Fótbolti

Beckham: City verður aldrei stærra en United

David Beckham, fyrrum leikmaður Man. Utd, tekur þátt í upphitun fyrir leik Man. Utd og Man. City í deildarbikarnum í kvöld. Beckham er á því að þó svo City eigi nóg af peningum verði félagið aldrei stærra en United.

Enski boltinn

Zlatan og Mourinho fengu ítalska Óskarinn

Svíinn Zlatan Ibrahimovic var valinn besti leikmaður ítölsku deildarinnar leiktíðina 2008-09 en þetta er annað árið í röð sem Zlatan hlýtur þessi verðlaun sem Ítalarnir kalla einfaldlega Óskarinn.

Fótbolti

Essien verður lengi frá

Landslið Ghana og Chelsea urðu fyrir miklu áfalli í dag þegar það varð ljóst að miðjumaðurinn Michael Essien spilar ekki fótbolta næstu vikurnar vegna hnémeiðsla.

Enski boltinn

Henry ekki refsað

Aganefnd alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, ákvað á fundi sínum í dag að refsa ekki Thierry Henry fyrir óheiðarlegan leik gegn Írum.

Fótbolti

Henry mætir aganefnd FIFA

Thierry Henry gengur á fund aganefndar FIFA í dag en þá verður honum gert að útskýra mál sitt varðandi markið fræga er kom Frökkum á HM. Eins og kunnugt er lagði Henry boltann fyrir sig með hendinni áður en hann lagði upp markið.

Fótbolti

Ronaldinho með þrennu fyrir AC Milan

Brasilíumaðurinn Ronaldinho skoraði þrennu fyrir AC Milan þegar liðið vann 4-0 sigur á Siena í ítölsku deildinni í dag. AC Milan minnkaði forskot nágrannanna í Inter í sex stig með þessum góða sigri en Inter náði aðeins 2-2 jafntefli á móti Bari á laugardaginn.

Fótbolti

Lionel Messi sá yngsti til að skora hundrað mörk fyrir Barcelona

Argentínumaðurinn Lionel Messi varð í gær yngsti leikmaður Barcelona frá upphafi til þess að ná því að skora hundrað mörk fyrir félagið. Messi skoraði tvö mörk í 4-0 sigri á Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni í gær og fyrra markið hans í leiknum var númer hundraðasta í aðeins 188 leikjum.

Fótbolti

Arsenal fylgir toppliðunum fast eftir - vann Bolton 2-0

Arsenal er þremur stigum á eftir toppliði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni eftir 2-0 sigur á Bolton á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Cesc Fabregas og Fran Merida skoruðu mörk Arsenal-manna eftir sendingar frá brasilíska Króatanum Eduardo da Silva.

Enski boltinn

Markalaust hjá Aston Villa og West Ham

Astion Villa náði aðeins einu stigi á heimavelli á móti West Ham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og Villa-menn þurfa að sýna meira ætli þeir sér að vera í hópi bestu liðanna.

Enski boltinn

Barcelona komið með fimm stiga forskot á Spáni

Barcelona tryggði sér fimm stiga forskot á Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir 4-0 sigur á Sevilla á Camp Nou í kvöld. Lionel Messi varð í leiknum sextándi leikmaður Barcelona sem nær því að skora hundrað mörk fyrir félagið en hann skoraði tvo síðustu mörk Barca.

Fótbolti