Fótbolti

Norðmenn með sannfærandi sigur á Tékkum í kvöld

Norðmenn unnu 3-0 sigur á Tékkum í vináttulandsleik í Osló í kvöld en íslenska landsliðið mætir einmitt Norðmönnum í sínum næsta leik sínum í undankeppni Evrópumótsins. Þjóðirnar verða líka saman í riðli í undankeppni Hm 2014.

Fótbolti

Stoke gerir lokatilboð í Crouch og Palacios

Stoke City hefur gert lokatilboð í framherjann Peter Crouch og miðjumanninn Wilson Palacios leikmenn Tottenham. Stoke hefur styrkt sig töluvert varnarlega í sumar með kaupunum á miðvörðunum Jonathan Woodgate og Matthew Upson.

Enski boltinn

Niðurlæging í Búdapest

Ungverjaland vann 4-0 sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Búdapest í kvöld. Óhætt er að segja að strákarnir hafi fengið slæma útreið í kvöld en leikurinn var einn sá allra versti undir stjórn Ólafs Jóhannessonar.

Íslenski boltinn

Bamba ætlað að fylla í skarð Samba?

Steve Kean knattspyrnustjóri Blackburn segir félagið nálægt því að festa kaup á Sol Bamba varnarmanni Leicester. Kean leitar að miðverði til að fylla í skarð Phil Jones sem fór til Manchester United.

Enski boltinn

Moratti veltir risatilboði í Eto'o fyrir sér

Massimo Moratti, forseti ítalska knattspyrnufélagsins Inter, veltir fyrir sér risatilboði rússneska félagisns Anzhi Makhachkala í kamerúnska sóknarmanninn Samuel Eto'o. Tilboðið hljómar upp á 35 milljón evrur eða sem nemur tæpum sex milljörðum íslenskra króna.

Fótbolti

Upson til Stoke á frjálsri sölu

Miðvörðurinn Matthew Upson er genginn til liðs við Stoke City. Upson, sem skrifaði undir tveggja ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið, kemur til félagsins á frjálsri sölu.

Enski boltinn

Stelpurnar hafa sýnt okkur áhuga

Jesper Holdt Jensen, danski miðjumaðurinn hjá Stjörnunni, fór á kostum í 5-1 sigri Garðbæinga á Þór á sunnudaginn. Jesper skoraði eitt mark, lagði upp tvö og er leikmaður 14. umferðar að mati Fréttablaðsins.

Íslenski boltinn

Sárt að þurfa að segja sig úr landsliðshópnum

Hannes Þór Halldórsson, markvörður toppliðs KR, hefur verið í sannkölluðu landsliðsformi á sínu fyrsta tímabili með KR-ingum og var í kjölfarið valinn í A-landsliðið fyrir vináttuleikinn á móti Ungverjum í kvöld. Hannes varð hins vegar að segja sig úr hópnum vegna meiðsla á hendi og það verður því einhver bið á því að hann spili fyrsta landsleikinn.

Íslenski boltinn

Casillas: Sigurinn sem breytti öllu fyrir Spánverja

Iker Casillas landsliðsmarkvörður og fyrirliði Spánverja segir sigurinn á Ítalíu í vítaspyrnukeppninni á Evrópumótinu 2008 ástæðuna á bak við velgengni Spánverja á EM 2008 og HM 2010. Þann dag hafi lukkan snúist á band með Spánverjum.

Fótbolti

Stjörnukonur komnar með sjö stiga forskot á toppnum

Stjörnukonur stigu stórt skref í átt að fyrsta Íslandsmeistaratitli félagins með því að vinna 3-2 sigur á KR í Vesturbænum í kvöld. Stjarnan er nú komið með sjö stiga forskot á toppnum þar sem að Valskonur töpuðu stigum yfir norðan. Það urðu óvænt úrslit í Kópavoginum þegar nýliðar Grindavíkur unnu sinn annan leik í röð og komust þar með af botninum.

Íslenski boltinn

Þór/KA náði stigi á móti Val með marki úr víti í uppbótartíma

Valur tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttunni á Þórsvellinum í kvöld þegar Þór/KA og Valur gerðu 1-1 jafntefli í leik liðanna í 13. umferð Pepsi-deildar kvenna. Mateja Zver tryggði Þór/KA stig með því að jafna metin úr vítaspyrnu á fjórðu mínútu í uppbótartíma. Staða Stjörnunnar á toppnum gæti því vænkast enn frekar eftir þessa umferð.

Íslenski boltinn

AEK-liðið steinlá á Kýpur án Eiðs Smára

AEK Aþena tapaði 3-0 í æfingaleik á móti kýpverska liðinu Anorthosis Famagusta á Kýpur í kvöld en Íslendingarnir Eiður Smári Guðjohnsen og Elfar Freyr Helgason voru fjarri góðu gammni þar sem að þeir eru uppteknir með íslenska landsliðinu í Ungverjalandi.

Fótbolti