Erlent

Leiðtogar sértrúarsafnaðar teknir af lífi

Tveir fyrrverandi leiðtogar sértrúarsafnaðar í Japan voru teknir af lífi í nótt. Um er að ræða karl og konu en þau voru fundin sek um að hafa myrt sex einstaklinga í særingarathöfnum á nokkurra ára tímabili.

Erlent

Fyrstu ljósmyndirnar innan úr Ryuyong

Hið alræmda Ryuyong-hótel í hjarta Pyonyang, höfuðborg Norður-Kóreu, hefur heillað marga í gegnum tíðina. Hótelið hefur staðið tómt í rúman aldarfjórðung — stjórnvöld í Norður-Kóreu létu þó fullklára glervegginn sem umlykur hótelið.

Erlent

Nýjasta skáldsaga J.K. Rowling komin út

Nýjasta skáldsaga breska rithöfundarins J.K. Rowling, The Casual Vacancy, kom út í dag. Gríðarleg eftirvænting hefur verið fyrir bókinni en 2.6 milljón eintök af henni seldust í forsölu.

Erlent

Selja nákvæmar eftirlíkingar af Litlu hafmeyjunni

Þeir sem hafa látið sig dreyma um að eignast styttu af Litlu hafmeyjunni í Kaupmannahöfn, og þeir eru eflaust fjölmargir, geta nú látið drauminn rætast en danskt fyrirtæki hefur nú til sölu eða leigu þrjár styttur, nákvæmar eftirlíkingar af styttunni frægu við Löngulínu í Kaupmannahöfn.

Erlent

Slæmt að fylgjast með sínum fyrrverandi

Þeir sem fylgjast með sínum fyrrverandi á Face-book eru lengur að ná sér eftir sambandsslit en þeir sem gera það ekki. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerð var í San Diego í Bandaríkjunum. Í rannsókninni var fylgst með hvernig 464 einstaklingum, sem notuðu Facebook, tókst að jafna sig eftir sambandsslit.

Erlent

Segir ákærur vera pólitískar

„Ég hef ekkert að fela,“ sagði Julius Malema, suðurafrískur stjórnmálamaður sem kom fyrir rétt í gær sakaður um spillingu, skattsvik og peningaþvætti. „Þeir eru að eyða tíma sínum,“ sagði hann.

Erlent

Mörg landsvæði standa höllum fæti þrátt fyrir olíugróða

Þrátt fyrir að efnahagsuppgangur Noregs hafi verið fordæmalítill síðustu fjóra áratugi eru í dag margar atvinnugreinar sem standa höllum fæti. Mótsögnin felst einmitt í því að umsvif og gróði af olíugeiranum hefur í för með sér aukinn framfærslukostnað, hærri laun og sterkara gengi norsku krónunnar sem kemur niður á samkeppnishæfi annarra greina.

Erlent

Leyniréttarhöldum hafnað

Fulltrúar á landsfundi flokks frjálsra demókrata í Bretlandi höfnuðu frumvarpi um leyniréttarhöld, sem breska stjórnin hugðist fá þjóðþingið til að samþykkja.

Erlent

Hundruð manna án heimilis

Í Bretlandi hefur ekki rignt jafn mikið í september í þrjátíu ár. Í norðurhluta Englands hafa hundruð manna þurft að forða sér að heiman, eða að minnsta kosti að koma sér fyrir á efri hæðum húsa, meðan mestu flóðin ganga yfir. Spáð er úrhellisrigningu áfram og fólk beðið um að hafa varann á.

Erlent

Aðhaldi mótmælt í Aþenu

Óeirðalögreglan í Grikklandi lenti í hörðum átökum við mótmælendur í gær eftir að fjölmennur mótmælafundur í Aþenu snerist upp í óeirðir. Mótmælendur köstuðu eldsprengjum, grjóti og glerflöskum í lögregluna.

Erlent

Ellefu ára piltur varð fyrir eldingu

Ellefu ára gamall piltur varð fyrir eldingu í Swindon í Bretlandi í dag. Drengurinn er sagður vera stórslasaður en hann fór í hjartastopp eftir að eldingunni laust niður.

Erlent

Leigðar fartölvur geta tekið myndir af þér í stofunni

Sjö tölvur, sem viðskiptavinir leigðu af tölvuleigum, tóku myndir af þeim, þar á meðal pari í miðjum ástarlotum. Þetta kemur fram á vef BBC en um er að ræða fartölvur sem fólk leigir en í þeim er forrit sem kallast "PC Rental Agent“ og er hugsað til þess að endurheimta tölvurnar greiði viðskiptavinur ekki af þeim eða neitar að skila gripnum.

Erlent

Mikil flóð í Newcastle

Mikil flóð geysa nú í Bretlandi og Wales og hafa þúsundir neyðst til að yfirgefa heimili sín. Gefnar hafa verið út flóðaviðvaranir á fimmtíu og sjö stöðum en hættuástandi hefur verið lýst yfir á rúmlega hundrað stöðum í Bretlandi.

Erlent

Reyndust hafa flensu en ekki banvæna veiru

Þeir sex einstaklingar sem lagðir voru inn á spítala í Óðinsvéum og Hvidovre í Danmörku vegna gruns um að þeir væru með coronaveiru eru bara með venjulega flensu. Þetta kemur fram í fréttum Danmarks Radio.

Erlent

Yfir 30 þúsund hafa fallið í Sýrlandi

Tvær öflugar sprengjur sprungu í miðborg Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í dag. Bandalag uppreisnarmanna hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og segja að tugir stjórnarhermanna hafi fallið.

Erlent

Grikkland í lamasessi - óeirðir og átök

Til átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda fyrir utan þinghúsið í Aþenu í Grikklandi í dag. Tugir þúsunda mótmæla nú í höfuðborginni en hið sama er upp á teningnum í Madríd á Spáni.

Erlent

Hátt í hundrað þúsund slösuðust á trampólíni

Það ætti að letja börn til þess að nota trampólín, segja læknar í Bandaríkjunum. Slík tæki séu einfaldlega of hættuleg. Samtök barnalækna í Bandaríkjunum telja að um 98 þúsund manns slasist á hverju ári þar í landi af völdum trampólína og mörg þeirra séu börn.

Erlent

Annað tilfelli af veirusýkingu í Danmörku

Eitt tilfelli í viðbót af það sem kallað er Corona veirunni hefur fundist í Danmörku en veiran er skyld hinni lífshættulegu SARS veiru. Um er að ræða sjúkling sem haldið er í einangrun á sjúkrahúsinu í Hvidovre.

Erlent