Fótbolti

Arabar að kaupa AS Roma

Ítalska félagið AS Roma er til sölu enda félagið afar skuldsett. Eins og alltaf þegar stórlið eru til sölu í knattspyrnuheiminum eru moldríkir Arabar orðaðir við kaupin.

Fótbolti

Wenger: Of mikil pressa á HM-liðunum

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að sú gríðarlega pressa sem sett sé á leikmenn liðanna á HM hafi gert það að verkum að gæði fótboltans hafi ekki verið eins og hann hefði helst kosið.

Fótbolti

Vítaklúður Arnars - myndband

Arnar Gunnlaugsson fékk gullið tækifæri í gær til þess að tryggja Haukum sinn fyrsta sigur í Pepsi-deildinni í ár. Hann tók þá vítaspyrnu í stöðunni 2-2 en klikkaði á spyrnunni.

Íslenski boltinn

Chelsea ætlar að bjóða í Torres

Chelsea hefur alls ekki gefið upp alla von um að fá spænska framherjann Fernando Torres til félagsins en heimildir herma að félagið ætli að bjóða Liverpool 30 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Enski boltinn

Alfreð: Förum fullir sjálfstrausts til Skotlands

„Við vorum alltaf að komast í gegn en vorum ekki að klára þetta í fyrri hálfleik, við vissum hinsvegar að ef við myndum halda áfram svona þá myndi markið koma þannig við vorum bara þolinmóðir" sagði Alfreð Finnbogason eftir stórsigur Blika á Stjörnunni 4-0, þar skoraði hann þrennu en hefði með réttu átt að skora fjögur.

Íslenski boltinn

Bjarni: Verðum að hysja upp um okkur buxurnar

„Upphaf seinni hálfleiksins var mjög ljótt hjá okkur og það kostaði okkur þetta stóra tap. Einbeitingarleysi, mistök sem eiga ekki að sjást hjá mönnum í efstu deild og við vorum okkur sjálfum verstir," sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar eftir 4-0 tapleik gegn toppliði Blika.

Íslenski boltinn

Gummi Ben: Strákarnir sýndu karakter

,, Þessi úrslit verða að teljast frekar sanngjörn ef maður skoðar leikinn í heild sinni,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þjálfari Selfyssinga, eftir að þeir höfðu gert,1-1, jafntefli gegn Grindvíkingum í 11.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld.

Íslenski boltinn

Orri: Fengum helling af færum

,,Mér fannst þetta ekki sanngjörn úrslit,“ sagði Orri Freyr Hjaltalín ,fyrirliði Grindvíkinga, eftir að Grindvíkingar gerðu ,1-1, jafntefli gegn Selfyssingum í 11.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld.

Íslenski boltinn