Fótbolti

Wes Brown öskraði á Sir Alex - Seldur í janúar?

Framtíð varnarmannsins Wes Brown hjá Manchester United er í lausu lofti. Brown lenti í hörkurifrildi við knattspyrnustjórann Sir Alex Ferguson í sumar og það kann ekki góðri lukku að stýra. Öskruðu þeir á hvorn annan og rifust líkt og hundur og köttur.

Enski boltinn

Wayne Rooney vill fá vetrarfrí í ensku deildina

Wayne Rooney, framherji Manchester United og enska landsliðsins, er kominn í hóp þeirra sem vilja fá vetrarfrí í ensku úrvalsdeildina í fótbolta en hann telur að þetta sé eina leiðin til þess að enska landsliðið verði samkeppnishæft á stórmótum.

Enski boltinn

Giggs: Er farinn að sjá svolítinn Cristiano Ronaldo í Nani

Ryan Giggs hefur trú á því að Nani sé farinn að nálgast Cristiano Ronaldo og sér enga fyrirstöðu fyrir því að hann geti orðið einn af bestu leikmönnum í heimi. Nani hefur spilað vel með Manchester United á tímabilinu og skoraði tvö mörk í sigri Portúgala á Dönum á föstudagskvöldið. Næsti leikur hans er síðan á Laugardalsvellinum á þriðjudagskvöldið.

Enski boltinn

Nani: Upprisan fullkomnuð með sigri á Íslandi

Nani skoraði tvö fyrstu mörk Portúgala í 3-1 sigri á Dönum á föstudagskvöldið og næst á dagskrá hjá þessum snjalla leikmanni Manchester United er að mæta á Laugardalsvöllinn og spila við íslenska landsliðið á þriðjudagskvöldið.

Fótbolti

Varamennirnir tryggðu Frökkum sigur í lokin

Varamennirnir Loic Remy og Yoann Gourcuff tryggðu Frakklandi 2-0 sigur á Rúmeníu í leik liðanna í undankeppni EM í París í kvöld. Mörkin komu bæði á síðustu sex mínútum leiksins en þau komu Frökkum upp í efsta sæti riðilsins.

Fótbolti

Gylfi Einarsson aftur heim í Fylki

Gylfi Einarsson er á leiðinni heim í Árbæinn en þetta kemur fram á vefsíðunni fótbolta.net. Gylfi er búinn að vera í atvinnumennsku í tíu ár eða síðan að hann fór til Lilleström eftir frábæra frammistöðu sína sumarið 2000.

Íslenski boltinn

Þjálfari Svartfellinga: Við verðum engir "túristar" á Wembley

Zlatko Kranjcar, þjálfari Svartfjallalands, hefur gert frábæra hluti með lið sitt í undankeppni EM í fótbolta en Svartfellingar eru nú á toppi síns riðils eftir 1-0 sigra í þremur fyrstu leikjum sínum. Næsti leikur Svartfjallalands er á móti Englendingum á Wembley á þriðjudaginn.

Fótbolti

Pearce fær ekki að nota Wilshere með 21 árs liðinu

Stuart Pearce, þjálfari 21 árs landsliðs Englendinga, fær ekki að nota Arsenal-manninn Jack Wilshere í seinni umspilsleik Englendinga á móti Rúmeníu en þar er í boði sæti í úrslitakeppni EM líkt og í baráttu Íslendinga og Skota. Englendingar fara eins og íslenska liðið með 2-1 forskot í seinni leikinn á útivelli.

Fótbolti

Portúgölsku blöðin þakka Poulsen fyrir hjálpina í gær

Portúgölsku blöðin fagna í dag góðum sigri portúgalska landsliðsins á Dönum í fyrsta leiknum undir stjórn Paulo Bento en Portúgali unnu 3-1 sigur í leik liðanna í undankeppni EM í Lissabon í gær þökk sé tveimur mörkum frá Nani og einu frá Cristiano Ronaldo.

Fótbolti

Pétur Markan búinn að semja við Víkinga

Fjölnismaðurinn Pétur Georg Markan hefur ákveðið að segja skilið við Grafarvoginn og spila með nýliðum Víkinga í Pepsi-deild karla næsta sumar. Pétur hefur gert þriggja ára samning við Víkinga en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Knattspyrnudeild Víkings.

Íslenski boltinn

Örebro vann og Guðbjörg hélt markinu hreinu

Edda Garðarsdóttir og Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir spiluðu allan tímann þegar Örebro vann sigur á Sunnanå á útivelli í sænsku kvennadeildinni í fótbolta í dag. Guðbjörg Gunnarsdóttir hélt á sama tíma marki Djurgården hreinu í markalausu jafntefli á móti Kopparbergs/Göteborg.

Fótbolti