Fótbolti

FH-ingar á faraldsfæti

FH-ingarnir Matthías Vilhjálmsson og Davíð Þór Viðarsson hafa vakið athygli félaga á Norðurlöndunum sem hafa óskað eftir því að fá þá til reynslu.

Íslenski boltinn

Martinez ætlar ekki að refsa Scharner

Knattspyrnustjórinn Roberto Martinez hjá Wigan segist skilja vel viðbrögð varnar -og miðjumannsins Paul Scharner sem lét öllum illum látum eftir að vera skipt útaf í tapleiknum gegn Hull um helgina.

Enski boltinn

Skatt-man í heimsókn hjá Harry Redknapp

Knattpyrnustjórinn Harry Redknapp hjá Tottenham á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir en um helgina var orðrómur á kreiki um að hann væri að hætta sem stjóri Tottenham, en hann neitaði því staðfastlega.

Enski boltinn

Teitur og lærisveinar hans komnir í úrslit

Skagamaðurinn Teitur Þórðarson stýrði Vancouver Whitecaps til 3-3 jafnteflis gegn deildarmeisturunum í Portland Timbers í úrslitakeppni Norður-amerísku USL-1 deildarinnar í nótt en með jafntelfinu vann Whitecaps tveggja leikja rimmuna samanlagt 5-4.

Fótbolti

Eiður Smári á bekknum hjá Mónakó í kvöld

Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í byrjunarliði Monakó sem sækir Marseille heim í frönsku 1. deildinni í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem Eiður Smári er ekki í byrjunarliðinu síðan að hann kom til liðsins frá Barcelona en hann hefur ekki skorað í fyrstu fjórum leikjum sínum með liðinu.

Fótbolti

Benitez: Við sjáum til hvað gerist í apríl og maí

Rafael Benitez , stjóri Liverpool, er ekki tilbúinn að afskrifa titilvonir síns liðs þrátt fyrir 0-2 tap á móti Chelsea á Brúnni í dag. Þetta var þriðja tap Liverpool á tímabilinu og lið sem tapar 3 af fyrstu 8 leikjum sínum hefur ekki tekist að vinna enska titilinn síðustu 40 ár.

Enski boltinn

Freyr: Við pökkuðum þeim saman

Breiðhyltingar voru í aðalhlutverki í úrslitaleik VISA-bikars kvenna í dag. Laufey Ólafsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir, sem skoruðu fjögur af fimm mörkum Vals, hófu feril sinn í Leikni í Breiðholtinu rétt eins og þjálfarinn Freyr Alexandersson.

Íslenski boltinn

West Ham bjargaði stigi á móti tíu manna liði Fulham

West Ham fór illa með gott tækifæri til að koma sér upp úr fallsæti í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið mátti þakka fyrir 2-2 jafntefli á móti Fulham í dag. West Ham liðið komst í 1-0 og lék manni fleiri frá 40. mínútu. Everton og Stoke gerðu 1-1 jafntefli á sama tíma.

Enski boltinn