Fótbolti

Mancini: Shay er besti markvörðurinn í ensku deildinni

„Þetta var góður leikur að mínu mati. Leikmennirnir mínir voru frábærir því það er ekki auðvelt að spila á móti Stoke. Fyrsta vikan er allt í lagi og það var mikilvægt að finna rétta jafnvægið í liðinu," sagði Roberto Mancini, stjóri Manchester City eftir 2-0 sigur á Stoke í fyrsta leiknum undir hans stjórn í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Rafael Benitez: Steven Gerrard þarf að bæta sig

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, segir að fyrirliðinn hans, Steven Gerrard, finnist hann sjálfur ekki vera í nægilega góðu formi. Gerrard var með 11 mörk og Liverpool í toppsæti deildarinnar á sama tíma í fyrra en nú er hann aðeins með búinn að skora fjögur og Liverpool situr í 8. sætinu.

Enski boltinn

West Ham vann Portsmouth og komst upp úr fallsæti

West Ham vann 2-0 sigur á Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni í dag en stigin þrjú nægðu lærisveinum Gianfranco Zola til þess að komast upp úr fallsæti. Á sama tíma gerðu Fulham og Tottenham markalaust jafntefli.

Enski boltinn

Ferguson: Verð ennþá hjá United þegar Mancini verður rekinn

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur látið í sér heyra yfir framkomu Manchester City gagnvart gamla lærisveini sínum Mark Hughes. Ferguson spáir því að Mancini verði ekki langlífur í starfi hjá nágrönnunum ekkert frekar en þeir þrettán stjórar sem hafa komið og farið á meðan Ferguson hefur stýrt Manchester United.

Enski boltinn

Joe Hart fyrstur til að halda hreinu á móti Chelsea

Vandræði Chelsea héldu áfram í dag þegar liðið náði aðeins markalausu jafntefli á móti Birmingham í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar. Birmingham-liðið sýndi í þessum leik að það er engin tilviljun að liðið sé í 7. sæti deildarinnar.

Enski boltinn

Pandev færist nær Inter

Fjölmiðlar á Ítalíu er þess fullvissir um að Goran Pandev muni skrifa undir hjá Inter á næstu dögum. Hann losnaði undan samningi hjá Lazio í vikunni.

Fótbolti

Benítez: Gerrard vill bæta sig

Rafael Benítez viðurkennir að hann hafi rætt sérstaklega við Steven Gerrard vegna leikforms fyrirliðans. Gerrard hefur oft leikið betur en Liverpool hefur sem kunnugt er átt afleitu gengi að fagna á tímabilinu.

Fótbolti

Redknapp vill Bellamy en selur ekki Keane

Robbie Keane verður ekki seldur frá Tottenham í janúar. Eitt ár er síðan Keane fór aftur til félagsins eftir misheppnaða dvöl hjá Liverpool en er ekki fastur byrjunarliðsmaður í liðinu, þrátt fyrir að bera fyrirliðabandið.

Fótbolti

Roy Keane: Hughes er betur settur án City

Roy Keane stjóri Ipswich segir að vinur sinn Mark Hughes hafi gert mistök með því að fara til Manchester City. Félagarnir spiluðu saman hjá Manchester United á sínum tíma og vegna tengslanna við Old Trafford er þetta skoðun Keane.

Fótbolti