Fótbolti

Vita ekki hvar þær enda

Landsliðskonurnar Hólmfríður Magnúsdóttir og Katrín Ómarsdóttir hafa ekki enn fundið sér félag eftir að tímabilið í Bandaríkjunum féll niður. Katrín ætlar að nota Algarve-bikarinn sem sýningarglugga og Hólmfríður er opin fyrir öllu.

Íslenski boltinn

Forseti Úrúgvæ: Suarez er enginn kynþáttahatari

Luis Suarez, framherji Liverpool, fær stuðning úr mörgum áttum þrátt fyrir að hafa mátt þola mikla gagnrýni fyrir framkomu sína í leikjum á móti Manchester United í vetur. Suarez var dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð gagnvart Patrice Evra, leikmanni Manchester United, og neitaði síðan að taka í höndina á Evra þegar þeir hittust aftur á dögunum.

Enski boltinn

Antonio Valencia frá í mánuð

Antonio Valencia verður ekkert með Manhester United næstu vikurnar eftir að hann meiddist í kvöld í sigrinum á Ajax. Þetta var fyrri leikur liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Sir Alex Ferguson, stjóri United staðfesti slæmu fréttirnar í kvöld.

Enski boltinn

Manchester City kom til baka og vann Porto í Portúgal

Manchester City er í flottum málum eftir 2-1 útisigur á móti Porto í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar sem fram fór í Portúgal í kvöld. Sjálfsmark heimamanna gæti reynst Porto-liðinu dýrkeypt en það breytti leiknum í kvöld. Það var varamaðurinn Sergio Agüero sem skoraði sigurmark City.

Fótbolti

Guardiola þurfti að útskýra "Inter-trefilinn"

Menn nenna að velta sér upp úr ótrúlegustu hlutum í knattspyrnuheiminum og nú hefur Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, þurft að útskýra af hverju hann var með "Inter-trefil" í leiknum gegn Bayer Leverkusen í Meistaradeildinni á þriðjudag.

Fótbolti

Samantekt úr Meistaradeildarmörkunum, 4-0 sigur AC Milan

AC Milan frá Ítalíu og ekki síst sænski landsliðsmaðurinn Zlatan Ibrahimovich sýndu snilli sina í 4-0 sigri liðsins gegn enska liðinu Arsenal í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Þorsteinn J. fór yfir gang mála í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 sport í kvöld þar sem hann ræddi við sérfræðinga þáttarins; Heimi Guðjónsson, Reyni Leósson og Pétur Marteinsson.

Fótbolti

Draumadvöl Henry hjá Arsenal endaði með martröð

Thierry Henry lék sinn síðasta leik með Arsenal í kvöld þegar liðið tapaði 0-4 á móti AC Milan í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar en enska liðið er svo gott sem úr leik í keppninni eftir þessi úrslit.

Fótbolti

Sigurður Ragnar sá Belgana tapa stigum

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, var meðal áhorfenda þegar Belgía og Norður-Írland gerðu 2-2 jafntefli í Dessel í Belgíu í undankeppni EM í kvöld. Þessi lið eru með Íslandi í riðli og eru Belgar næstu mótherjar íslensku stelpnanna.

Fótbolti

Juventus náði ekki að komast á toppinn

Juventus mistókst að komast í toppsætið í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið náði aðeins markalausu jafntefli á móti Parma sem var ellefu sætum neðar í töflunni fyrir leikinn.

Fótbolti

Arsenal steinlá á móti AC Milan og er nánast úr leik

AC Milan er komið með annan fótinn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 4-0 stórsigur á Arsenal í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum sem fram fór á San Siro í Mílanóborg í kvöld. Arsenal-liðið var nokkrum númerum of lítið í þessum leik og getur nú farið að einbeita sér að keppni í ensku úrvalsdeildinni og enska bikarnum.

Fótbolti