Erlent Flóðbylgjuviðvörun gefin út eftir skjálfta við Kosta Ríku Jarðskjálfti af stærðinni 7,9 skók norðvesturströnd Kosta Ríku í dag. Skjálftinn varð um 50 mílur suður af Líberíu og var á 12,4 mílna dýpi. Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út. Erlent 5.9.2012 15:18 Gufusprenging í kjarnorkuveri í Frakklandi Gufusprenging átti sér stað í Fessenheim kjarnorkuverinu í Frakkland fyrir skömmu. Lögreglan þar í landi hefur staðfest að tveir starfsmenn hafi slasast í sprengingunni. Erlent 5.9.2012 15:15 Árásarmennirnir völdu Sigrid af handahófi Ekki er talið að nein tengsl hafi verið á milli hinnar sextán ára gömlu norsku Sigridar og mannanna tveggja sem grunaðir eru um að hafa orðið henni að bana. Stúlkunnar hafði verið leitað í mánuð áður en hún fannst látin í fyrrakvöld. Norska lögreglan sagði á blaðamannafundi í dag að unnið væri eftir fjölmörgum tilgátum. Sú helsta væri að mennirnir hefðu valið fórnarlamb sitt af handahófi. Erlent 5.9.2012 14:34 Framandi spendýr ógna náttúru Evrópu Innreið spendýra á borð við villisvín, þvottabirni, bjór og snáldurmýs í Evrópu er mun umfangsmeiri en áður var talið. Erlent 5.9.2012 14:29 Flugeldaverksmiðja sprakk í Indlandi Rúmlega þrjátíu létust þegar sprenging varð í flugeldaverksmiðju í suðurhluta Indlands í nótt. Hátt í tuttugu særðust, margir hverjir alvarlega. Erlent 5.9.2012 13:37 Meintir morðingjar neita sök Mennirnir tveir sem eru í haldi vegna hvarfs Sigridar Sjetne, norsku stúlkunnar sem fannst látin á mánudag eftir að hafa verið saknað í rúman mánuð, neita báðir sök og segjast báðir hafa fjarvistasannanir. Erlent 5.9.2012 12:00 FBI sakað um að njósna um viðskiptavini Apple Alríkislögreglan í Bandaríkjunum þvertekur fyrir að hafa njósnað um viðskiptavini Apple. Tölvuþrjótar birtu í gær notendanöfn og persónuupplýsingar rúmlega milljón Apple-notenda. Hópurinn heldur því fram að upplýsingarnar hafi verið teknar af fartölvu sem útsendari FBI notaði til að fylgjast með viðskiptavinum fyrirtækisins. Erlent 5.9.2012 11:36 Múslímskir harðlínumenn rústuðu bar í Túnis Hópur múslímska harðlínumanna, sem kallast Salafistar, réðist í fyrrinótt inn á hótel í bænum Sidi Bouzid í Túnis og lagði bar hótelsins í rúst. Ástæðan fyrir þessari árás var að áfengi var selt á barnum. Erlent 5.9.2012 07:12 Aðskilnaðarsinnar sigruðu í þingkosningum í Quebec Flokkur aðskilnaðarsinna var sigurvegari þingkosninganna í Quebec ríki í Kanada. Erlent 5.9.2012 07:00 Michelle Obama ræddi um bandaríska drauminn Michelle Obama forsetafrú Bandaríkjanna þótti standa sig vel í opnunarræðu sinni á flokksþingi Demókrataflokksins sem nú stendur yfir í Norður Karólínu. Erlent 5.9.2012 06:55 Varðskip bjargaði tíu mönnum af skútu við Færeyjar Áhöfinni á færeyska varðskipinu Brimil tókst undir kvöld í gær að bjarga tíu manna áhöfn pólskrar skútu, sem rak stjórnlaust í stórsjó vestur af Færeyjum. Erlent 5.9.2012 06:45 Mikil umræða um "Bermúda þríhyrning" í Englandi Mikil umræða hefur skapast í Englandi um að þar sé til staðar svæði sem svipar til Bermúda þríhyrningsins svokallaða. Erlent 5.9.2012 06:30 Barinn opinn öllum nemendum Læknafélag Danmerkur vill að unglingum undir lögaldri verði meinað að kaupa áfengi á barnum á skólaböllum. Samkvæmt könnun danska blaðsins Politiken leyfa sjö af hverjum tíu menntastofnunum fyrir unglinga á framhaldsskólaaldri öllum nemendunum að kaupa áfengi á skólaskemmtunum. Erlent 5.9.2012 05:00 Fannst látin í skógarlundi Lögreglan í Noregi staðfesti í gær að lík, sem fannst á mánudagskvöld í bænum Kolbotn, væri af Sigrid Giskegjerde Schjetne, sextán ára stúlku sem leitað hefur verið að í mánuð. Erlent 5.9.2012 04:00 Ræðast við fyrst í Noregi og síðar á Kúbu Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, tilkynnti í sjónvarpsávarpi í gær að formlegar friðarviðræður við FARC-skæruliðasamtökin væru að hefjast. Erlent 5.9.2012 03:00 Vandi flóttabarna frá Sýrlandi fer vaxandi UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, á Íslandi hefur í dag söfnun til styrktar neyðaraðgerðum til hjálpar sýrlenskum börnum í flóttamannabúðum í nágrannaríkjunum. Erlent 5.9.2012 02:00 Áhöfn skútunnar bjargað 10 manna áhöfn pólskrar skútu sem komst í hann krappan undan ströndum Færeyja hefur verið bjargað um borð í danska varðskipið Brimil. Erlent 4.9.2012 21:17 Staðfest að Sigrid er látin Stúlkan sem fannst látin í úthverfi Oslóar í Noregi í gærkvöld er Sigrid Schjetne. Lögreglan í Oslo staðfesti þetta á blaðamannafundi sem hófst nú klukkan fjögur. Erlent 4.9.2012 16:04 Harmleikur í Marokkó Að minnsta kosti fjörutíu og tveir létust þegar rúta rann niður í gil í Atlasfjöllum í Marokkó í nótt. Erlent 4.9.2012 16:01 Norska lögreglan boðar til blaðamannafundar vegna líkfundar Norska lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar vegna líkfundar í úthverfi Oslóar í gærkvöld. Nú eftir hádegið í dag var ekki orðið ljóst hvort umrætt lík er af Sigrid Schjetne sem saknað hefur verið frá því í byrjun ágúst. Jørn Kristian Jørgensen, hjá samskiptamiðstöð norsku lögreglunnar, segir að í dag muni fara fram vinna við að bera kennsl á líkið. Erlent 4.9.2012 14:30 Vírus sem drepur krabbamein - Lækning sett á ís Ódýr og fljótvirk meðferð við krabbameini er nú geymd í frystikistu sænska erfðafræðingsins Magnus Essand í háskólasjúkrahúsinu í Uppsölum. Tilraunir á músum hafa gengið vonum framar. Því miður er ólíklegt að rannsóknir á mönnum hefjist á næstu árum. Erlent 4.9.2012 12:26 Hugsanlegt að lík sem fannst sé af Sigrid Ekki er útilokað að lík sem fundist hefur í Noregi sé af hinni sextán ára gömlu Sigrid Schjetne, sem leitað hefur verið að í um mánuð. Líkið fannst á bak í skógi á bakvið bensínstöð við Kolbotn. Lögreglan segir að á þessari stundu sé ekkert hægt að segja um kyn eða aldur þess sem líkið er af. Erlent 4.9.2012 10:24 Lífrænt ræktuð matvæli ekki hollari en þau hefðbundnu Ný samantekt á vegum vísindamanna við Stanford háskólann sýnir að lífrænt ræktuð matvæli eru ekki hollari mönnum en þau hefðbundnu. Erlent 4.9.2012 07:04 Kókaíndrottning Kólombíu skotin til bana í Medellin Griselda Blanco sem kölluð hefur verið kókaíndrottning Kólombíu var skotin til bana á götu úti í borginni Medellin í gærdag. Erlent 