Fótbolti

Vucinic rændur um hábjartan dag

Mirko Vucinic, framherji Juventus, lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu að vera rændur um hábjartan dag í Tórínó. Tveir þjófar á vespu rændu hann öllu sem hann var með á sér.

Fótbolti

Arsene Wenger: Núna byrjar tímabilið hjá Arsenal

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, vonast eftir því að fyrsti sigur liðsins í úrvalsdeildinni komi í hús á móti Swansea City á morgun. Arsenal hefur aðeins fengið eitt stig út úr fyrstu þremur leikjum sínum og tapað 2-8 á móti Manchester United í síðasta leiknum fyrir landsleikjahléið.

Enski boltinn

Villas-Boas: Ekki hræddur við það að setja Torres og Lampard á bekkinn

André Villas-Boas, stjóri Chelsea, hefur varað Fernando Torres við því að hann gæti misst sæti sitt í liðinu haldi markaleysið hans áfram. Torres er þegar búinn að missa sæti sitt í byrjunarliði spænska landsliðsins og hefur verið á mikilli niðurleið síðan að hann yfirgaf Liverpool fyrir níu mánuðum síðan. Frank Lampard er önnur stórstjarna Chelsea sem missti sæti sitt í landsliðinu á dögunum en Villas-Boas hefur samt engar áhyggjur af þessum hnignandi stórstjörnum sínum.

Enski boltinn

Manchester United sendi rússneska félaginu samúðarskeyti

Forráðamenn Manchester United hafa sent samúðarskeyti til rússneska íshokkífélagsins Lokomotiv Yaroslavl sem missti 36 leikmenn og þjálfara í flugslysi í vikunni. Slysið hefur kallað fram gamlar minningar frá Munchen-slysinu þar sem United missti marga frábæra leikmenn.

Enski boltinn

Eru KSÍ og HSÍ að rífast um Birnu Berg?

Birna Berg Haraldsdóttir hefur verið valin í tvö landslið í sitthvorri boltagreininni og í verkefni sem rekast á. Ágúst Þór Jóhannsson A-landsliðsþjálfari í handbolta valdi hana í liðið sitt fyrir æfingamót í Póllandi sem fer fram 23. til 25. september í Póllandi en áður hafi Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna í knattspyrnu, valið hana í hópinn sem leikur í undankeppni EM hér á landi 17. til 22. september.

Fótbolti

Öll félög í vandræðum

„Við erum að glíma við lausafjárvanda. Valur er ekki í greiðslustöðvun. Nú erum við að ganga í samningamál við okkar leikmenn,“ segir Friðjón R. Friðjónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, um þau vandræði sem félagið glímir við þessa dagana.

Íslenski boltinn

Edda hjálpar liðinu úr stúkunni

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, kynnti í gær 22 manna hóp fyrir komandi leiki við Noreg og Belgíu í undankeppni EM. Mesta athygli vekur að lykilmaðurinn Edda Garðarsdóttir getur ekki spilað þessa leiki vegna meiðsla og að Laufey Ólafsdóttir er komin aftur inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru.

Íslenski boltinn

Forssell samdi við Leeds

Finnski sóknarmaðurinn Mikael Forssell, fyrrum samherji Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Chelsea, er kominn aftur í ensku knattspyrnuna því hann hefur samið við enska B-deildarliðið Leeds.

Enski boltinn

Rafael Benitez: Barcelona er þrepi fyrir ofan Real Madrid

Rafael Benitez, fyrrum stjóri Liverpool og Inter, segir að Barcelona-liðið sé betra í stakk búið til að vinna titla á þessu tímabili en erkifjendur þeirra í Real Madrid. Barcelona vann tvo stærstu titlana á síðustu leiktíð, Meistaradeildina og spænska meistaratitilinn, en Real Madrid varð bikarmeistari eftir 1-0 sigur á Barca í bikarúrslitaleiknum.

Fótbolti

David de Gea: Kom á óvart hvað Sir Alex er vingjarnlegur

David de Gea ætlar að njóta lífsins hjá Manchester United og segist alveg þola það að fá smá gagnrýni á sig. De Gea hefur fengið að heyra það fyrir frammistöðu sína í fyrstu leikjum Manchester United en það hefur þó ekki komið að sök því liðið hefur unnið alla leiki sína með spænska markvörðinn innanborðs.

Enski boltinn

Sigurður Ragnar: Það er enginn ómissandi

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hélt í dag blaðamannafund þar sem að hann fór yfir leikmannahópinn sem hann valdi fyrir komandi leiki við Noreg og Belgíu í undankeppni EM. Mesta athygli vekur að lykilmaðurinn Edda Garðarsdóttir getur ekki spilað þessa leiki vegna meiðsla og að Laufey Ólafsdóttir er komin aftur inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru.

Íslenski boltinn

Valsmenn í vandræðum

Friðjón R. Friðjónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, staðfesti við Vísi í dag að knattspyrnudeildin hefði hafið þá vinnu að semja við leikmenn félagsins á nýjan leik þar sem illa gengur að standa við fjárhagslegar skuldbindingar við leikmenn.

Íslenski boltinn