Fótbolti

Gattuso líklega á förum í janúar

Harðjaxlinn Gennaro Gattuso íhugar það alvarlega þessa dagana að hafa vistaskipti í janúar. Tækifærin hafa verið af skornum skammti hjá AC Milan í vetur og því íhugar Gattuso að fara annað.

Fótbolti

Giggs vill að Scholes haldi áfram

Ryan Giggs vill að félagi hans hjá Man. Utd, Paul Scholes, haldi áfram að spila með liðinu eftir þessa leiktíð. Scholes gaf það í skyn í síðustu viku að hann myndi hugsanlega leggja skóna á hilluna eftir þessa leiktíð.

Enski boltinn

Vidic ekki með gegn Wolfsburg

Vandræði varnarmannsins Nemanja Vidic, leikmanns Man. Utd, halda áfram en nú er ljóst að hann leikur ekki með liðinu gegn Wolfsburg í Meistaradeildinni á morgun.

Fótbolti

Rooney svaf meðan dregið var í riðla á HM

Wayne Rooney var ekki eins spenntur og margir þegar dregið var í riðla fyrir HM í Suður-Afríku. Hann svaf nefnilega eins og ungabarn þegar dregið var í riðlana og vissi ekki hvernig drátturinn fór fyrr en fimm tímum síðar.

Fótbolti

Tony Pulis og James Beattie slógust eftir Arsenal-leikinn

Tony Pulis, stjóri Stoke og leikmaður liðsins, James Beattie, lentu í hörku rifildi eftir 0-2 tap Stoke fyrir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Það þurfti á endanum að skilja þá í sundur þegar þeir voru farnir að slást. Þetta kemur fram í frétt hjá Guardian.

Enski boltinn

Eggert Gunnþór skoraði og lenti í átökum eftir leik

Eggert Gunnþór Jónsson skoraði eina mark Hearts í 1-2 tapi fyrir Hamilton í skosku úrvalsdeildinni í dag. Eggert minnkaði muninn í lok fyrri hálfleiks en Hearts lék manni færri frá 49. mínútu og voru síðan aðeins níu síðustu níu mínútur leiksins.

Fótbolti

Tottenham missti niður tveggja marka forskot á móti Everton

Tottenham mistókst að endurheimta þriðja sætið í ensku úrvalsdeildinni í dag eftir 2-2 jafntefli við Everton á Goodison Park. Tottenham komst í 2-0 í upphafi seinni hálfleiks en Everton jafnaði með tveimur mörkum á síðustu tólf mínútum leiksins. Jermain Defoe gat tryggt Tottenham sigurinn í uppbótartíma en lét Tim Howard verja frá sér vítaspyrnu.

Enski boltinn

Gullit: Robin Van Persie getur komið til baka og átt flotta HM

Ruud Gullit, fyrrum fyrirliði Evrópumeistaraliðs Hollands, trúir því að Robin van Persie eigi eftir að koma sterkur til baka eftir meiðslin og eiga flotta HM í Suður-Afríku næsta sumar. Van Persie verður frá keppni næstu fimm mánuði eftir að hafa meiðst á liðböndum í ökkla í vináttulandsleik á móti Ítölum.

Fótbolti

Figo: Englendingar eru ekki meðal þeirra sigurstranglegustu á HM

Portúgalinn Luis Figo, fyrrum leikmaður Inter, Barcelona og Real Madrid, hefur ekki mikla trú á enska landsliðinu á HM í Suður-Afríku næsta sumar. Englendingar eru bjartsýnir fyrir keppnina eftir glæsilega undankeppni en Figo hefur mesta trú á Spáni og meiri trú á afrísku þjóðunum en Englendingum.

Fótbolti

Richard Dunne segir samúðarverðlaun FIFA vera algjört grín

Richard Dunne, landsliðsmaður Íra, segir umræðu um sérstök samúðarverðlaun FIFA vera algjört grín og mógðun við írska landsliðið. FIFA er að plana það að veita Írum sérstök verðlaun vegna þess að þeir sátu efir í umspilinu á meðan Frakkar komust á HM á ólöglegu marki.

Fótbolti

Manchester United viðurkennir áhuga á Edin Dzeko

Mike Phelan,aðstoðarþjálfari Manchester United hefur viðurkennt að félagið hafi áhuga á að kaupa Edin Dzeko, framherja þýska liðsins Wolfsburg, í janúar. Bosníumaðurinn hefur verið orðaður við mörg stórlið eftir frábæra frammistöðu í bundesligunni en hann er aðeins 23 ára gamall.

Enski boltinn

Mourinho strunsaði í burtu eftir tap Inter á móti Juventus

Jose Mourinho, þjálfari Inter, gaf ekki kost á neinum viðtölum eftir 1-2 tap Inter Milan á móti Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Samkvæmt heimildum SkySport þá strunsaði Mourinho burtu skömmu eftir leik, fór framhjá blaðamönnunum og beint upp í liðsrútuna.

Fótbolti

Stuttgart búið að reka Markus Babbel

Markus Babbel var í dag rekinn frá þýska úrvalsdeildarliðinu Stuttgart en liðið hefur ekki unnið í síðustu átta leikjum sínum. Babbel sem er fyrrum leikmaður Bayern Munchen og Liverpool, hefur verið þjálfari Stuttgart síðan í nóvember 2008.

Fótbolti

Martin O'Neill: James Milner á að fara á HM

Martin O'Neill, stjóri Aston Villa, var ánægður með frammistöðu James Milner í 3-0 sigri liðsins á Hull í ensku úrvalsdeildinni í gær. Sigurinn kom Aston Villa upp fyrir Liverpool og í 5.sætið með jafnmörk stig og Tottenham en með lakari markatölu.

Enski boltinn

Arsene Wenger: Arshavin átti að skora þrennu

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sá lærisveina sína enda þriggja leikja taphrinu með því að vinna 2-0 sigur á Stoke í ensku úrvalsdeildinni í gær. Rússinn Andrey Arshavin átti flottan leik, skoraði eitt, lagði upp annað og fiskaði víti sem Cesc Fabregas lét Thomas Sorensen verja frá sér.

Enski boltinn

Cristiano Ronaldo bað félaga sína afsökunar eftir leikinn

Cristiano Ronaldo var fullur iðrunar eftir 4-2 sigurleik Real Madrid á Almeria í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Ronaldo var lykilmaður í að Real kom til baka eftir að hafa lent 1-2 undir en hann lét síðan reka sig útaf í lok leiksins. Ronaldo lét líka verja frá sér víti sem hann fékk sjálfur.

Fótbolti

Barcelona og Real Madrid ætla bæði að bjóða í Fabregas í janúar

Barcelona og Real Madrid keppa ekki bara um spænska meistaratitilinn í vetur því þau ætla í annarskonar keppni þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar nefnilega kapphlaupið um að ná að kaupa Cesc Fabregas frá Arsenal. Spænska blaðið Marca segir að fyrirliði Arsenal sé þegar búinn að ákveða það að fara frá Lundúnaliðinu eftir tímabilið.

Fótbolti

Lionel Messi skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Barcelona

Tvö mörk frá Lionel Messi og eitt frá Zlatan Ibrahimovic tryggðu Barcelona dýrmætan útisigur á Deportivo La Coruna í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Messi kom Barcelona tvisvar yfir í leiknum og Zlatan innsiglaði síðan sigurinn í blálokin.

Fótbolti