Fótbolti

Fer Buffon frá Juve í sumar?

Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, gæti verið á förum frá liðinu í sumar. Juventus tapaði fyrir Inter í gær og gæti misst af sæti í Meistaradeild Evrópu.

Fótbolti

Tíu menn Juventus héldu ekki út á móti Inter

Inter Milan vann 2-0 sigur á Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld og komust þar með aftur á topp deildarinnar. Inter hefur nú tveimur stigum meira en Roma sem á leik inni um helgina en Roma tók toppsætið af Inter í síðustu umferð.

Fótbolti

Rífandi gangur í miðasölu HM

Það hefur verið brjálaður gangur í miðasölu heimsmeistaramótsins eftir að farið var að selja miða í kjörbúðum í Suður-Afríku. Langar biðraðir mynduðust þegar sala hófst og yfir 100 þúsund miðar rifnir úr hillunum.

Fótbolti

Ashley Cole á tréverkinu á morgun

Ashley Cole, vinstri bakvörður Chelsea, verður á bekknum á morgun þegar liðið leikur gegn Tottenham. Cole hefur ekki leikið síðan hann ökklabrotnaði í 2-1 tapi gegn Everton í febrúar.

Enski boltinn

Kranjcar kominn í sumarfrí

Niko Kranjcar, miðjumaður Tottenham, er meiddur á ökkla og spilar ekki meira á tímabilinu. Kranjcar meiddist í tapi liðsins gegn Portsmouth í undanúrslitum bikarsins.

Enski boltinn

Vermaelen ekki meira með á tímabilinu

Belgíski varnarmaðurinn Thomas Vermaelen hefur heldur betur slegið í gegn hjá Arsenal í vetur. Hann hefur sýnt öflugan varnarleik ásamt því að vera iðinn við kolann upp við mark andstæðingana.

Enski boltinn

Capello og Rooney á óskalista Real Madrid

The Sun þykist hafa heimildir fyrir því að spænska félagið Real Madrid vilji fá Fabio Capello til að taka við liðinu á nýjan leik. Þá sé það að undirbúa risatilboð í Wayne Rooney, sóknarmann Manchester United.

Enski boltinn

Í nafnastríði við nágrannana og neituðu að spila við þá

Tvö tékknesk úrvalsdeildarfélög eru í nafnstríði þessa dagana og það gekk svo langt að annað þeirra neitaði að spila þegar þau áttu að mætast í deildinni á dögunum. Tékkneska sambandið varð því að dæma leikinn tapaðan 3-0 er hálfgerður dauðadómur fyrir liðið sem er í slæmum málum í fallbaráttunni.

Fótbolti

Nýi og gamli Robinho báðir í stuði stórsigri Santos

Santos er komið með níu tær í átta liða úrslit brasilísku bikarkeppninnar eftir 8-1 sigur á Guarani í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum. Robinho, í láni frá Manchester City og Neymar, kallaðir hinn nýi Robinho, fóru hreinlega á kostum í leiknum.

Fótbolti