana og þremur öðrum ríkjum.

Erlent

Laus úr fangelsi en fer í klaustur

Michelle Martin, eiginkona belgíska barnaníðingsins og barnamorðingjans Marc Dutroux, verður látin laus eftir að hafa afplánað tæpan helming af þrjátíu ára fangelsisdómi.

Erlent

Setja matarolíu á bílana sína

Danir setja notaða matarolíu á bílana sína og hita húsin sín upp með henni. Þetta er hins vegar ólöglegt samkvæmt fréttum danskra fjölmiðla.

Erlent

Sögð hafa sett sig sjálf í hættu

„Ég tel þetta hafa verið slæman dag, ekki aðeins fyrir fjölskyldu okkar heldur fyrir mannréttindi, réttarríkið og einnig fyrir Ísraelsríki,“ sagði Cindy Corrie eftir að héraðsdómur í Ísrael hafði vísað á bug kröfu hennar og eiginmanns hennar, Craig.

Erlent

Íslensk kona fækkar fötum í Kanada út af hruninu - Ósátt við ný lög

Íslenskri nektardansmær, ásamt fjölda annarra nektardansara, er gert að yfirgefa Kanada vegna breytinga á lögum þar í landi varðandi tímabundið landvistarleyfi. Rætt er við íslensku dansmærina í kandadíska fjölmiðlinum CBC en hún, ásamt 22 öðrum nektardansmærum, verður gert að yfirgefa landið í lok mánaðar.

Erlent

Obama hvetur íbúa til þess að flýja

Barack Obama, bandaríkjaforseti, varaði íbúa, sem búa í borgum við Mexíkóflóa, við því að hitabeltisstormurinn Ísak, sem búist er við að verði að fellibyl á næstu klukkutímum, geti valdið gríðarlegum flóðum á svæðinu.

Erlent

Köttur forsætisráðherrans búinn að drepa sína fyrstu mús

Á meðan David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, er í sumarfríi er nóg að gera hjá heimiliskettinum Larry að Downing-stræti 10. Þessi fimm ára gamla læða hefur nefnilega drepið sína fyrstu mús frá því að hún flutti inn á heimili ásamt forsætisráðherra-hjónunum. Fjallað er um málið á blaðið Independent fjallar um drápið á vef sínum í dag. Þar staðfestir talsmaður Downings-strætis að kötturinn hafi drepið mús í morgun - sem þykir sæta stórtíðindum á heimilinu.

Erlent

Kannabis hefur mikil áhrif á heilann

Þeir unglingar sem neyta kannabis eru líklegri til að vera með lægri greindarvísitölu en aðrir jafnaldrar sínir. Dagleg neysla á fíkniefninu hefur áhrif á geðheilbrigði fólks. Þetta er niðurstaða könnunar sem vísindamönnum í Duke-háskólanum í Bandaríkjunum á um þúsund einstaklingum. Þeir sem byrja að neita kannabisefna á unglingsaldri eru að meðaltali með átta stigum minna í greindarvísitölu en þeir sem gera það ekki. Þá hefur dagleg neysla mikil áhrif á heilann á þessum aldri þar sem hann er að mótast og þroskast.

Erlent

Vilja ekki veita upplýsingar um síma Schjetne

Norska lögreglan leitar enn að Sigrid Schjetne, stúlku sem hvarf fyrr í ágúst. Um helgina var lögð áhersla á að rannsaka símann hennar betur. Lögreglumenn fóru með símann á Østensjø svæðið í Osló, til þess að rekja leiðina sem talið er að Sigrid hafi farið með símann.

Erlent

Hættuleg björgun sjómanna við Suður Kóreu

Björgunarmönnum í Suður Kóreu hefur tekist með miklu harðfylgi að bjarga sex af þeim 30 kínversku sjómönnum sem saknað var í nótt eftir að tveimur skipum þeirra hvolfdi í fellibylnum Bolaven sem nú herjar við Kóreuskagann.

Erlent

Ísak nálgast fellibylsstyrk, skellur á New Orleans í kvöld

Hitabeltisstormurinn Ísak er við það að ná fellibylisstyrk. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi í Louisiana en reiknað er með að Ísak skelli á borgina New Orleans í kvöld. Þá verða liðin nákvæmlega sjö ár frá því að fellibylurinn Katrina lagði stóran hluta borgarinnar í rúst.

Erlent

Talibanarnir myrtu sautján veislugesti

Skæruliðar talibana í Afganistan drápu sautján manns, þar af tvær konur í árás í gleðskap á sunnudag. Líkin fundust í vegarkanti, margir höfðu verið afhöfðaðir.

Erlent

Merkel vill breyta sáttmála ESB

Angela Merkel Þýskalandskanslari vill kalla leiðtoga Evrópusambandsins (ESB) saman fyrir lok árs til að ná saman um breytingu á sáttmála sambandsins. Þetta kemur fram í þýska blaðinu Spiegel og vefurinn Euobserver segir frá. Óvíst er hvort Merkel verði að ósk sinni en hún hefur áður lýst yfir vilja til frekari pólitískrar samþættingar ESB-ríkja í skiptum fyrir frekari samruna í efnahagsmálum til að vinna gegn skuldavandanum á evrusvæðinu.

Erlent

Úrskurður í máli Rachel Corrie í dag

Dómstóll í Ísrael mun í dag kveða upp úrskurð í máli foreldra Rachel Corrie sem beið bana á Gaza-ströndinni árið 2003 þegar hún mótmælti eyðileggingu Ísraela á palestínskum heimilum. Rachel Corrie stóð í veginum fyrir jarðýtu og kramdist til bana þegar ýtan ók yfir hana.

Erlent