4.9.2012 06:50 Portúgalir biðja ESB um aðstoð vegna skógarelda Stjórnvöld í Portúgal hafa farið fram á aðstoð Evrópusambandsins vegna mikilla skógarelda sem geisa í mið- og norðurhluta landsins. Erlent 4.9.2012 06:45 Draugaskip vekur athygli í Bandaríkjunum Brakið úr gömlu strönduðu skipi undan strönd Alabama í Bandaríkjunum hefur vakið töluverða athygli en Bandaríkjamenn kalla þetta skip núna draugaskipið. Erlent 4.9.2012 06:36 Fleiri námuverkamenn urðu fyrir skotum lögreglu Fjórir námuverkamenn í Suður-Afríku særðust í gær þegar lögregla beitti bæði táragasi og gúmmískotum. Einn þeirra er alvarlega særður. Erlent 4.9.2012 03:00 Telur verkið nánast ómögulegt Sýrlenski herinn varpaði í gær sprengjum á bæinn al Bab, sem er skammt frá tyrknesku landamærunum. Árásirnar kostuðu að minnsta kosti 19 manns lífið. Átökin í landinu hafa kostað meira en 23 þúsund manns lífið frá því þau hófust snemma á síðasta ári. Erlent 4.9.2012 02:00 Harry grínast með sundlaugarpartíið Harry Bretaprins tekur sjálfan sig augljóslega ekki of hátíðlega því þegar hann kom í dag fram opinberlega í fyrsta sinn síðan myndir af honum berum í sundlaugarpartíi í Las Vegas fóru eins og eldur í sinu um fjölmiðla heimsins gerði hann grín að uppátækinu. Erlent 3.9.2012 21:28 Skógareldar við Los Angeles Slökkviliðsmenn í Los Angeles í Bandaríkjunum berjast nú við mikla skógarelda sem blossuðu upp í gær. Rúmlega 1.600 hektara svæði hefur orðið eldi að bráð en slökkviliðsmönnum hefur aðeins tekist að hemja um fimm prósent eldanna. Erlent 3.9.2012 16:27 « ‹ ›
Flóðbylgjuviðvörun gefin út eftir skjálfta við Kosta Ríku Jarðskjálfti af stærðinni 7,9 skók norðvesturströnd Kosta Ríku í dag. Skjálftinn varð um 50 mílur suður af Líberíu og var á 12,4 mílna dýpi. Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út. Erlent 5.9.2012 15:18
Gufusprenging í kjarnorkuveri í Frakklandi Gufusprenging átti sér stað í Fessenheim kjarnorkuverinu í Frakkland fyrir skömmu. Lögreglan þar í landi hefur staðfest að tveir starfsmenn hafi slasast í sprengingunni. Erlent 5.9.2012 15:15
Árásarmennirnir völdu Sigrid af handahófi Ekki er talið að nein tengsl hafi verið á milli hinnar sextán ára gömlu norsku Sigridar og mannanna tveggja sem grunaðir eru um að hafa orðið henni að bana. Stúlkunnar hafði verið leitað í mánuð áður en hún fannst látin í fyrrakvöld. Norska lögreglan sagði á blaðamannafundi í dag að unnið væri eftir fjölmörgum tilgátum. Sú helsta væri að mennirnir hefðu valið fórnarlamb sitt af handahófi. Erlent 5.9.2012 14:34
Framandi spendýr ógna náttúru Evrópu Innreið spendýra á borð við villisvín, þvottabirni, bjór og snáldurmýs í Evrópu er mun umfangsmeiri en áður var talið. Erlent 5.9.2012 14:29
Flugeldaverksmiðja sprakk í Indlandi Rúmlega þrjátíu létust þegar sprenging varð í flugeldaverksmiðju í suðurhluta Indlands í nótt. Hátt í tuttugu særðust, margir hverjir alvarlega. Erlent 5.9.2012 13:37
Meintir morðingjar neita sök Mennirnir tveir sem eru í haldi vegna hvarfs Sigridar Sjetne, norsku stúlkunnar sem fannst látin á mánudag eftir að hafa verið saknað í rúman mánuð, neita báðir sök og segjast báðir hafa fjarvistasannanir. Erlent 5.9.2012 12:00
