Fótbolti

Er stjórnunarstíll Real Madrid rugl?

Er stöðugleiki lykillinn að velgengni? Ekki alltaf. Margir hafa gagnrýnt Galactico stefnu Real Madrid og hörku forráðamanna félagsins sem heimta árangur. Ef hann næst ekki, ertu rekinn.

Fótbolti

Fabregas tæpur fyrir leikinn gegn Barcelona

Stuðningsmenn Arsenal fögnuðu eflaust innst inni þegar fréttist af því að Andrés Iniesta verður ekki með Barcelona í leik liðanna í Meistaradeildinni á miðvikudaginn. Þeir fengu þó slæm tíðindi í dag þar sem sjálfur Cesc Fabregas er tæpur fyrir leikinn.

Fótbolti

Hermann í tárum - Ferillinn í hættu?

Óvíst er hver næstu skref Hermanns Hreiðarssonar verða. Landsliðsfyrirliðinn meiddist illa um helgina og var borinn af velli með súrefnisgrímu í tapinu gegn Tottenham. Harðjaxlinn kallar ekki allt ömmu sína, sem væri enda óeðlilegt, en Harry Redknapp góðvinur Hermanns segist hafa séð hann gráta eftir leikinn.

Fótbolti

Zola á Sardiniu: Ég ætla að halda áfram

Gianfranco Zola er efstur meðal veðbanka yfir þá stjóra sem verða reknir í ensku úrvalsdeildinni. Nú segja heimildir Soccernet að Zola ætli sér ekki að hætta með West Ham heldur berjast áfram á grafarbakkanum.

Fótbolti

Torres: Þurfum sex sigra til að ná 4. sæti

Sex leikir eftir af deildinni og við þurfum að vinna þá alla. Þetta segir spænski markvarðarhrellirinn Fernando Torres hjá Liverpool. Markmið félagsins í dag er að ná fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sem væri í raun merkilega góður árangur miðað við arfaslakt tímabil.

Fótbolti

AC Milan náði aðeins jafntefli gegn Lazio

Enn einu sinni mistókst AC Milan að nýta sér að erkifjendurnir í Inter tapa stigum í ítalska boltanum. AC Milan náði aðeins jafntefli við Lazio á heimavelli en Lazio er rétt fyrir ofan fallsæti.

Fótbolti

Iniesta ekki með gegn Arsenal

Andres Iniesta getur ekki leikið með Barcelona gegn Arsenal í Meistaradeildinni á miðvikudag. Hann meiddist í sigurleik Börsunga gegn Mallorka í gær.

Fótbolti

Torres sá um Sunderland

Liverpool komst í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag með öruggum 3-0 sigri á Sunderland. Fernando Torres skorað tvö af mörkum Liverpool.

Enski boltinn

Skiptastjóri Portsmouth vill halda Grant

Andrew Andronikou, skiptastjóri Portsmouth, hefur beðið knattspyrnustjórann Avram Grant um að vera áfram hjá félaginu á næstu leiktíð. Andronikou er hæstráðandi hjá Portsmouth meðan það er í greiðslustöðvun.

Enski boltinn

Happa-vettlingarnir hjálpa Rooney

Samkvæmt frétt The Sun er Wayne Rooney, sóknarmaður Manchester United, ansi hjátrúarfullur varðandi svörtu vettlingana sína. Hann telur happa-vettlingana hafa hjálpað sér að raða inn mörkum.

Enski boltinn

Bolur Adebayor ekki talinn við hæfi

Emmanuel Adebayor, sóknarmaður Manchester City, skellti sér á tónleika með rapparanum 50 Cent sem fram fóru í Manchester á fimmtudagskvöld. Hann hefur verið gagnrýndur talsvert fyrir bolinn sem hann klæddist.

Enski boltinn