Fótbolti

Sara Björk og Þóra sænskir meistarar

Landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir og Þóra B. Helgadóttir urðu í dag sænskir meistarar í knattspyrnu. Lið þeirra, LdB Malmö, vann þá öruggan 6-0 sigur á Örebro í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar.

Fótbolti

Chelsea vann auðveldan sigur á Everton

Chelsea vann góðan sigur á Everton er liðið úr Bítlaborginni kom í heimsókn á Stamford Bridge. Lokatölur 3-1 fyrir Chelsea sem hafði ekki tekist að leggja Everton á heimavelli í síðustu fimm tilraunum.

Enski boltinn

Stórmeistarajafntefli á Anfield

Javier Hernandez bjargaði stigi fyrir Man. Utd gegn Liverpool á Anfield í dag. Lokatölur 1-1 í leik þar sem Liverpool var sterkari aðilinn lengstum og ekki fjarri því að taka öll stigin.

Enski boltinn

Ég er alls enginn harðstjóri

Hinn 63 ára gamli Svíi Lars Lagerbäck var í gær ráðinn þjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu. Þetta er í annað sinn sem hann þjálfar utan Svíþjóðar. Henry Birgir Gunnarsson settist niður með Lagerbäck í gær og ræddi að sjálfsögðu við hann um fótbolta.

Íslenski boltinn

Lagerbäck er með hærri laun en formaðurinn

Mikil umræða hefur átt sér stað um laun landsliðsþjálfara Íslands. Eftir að umræðan um erlendan þjálfara fór í gang hefur heyrst að það kosti 60-70 milljónir króna á ári að vera með erlendan þjálfara. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að sú umræða eigi sér enga stoð í raunveruleikanum.

Íslenski boltinn

Pistillinn: Aðallinn í heimsókn hjá kónginum

„Til að vinna hér þarftu að standast mikla pressu, komast yfir margar hindranir og mátt ekki setja út á ákvarðanir dómarans. Ögranirnar og hótanirnar sem hann þarf að líða eru með ólíkindum. Það þarf kraftaverk til þess að vinna hér,“ sagði hundfúll en unglegur Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, að loknu 3-3 jafntefli gegn Liverpool á Anfield árið 1988. Ferguson taldi ákvarðanir dómarans hafa kostað lið sitt sigur á erkifjendunum sem voru í sérflokki.

Enski boltinn

Leikskipulag og liðsheild lykilþættir

Lars Lagerbäck var í gær ráðinn þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi þjálfari ÍBV, verður aðstoðarmaður hans. Verkefni Lagerbäcks verður að koma Íslandi á HM í Brasilíu 2014.

Íslenski boltinn

Lars hættur að taka í vörina

Þegar menn hugsa um Svíþjóð dettur flestum í hug munntóbak eða snus. Ótrúlegur fjöldi Svía tekur í vörina og það þykir hinn eðlilegasti hlutur í Svíþjóð. Það lá því beint við að spyrja Svíann hvort hann notaði munntóbak?

Íslenski boltinn

Gerrard byrjar á móti United

Liverpool mun tjalda öllu sem til er þegar liðið fær Englandsmeistara Manchester United í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í sannkölluðum risaleik á Anfield í hádeginu.

Enski boltinn

Mancini veit ekkert hvað verður um Carlos Tevez

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segist ekki vita hvort að Carlos Tevez muni spila aftur fyrirr City en annars var enskum blaðamönnum tilkynnt um það að þeir mættu ekki spyrja um mál tengdum argentínska framherjanum þegar Mancini mætti til að ræða um leik City og Aston Villa sem fram fer í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Enski boltinn