Fótbolti

Mascherano áfram á Anfield

Argentínski miðjumaðurinn Javier Mascherano ætlar að vera áfram hjá Liverpool og reiknar með að skrifa undir nýjan samning á komandi vikum. Mascherano var orðaður við spænska stórliðið Barcelona síðasta sumar.

Enski boltinn

Wenger sló á þráðinn til Eden Hazard

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur áhuga á miðjumanninum Eden Hazard sem leikur með Lille í Frakklandi. Samkvæmt fjölmiðlum í Frakklandi hringdi Wenger sjálfur í Hazard til að reyna að lokka hann til Lundúna.

Enski boltinn

Pellegrini og Diarra rifust

Lassana Diarra, betur þekktur sem Lass í herbúðum Real Madrid, er ósáttur við hvernig hefur verið komið fram við hann í síðustu leikjum.

Fótbolti

Wenger: Ekki búast við kraftaverki

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, biður stuðningsmenn liðsins um að búast ekki við of miklu of snemma frá Robin Van Persie. Þessi frábæri sóknarmaður hefur verið frá vegna ökklameiðsla síðan í nóvember.

Enski boltinn

Real Madrid vill fá Mourinho í sumar

Spænska stórliðið Real Madrid vill fá Jose Mourinho, þjálfara Inter, til að taka við stjórnartaumunum í sumar samkvæmt þarlendum fjölmiðlum. Talið er að Manuel Pellegrini verði látinn fara eftir tímabilið.

Fótbolti

Tímabilinu lokið hjá Ívari

Varnarmaðurinn Ívar Ingimarsson leikur ekki meira með Reading á tímabilinu en hann mun gangast undir uppskurð um helgina. Ívar er fyrirliði Reading en hann meiddist í 1-1 jafnteflisleik gegn Middlesbrough um helgina.

Enski boltinn

Mancini biðst afsökunar á hegðun sinni

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, gæti átt yfir höfði sér refsingu eftir hegðun sína í gær. Mancini og lærisveinar töpuðu fyrir Everton og misstu af mikilvægum stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Enski boltinn

Fer Fabregas til Mourinho?

Ítalíumeistarar Inter í Mílanó eru sagðir spenntir fyrir að fá fyrirliða Arsenal, Cesc Fabregas, í sínar raðir í sumar. Ítalskir fjölmiðlar fullyrða að Inter sé tilbúið að borga Arsenal 30 milljónir punda og láta hinn efnilega Mario Balotelli fylgja með í kaupunum en Inter telur hann 20 milljóna punda virði.

Enski boltinn