FBI sakað um að njósna um viðskiptavini Apple Alríkislögreglan í Bandaríkjunum þvertekur fyrir að hafa njósnað um viðskiptavini Apple. Tölvuþrjótar birtu í gær notendanöfn og persónuupplýsingar rúmlega milljón Apple-notenda. Hópurinn heldur því fram að upplýsingarnar hafi verið teknar af fartölvu sem útsendari FBI notaði til að fylgjast með viðskiptavinum fyrirtækisins. Erlent 5.9.2012 11:36
Múslímskir harðlínumenn rústuðu bar í Túnis Hópur múslímska harðlínumanna, sem kallast Salafistar, réðist í fyrrinótt inn á hótel í bænum Sidi Bouzid í Túnis og lagði bar hótelsins í rúst. Ástæðan fyrir þessari árás var að áfengi var selt á barnum. Erlent 5.9.2012 07:12
Aðskilnaðarsinnar sigruðu í þingkosningum í Quebec Flokkur aðskilnaðarsinna var sigurvegari þingkosninganna í Quebec ríki í Kanada. Erlent 5.9.2012 07:00
Michelle Obama ræddi um bandaríska drauminn Michelle Obama forsetafrú Bandaríkjanna þótti standa sig vel í opnunarræðu sinni á flokksþingi Demókrataflokksins sem nú stendur yfir í Norður Karólínu. Erlent 5.9.2012 06:55
Varðskip bjargaði tíu mönnum af skútu við Færeyjar Áhöfinni á færeyska varðskipinu Brimil tókst undir kvöld í gær að bjarga tíu manna áhöfn pólskrar skútu, sem rak stjórnlaust í stórsjó vestur af Færeyjum. Erlent 5.9.2012 06:45
Mikil umræða um "Bermúda þríhyrning" í Englandi Mikil umræða hefur skapast í Englandi um að þar sé til staðar svæði sem svipar til Bermúda þríhyrningsins svokallaða. Erlent 5.9.2012 06:30
Barinn opinn öllum nemendum Læknafélag Danmerkur vill að unglingum undir lögaldri verði meinað að kaupa áfengi á barnum á skólaböllum. Samkvæmt könnun danska blaðsins Politiken leyfa sjö af hverjum tíu menntastofnunum fyrir unglinga á framhaldsskólaaldri öllum nemendunum að kaupa áfengi á skólaskemmtunum. Erlent 5.9.2012 05:00
Fannst látin í skógarlundi Lögreglan í Noregi staðfesti í gær að lík, sem fannst á mánudagskvöld í bænum Kolbotn, væri af Sigrid Giskegjerde Schjetne, sextán ára stúlku sem leitað hefur verið að í mánuð. Erlent 5.9.2012 04:00
Ræðast við fyrst í Noregi og síðar á Kúbu Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, tilkynnti í sjónvarpsávarpi í gær að formlegar friðarviðræður við FARC-skæruliðasamtökin væru að hefjast. Erlent 5.9.2012 03:00
Vandi flóttabarna frá Sýrlandi fer vaxandi UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, á Íslandi hefur í dag söfnun til styrktar neyðaraðgerðum til hjálpar sýrlenskum börnum í flóttamannabúðum í nágrannaríkjunum. Erlent 5.9.2012 02:00
Áhöfn skútunnar bjargað 10 manna áhöfn pólskrar skútu sem komst í hann krappan undan ströndum Færeyja hefur verið bjargað um borð í danska varðskipið Brimil. Erlent 4.9.2012 21:17
Staðfest að Sigrid er látin Stúlkan sem fannst látin í úthverfi Oslóar í Noregi í gærkvöld er Sigrid Schjetne. Lögreglan í Oslo staðfesti þetta á blaðamannafundi sem hófst nú klukkan fjögur. Erlent 4.9.2012 16:04
Harmleikur í Marokkó Að minnsta kosti fjörutíu og tveir létust þegar rúta rann niður í gil í Atlasfjöllum í Marokkó í nótt. Erlent 4.9.2012 16:01
