Fótbolti

Eigandi QPR vill fá Beckham

Tony Fernandes, nýr eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins QPR, hefur verið duglegur að fá nýja leikmenn til liðs við félagið og nú hefur hann beint sjónum sínum að David Beckham.

Enski boltinn

Lagerbäck er til í viðræður við KSÍ

Það er um fátt annað talað í knattspyrnuheiminum þessa dagana en hver taki við íslenska landsliðinu af Ólafi Jóhannessyni. Ólafur á aðeins eftir að stýra landsliðinu í einum leik. Það er gegn Portúgal ytra í upphafi næsta mánaðar.

Íslenski boltinn

Roy Keane bara einn af mörgum

Allt ætlaði um koll að keyra á mánudaginn þegar það fréttist að Eggert Magnússon, fyrrum formaður KSÍ, væri á leið til landsins ásamt Roy Keane sem væri hugsanlega að taka við íslenska landsliðinu. Eggert kom vissulega til landsins, en Keane varð eftir heima hjá sér.

Íslenski boltinn

Er þetta versta vítaspyrna sögunnar?

Greyið hann Amir Sayoud hjá egypska liðinu Al Ahly átti ekki góðan dag á dögunum þótt að lið hans hafi fagnað örggum 4-0 bikarsigri á móti Kima Aswan. Amir Sayoud sem er 21 árs gamall Alsíringur er nú orðinn heimsfrægur á netinu fyrir víti sitt í leiknum sem margir hafa kallað verstu vítaspyrnu allra tíma.

Fótbolti

Sakar Kristinn um hlutdrægni

Marius Zaliukas, leikmaður litháíska landsliðsins, segir að Kristinn Jakobsson hafi dæmt með Skotumm í leik liðanna á Hampden Park á þriðjudagskvöldið.

Fótbolti

Sara Björk skoraði í sigurleik

Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði fyrra mark Malmö sem vann í kvöld 2-1 sigur á Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Með sigrinum jók Malmö forystu sína á toppi deildarinnar í sex stig.

Fótbolti

Samir Nasri handarbrotnaði í leik með franska landsliðnu

Samri Nasri braut bein í hendi í leik með franska landsliðinu á móti Rúmeníu í undankeppni EM í gær en þetta kemur fram í enskum miðlum. Það er samt ekki ljóst hvenær nákvæmlega Nasri meiddist í leiknum en hann kom inn á sem varamaður á 75. mínútu og kláraði leikinn án sjáanlegra vandræða.

Enski boltinn

Stuðningsmaður Wales lést í kvöld

44 ára gamall karlamaður lést í kvöld eftir að hafa hlotið höfuðáverka skömmu fyrir landsleik Englands og Wales á Wembley-leikvanginum í Lundúnum í kvöld. Talið er að maðurinn sé stuðningsmaður velska landsliðsins.

Fótbolti