Fótbolti

Sara Björk: Við hefðum getað gert betur

„Þetta féll ekki með okkur í dag. Við fengum mark á okkur snemma sem við ætluðum ekki að gera, svo náðum við ekki að halda boltanum næginlega vel og mér fannst vera smá stress í hópnum. Við náðum ekki að gera það sem við ætluðum að leggja upp með," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, eftir 0-3 tap Breiðabliks fyrir franska liðinu Juvisy Essonne á Kópavogsvelli í dag í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta.

Íslenski boltinn

Ranieri hugsanlega rekinn um helgina

Claudio Ranieri, þjálfari Roma, er enn eina ferðina við það að vera rekinn úr starfi. Það aðeins nokkrum mánuðum eftir að hafa verið algjör hetja í herbúðum liðsins.

Fótbolti

Blikakonur töpuðu 0-3 í fyrri leiknum á móti Juvisy

Breiðablikskonur töpuðu 0-3 fyrir franska liðinu Juvisy Essonne á Kópavogsvelli í dag í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta. Franska liðið var mun sterkara liðið og baráttuglaðar Blikakonur komust lítið áleiðis í sóknarleik sínum. Róðurinn verður því þungur fyrir Breiðabliksliðið í seinni leiknum í Frakklandi eftir þrjár vikur.

Íslenski boltinn

Ferguson spenntur fyrir Bebe

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var ánægður með það sem hann sá þegar að Portúgalinn Bebe lék sínar fyrstu mínútur með Manchester United í gær.

Enski boltinn

Ferdinand líður vel

Rio Ferdinand segist spenntur fyrir því að fá að spila meira með Manchester United en hann hefur nú jafnað sig á erfiðum meiðslum.

Enski boltinn

Bramble laus gegn tryggingu

Titus Bramble hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi gegn tryggingargjaldi ásamt bróður sínum, Tesfaye. Þeir voru handteknir í gær og eru grunaðir um nauðgun.

Enski boltinn

KR og ÍBV sektuð

KR og ÍBV hafa verið sektuð um 25 þúsund krónur eftir að mál liðanna voru tekin fyrir á fundi Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ á þriðjudagskvöldið.

Íslenski boltinn

Cavani orðaður við Liverpool

Úrúgvæinn Edinson Cavani er í dag í ítölskum fjölmiðlum orðaður við Liverpool. Hann er nú á mála hjá Napoli en þangað var hann keyptur frá Palermo í sumar.

Enski boltinn