Norska lögreglan boðar til blaðamannafundar vegna líkfundar Norska lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar vegna líkfundar í úthverfi Oslóar í gærkvöld. Nú eftir hádegið í dag var ekki orðið ljóst hvort umrætt lík er af Sigrid Schjetne sem saknað hefur verið frá því í byrjun ágúst. Jørn Kristian Jørgensen, hjá samskiptamiðstöð norsku lögreglunnar, segir að í dag muni fara fram vinna við að bera kennsl á líkið. Erlent 4.9.2012 14:30
Vírus sem drepur krabbamein - Lækning sett á ís Ódýr og fljótvirk meðferð við krabbameini er nú geymd í frystikistu sænska erfðafræðingsins Magnus Essand í háskólasjúkrahúsinu í Uppsölum. Tilraunir á músum hafa gengið vonum framar. Því miður er ólíklegt að rannsóknir á mönnum hefjist á næstu árum. Erlent 4.9.2012 12:26
Hugsanlegt að lík sem fannst sé af Sigrid Ekki er útilokað að lík sem fundist hefur í Noregi sé af hinni sextán ára gömlu Sigrid Schjetne, sem leitað hefur verið að í um mánuð. Líkið fannst á bak í skógi á bakvið bensínstöð við Kolbotn. Lögreglan segir að á þessari stundu sé ekkert hægt að segja um kyn eða aldur þess sem líkið er af. Erlent 4.9.2012 10:24
Lífrænt ræktuð matvæli ekki hollari en þau hefðbundnu Ný samantekt á vegum vísindamanna við Stanford háskólann sýnir að lífrænt ræktuð matvæli eru ekki hollari mönnum en þau hefðbundnu. Erlent 4.9.2012 07:04
Kókaíndrottning Kólombíu skotin til bana í Medellin Griselda Blanco sem kölluð hefur verið kókaíndrottning Kólombíu var skotin til bana á götu úti í borginni Medellin í gærdag. Erlent 4.9.2012 06:50
Portúgalir biðja ESB um aðstoð vegna skógarelda Stjórnvöld í Portúgal hafa farið fram á aðstoð Evrópusambandsins vegna mikilla skógarelda sem geisa í mið- og norðurhluta landsins. Erlent 4.9.2012 06:45
Draugaskip vekur athygli í Bandaríkjunum Brakið úr gömlu strönduðu skipi undan strönd Alabama í Bandaríkjunum hefur vakið töluverða athygli en Bandaríkjamenn kalla þetta skip núna draugaskipið. Erlent 4.9.2012 06:36
Fleiri námuverkamenn urðu fyrir skotum lögreglu Fjórir námuverkamenn í Suður-Afríku særðust í gær þegar lögregla beitti bæði táragasi og gúmmískotum. Einn þeirra er alvarlega særður. Erlent 4.9.2012 03:00
Telur verkið nánast ómögulegt Sýrlenski herinn varpaði í gær sprengjum á bæinn al Bab, sem er skammt frá tyrknesku landamærunum. Árásirnar kostuðu að minnsta kosti 19 manns lífið. Átökin í landinu hafa kostað meira en 23 þúsund manns lífið frá því þau hófust snemma á síðasta ári. Erlent 4.9.2012 02:00
Harry grínast með sundlaugarpartíið Harry Bretaprins tekur sjálfan sig augljóslega ekki of hátíðlega því þegar hann kom í dag fram opinberlega í fyrsta sinn síðan myndir af honum berum í sundlaugarpartíi í Las Vegas fóru eins og eldur í sinu um fjölmiðla heimsins gerði hann grín að uppátækinu. Erlent 3.9.2012 21:28
Skógareldar við Los Angeles Slökkviliðsmenn í Los Angeles í Bandaríkjunum berjast nú við mikla skógarelda sem blossuðu upp í gær. Rúmlega 1.600 hektara svæði hefur orðið eldi að bráð en slökkviliðsmönnum hefur aðeins tekist að hemja um fimm prósent eldanna. Erlent 3.9.2012 16:27