Fótbolti

Suarez gæti fengið lengra bann

Svo gæti farið að Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, úrskurði Úrúgvæann Luis Suarez í meira en eins leiks bann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leik Úrúgvæ og Gana í gær.

Fótbolti

Gyan: Ég mun jafna mig

Asamoah Gyan segir að hann muni jafna sig á dramatíkinni sem átti sér stað undir lok leiks Gana og Úrúgvæ í fjórðungsúrslitum HM í Suður-Afríku í gær.

Fótbolti

Spánverjar einbeittir fyrir kvöldið

Allra augu beinast að David Villa í kvöld þegar Spánn mætir Paragvæ í átta liða úrslitum HM. Hann hefur verið einn besti leikmaður HM og Paragvæ, sem hefur skorað þrjú mörk á mótinu og fengið á sig eitt, þarf að finna leiðir til að stoppa hann. Villa hefur skorað fjögur mörk á mótinu, fleiri en allt lið Paragvæ.

Fótbolti

Brasilíumenn kvöddu Suður-Afríku með tárum

Brasilíumenn voru slegnir eftir tapið gegn Hollandi í gær. Brassar sýndu frábæra takta í fyrri hálfleik og spiluðu sem heimsmeistarar væru. Sýndu sambatakta og voru óheppnir að skora ekki meira en eitt mark í fyrri hálfleiknum. Robinho kom þeim yfir eftir aðeins tíu mínútna leik.

Fótbolti

Guardiola skrifar undir fljótlega

Josep Guardiola mun að öllum líkindum undirrita nýjan samning við Barcelona um leið og hann kemur til Spánar frá Suður-Afríku þar sem hann er að fylgjast með HM.

Fótbolti

Abreu svellkaldur - Ekki í fyrsta sinn (Myndband)

Sebastian Abreu skoraði ótrúlegt mark í vítaspyrnukeppninni gegn Gana í kvöld. Hann gat tryggt liðið áfram eftir dramatískasta leik ársins til þessa og vippaði boltanum léttilega í mitt markið. Þetta hefur hann gert áður.

Fótbolti

Rússíbanareið Gyan - Myndir

Asamoah Gyan átti ótrúlegt kvöld. Hann gat tryggt Gana sæti í undanúrslitum HM sem hefði verið fyrst Afríkuþjóða til að komast þangað. En allt kom fyrir ekki.

Fótbolti

Wesley Sneijder hrósar hálfleiksræðunni

Wesley Sneijder var ánægður með baráttuna í Hollendingum í dag en liðið sló Brasilíu út úr HM í frábærum leik. Sneijder skoraði annað markið sem tryggði sigurinn og átti sendinguna sem varð að fyrra markinu.

Fótbolti

Defoe heldur partý fyrir enska landsliðið

Ensku landsliðsmennirnir í knattspyrnu ætla ekki að syrgja ömurlegt HM allt of lengi því þeir stefna margir að því að mæta í heljarinnar teiti hjá Jermain Defoe áður en þeir fara í frí með fjölskyldum sínum.

Fótbolti

Sjáðu Hollendinga slá út Brassana

Hollendingar komu mörgum á óvart með því að leggja Brasilíu í átta liða úrslitum HM í dag. Hollendingar skoruðu tvö mörk gegn einu marki efsta liðsins á styrkleikalista FIFA.

Fótbolti