Fótbolti

Barcelona hefur áhuga á að kaupa Toni í janúar

Ítalski framherjinn Luca Toni gæti verið á leiðinni til spænsku Evrópumeistaranna í Barcelona í janúarglugganum ef marka má fréttir frá Ítalíu. Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, hefur áhuga á að bæta við framherja þrátt fyrir að Zlatan Ibrahimovic hafi skoraði í fyrstu tveimur deildarleikjum liðsins.

Fótbolti

Fagnaðarlæti og takka-tröðkun Adebayor fara bæði fyrir aganefndina

Stjórnarformaður enska knattspyrnusambandsins hefur staðfest það að Aganefnd enska knattspyrnusambandsins muni á næsta fundi sínum á morgun taka fyrir tvö atvik tengd Emmanuel Adebayor í leik Manchester City og Arsenal í gær. Adebayor fór mikinn á móti sínum gömlu félögum, lét finna fyrir sér í tæklingum og skoraði síðan þriðja mark sinna manna.

Enski boltinn

Makelele: Eiður Smári getur orðið nýja stjarnan í frönsku deildinni

Claude Makelele er fyrrum félagi Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Chelsea og verður mótherji hans í fyrsta leik Eiðs með AS Monaco á morgun. Makelele er leikmaður Paris Saint-Germain sem sækir Monakó-liðið heim á morgun. Makelele hrósar okkar manni mikið í viðtölum fyrir leik liðanna sem verður í beinni á Stöð2 Sport klukkan 19.00 í kvöld.

Fótbolti

Capello: Heskey er lykillinn í leikkerfi enska landsliðsins

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, heldur mikla tryggð við Emile Heskey þrátt fyrir að Heskey hafi aðeins skorað 7 mörk í 56 landsleikjum. Heskey er og verður fastamaður í framlínu enska landsliðsins þrátt fyrir að Jermain Defoe hafi skorað 8 mörk í síðustu 10 landsleikjum sínum.

Enski boltinn

Van Persie: Adebayor ætlaði sér að meiða mig í dag

Hollendingurinn Robin van Persie hjá Arsenal hefur sakað fyrrum félaga sinn Emmanuel Adebayor um að hafa stigið viljandi á andlit sitt í 4-2 tapi Arsenal á móti Manchester City í dag. „Ég er leiður og vonsvikinn vegna þess að þetta var viljandi og hugsunarlaust," sagði Van Persie á heimasíðu Arsenal.

Enski boltinn

Ancelotti: Við áttum skilið að skora þetta mark

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, fagnaði vel þegar Florent Malouda tryggði Chelsea 2-1 sigur á Stoke á fjórðu mínútu uppbótartíma. Þetta var fimmti sigur liðsins í fimm leikjum og er Chelsea nú með þriggja stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Enski boltinn

Draumabyrjun Tottenham dugði ekki til að halda sigurgöngunni áfram

Sigurganga Tottenham í ensku úrvalsdeildinni endaði með 1-3 tapi fyrir Englandsmeisturum Manchester United á heimavelli á White Hart Lane í dag en Tottenham hafði unnið fjóra fyrstu leiki sína á tímabilinu. Það dugði ekki fyrir lærisveinana hans Harry Redknapp að komast yfir strax á fyrstu mínútu leiksins því United svaraði með þremur mörkum.

Enski boltinn

Adebayor: Fyrirgefið mér en tilfinningarnar tóku yfir

Emmanuel Adebayor baðst afsökunar á því eftir leik Man. City og Arsenal í dag að hafa hlaupið allan völlinn endilangan til þess að geta fagnað marki sínu fyrir fram stuðningsmenn Arsenal sem voru mættir til Manchester. Emmanuel Adebayor skoraði í fjórða leiknum í röð og átti flottan leik þegar Manchester City vann 4-2 sigur á Arsenal.

Enski boltinn

Harry Redknapp: Við getum alveg unnið United í dag

Harry Redknapp, stjóri Tottenham. býst við knattspyrnuviðburði á White Hart Lane í dag þegar Tottenham tekur á móti Englandsmeisturum Manchester United. Tottenham hefur unnið fjóra fyrstu leiki sína í deildinni og það hefur ekki gert oft á undanförnum árum að Spurs er ofar í töflunni þegar þessi lið mætasts.

Enski boltinn

Adebayor segir að Bendtner sé alltof mikill egóisti

Emmanuel Adebayor og Nicklas Bendtner eru ekki miklir vinir þrátt fyrir að hafa spilað saman hjá Arsenal í nokkur ár. Þeir háðu harða baráttu um sæti í byrjunarliðinu og hún hefur greinilega skilið eftir einhver sár nú þegar Adebayor hefur fært sig um set til Manchester City . Þeir Adebayor og Bendtner verða líklega í aðalhlutverki í dag þegar City tekur á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn