Hlín: Margt jákvætt í leiknum sem við tökum með okkur út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. september 2010 19:15 Hlín Gunnlaugsdóttir, fyrirliði Breiðabliks. Breiðablikskonur töpuðu 0-3 á heimavelli í fyrri leik sínum við franska liðið Juvisy Essonne á Kópavogsvellinum í dag. Breiðabliksliðið varðist lengstum vel í leiknum en fékk á sig tvö mörk á síðustu 18 mínútum leiksins. „Þetta var erfiður leikur því við vorum að spila við hörkulið en mér fannst við eiga fullt erindi í leikinn í fyrri hálfleiknum. Við hefðum getað skorað ef hlutirnir hefðu fallið betur með okkur en við vorum alltof oft rangstæðar og fengum síðan gott skotfæri eftir horn. Þær skora síðan markið úr aukaspyrnu og við áttum annars í fullu tré við þær," sagði Hlín Gunnlaugsdóttir, fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn. „Við vorum að gera það sem þjálfarinn lagði upp með að vera þéttar, berjast og valda hverja aðra. Í seinni hálfleiknum losnaði of mikið á milli öftustu varnarlínunnar og sóknarlínunnar," sagði Hlín. „Annað markið þeirra kom síðan á leiðinlegum tíma. Við vorum að koma úr færi og þær skora úr skyndisókn með skoti af löngu færi. Það var mjög óheppilegt fyrir okkur en Birna var annars búin að standa sig vel í markinu. Þetta var því svekkjandi," sagði Hlín sem viðurkenndi að það hafði vissulega áhrif á liðið að ganga í gegnum miklar breytingar á síðustu vikum. „Það eru að koma inn mjög ungar stelpur í liðið og við erum búnar að missa fjóra mjög mikilvæga leikmenn. Það eru tvær bandarískar stelpur, markmaðurinn og einn varnarmaður og svo fóru Sandra Sig og Greta Mjöll út í skóla. Þær eru allar með mikla reynslu og það koma reynsluminni leikmenn inn sem voru að standa sig samt sem áður," sagði Hlín. Seinni leikurinn fer fram í Frakklandi eftir þrjár vikur og möguleikarnir eru ekki miklir eftir þetta tap. „Við ætlum að fara þarna út, njóta þess að spila og reyna að hafa gaman. Við stefnum bara á það að vinna þann leik, skora á þær, halda markinu okkar hreinu og halda uppi stoltinu. Það var margt jákvætt í leiknum sem við tökum með okkur út," sagði Hlín að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Breiðablikskonur töpuðu 0-3 á heimavelli í fyrri leik sínum við franska liðið Juvisy Essonne á Kópavogsvellinum í dag. Breiðabliksliðið varðist lengstum vel í leiknum en fékk á sig tvö mörk á síðustu 18 mínútum leiksins. „Þetta var erfiður leikur því við vorum að spila við hörkulið en mér fannst við eiga fullt erindi í leikinn í fyrri hálfleiknum. Við hefðum getað skorað ef hlutirnir hefðu fallið betur með okkur en við vorum alltof oft rangstæðar og fengum síðan gott skotfæri eftir horn. Þær skora síðan markið úr aukaspyrnu og við áttum annars í fullu tré við þær," sagði Hlín Gunnlaugsdóttir, fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn. „Við vorum að gera það sem þjálfarinn lagði upp með að vera þéttar, berjast og valda hverja aðra. Í seinni hálfleiknum losnaði of mikið á milli öftustu varnarlínunnar og sóknarlínunnar," sagði Hlín. „Annað markið þeirra kom síðan á leiðinlegum tíma. Við vorum að koma úr færi og þær skora úr skyndisókn með skoti af löngu færi. Það var mjög óheppilegt fyrir okkur en Birna var annars búin að standa sig vel í markinu. Þetta var því svekkjandi," sagði Hlín sem viðurkenndi að það hafði vissulega áhrif á liðið að ganga í gegnum miklar breytingar á síðustu vikum. „Það eru að koma inn mjög ungar stelpur í liðið og við erum búnar að missa fjóra mjög mikilvæga leikmenn. Það eru tvær bandarískar stelpur, markmaðurinn og einn varnarmaður og svo fóru Sandra Sig og Greta Mjöll út í skóla. Þær eru allar með mikla reynslu og það koma reynsluminni leikmenn inn sem voru að standa sig samt sem áður," sagði Hlín. Seinni leikurinn fer fram í Frakklandi eftir þrjár vikur og möguleikarnir eru ekki miklir eftir þetta tap. „Við ætlum að fara þarna út, njóta þess að spila og reyna að hafa gaman. Við stefnum bara á það að vinna þann leik, skora á þær, halda markinu okkar hreinu og halda uppi stoltinu. Það var margt jákvætt í leiknum sem við tökum með okkur út," sagði Hlín að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira