Erlent

Tilnefningar til Óskarsverðlauna

Úr kvikmyndinni Lincoln.
Úr kvikmyndinni Lincoln.
Þær kvikmyndir sem hlotið hafa tilnefningu til Óskarsverðlauna voru kynntar í Bandaríkjunum í dag. Stórmynd Steven Spielbergs, Lincoln, fékk tólf tilnefningar.

Alls eru níu kvikmyndir tilnefndar í hópi bestu kvikmynda ársins. Þetta eru:

Lincoln





Amour



Argo



Life of Pi



Beasts of the Southern Wild



Silver Linings Playbook



Django Unchained



Zero Dark Thirty



Les Misérables



Þeir leikarar sem tilnefndir eru til verðlauna fyrir leik sinn Bradley Cooper fyrir Silver Linings Playbook, Joaquin Phoenix fyrir The Master, Daniel Day-Lewis fyrir Lincoln, Denzel Washington fyrir Flight og Hugh Jackman fyrir Les Misérables.

Þær leikkonur sem hlutu tilnefningu er: Jessica Chastain fyrir Zero Dark Thirty, Quvenzhané Wallis fyrir Beasts of the Southern Wild, Jennifer Lawrence fyrir Silver Linings Playbook, Naomi Watts fyrir The Impossible og Emmanuelle Riva fyrir Amour.

Þeir leikstjórar sem þóttu skara fram úr í ár fyrir kvikmyndir sínar eru: Michael Haneke fyrir Amour, Benh Zeitlin fyrir Beasts of the Southern Wild, Ang Lee fyrir Life of Pi, Steven Spielberg fyrir Lincoln og David O. Russell fyrir Silver Linings Playbook.

Handritshöfundar sem tilnefndir eru fyrir frumsamið handrið eru: Michael Haneke fyrir Amour, Quentin Tarantino fyrir Django Unchained, John Gatins fyrir Flight, Wes Anderson og Roman Coppola fyrir Moonrise Kingdom og Mark Boal fyrir Zero Dark Thirty.

Hægt er að nálgast tilnefningarnar í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×