Fótbolti

Bayern vill fá Huntelaar

Hollenski framherjinn Klaas-Jan Huntelaar hefur verið sjóðheitur í búningi Schalke í vetur og skorað 40 mörk í 39 leikjum. Það er því eðlilega mikill áhugi á honum frá öðrum liðum.

Fótbolti

Smalling: Megum ekki misstíga okkur

Chris Smalling, varnarmaður Man. Utd, segir að það myndi svíða í heilt ár ef United tekst ekki að landa enska meistaratitlinum í maí. United getur náð þriggja stiga forskoti á toppnum í kvöld ef það leggur fyrrum félaga Smalling í Fulham.

Enski boltinn

Ferguson: Rio á mörg ár eftir

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, segir að það sé ekki rétt að hann ætli sér að skipta Rio Ferdinand út á næstunni. Ferguson segir að Rio eigi enn eftir mörg ár í búningi United.

Enski boltinn

Platt: Snýst ekki um Mancini og Ferguson

Margir hafa stillt upp baráttu Man. Utd og Man. City um enska meistaratitilinn sem einvígi stjóranna, Sir Alex Ferguson og Roberto Mancini. Þar þykir Ferguson vera að skáka Ítalanum. Mancini var ekkert sérstaklega hress eftir jafnteflið gegn Stoke. Neitaði að taka í höndina á Tony Pulis, stjóra Stoke, og lét ekki sjá sig á blaðamannafundi eftir leikinn.

Enski boltinn

Meistaradeildardraumur Malaga í augsýn

Malaga styrkti stöðu í fjórða sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með góðum útisigri, 1-2 á Espanyol nú fyrr í dag. Espanyol komst yfir í leiknum með marki frá Philippe Coutinho en hollenska markamaskínan Ruud van Nistelrooy jafnaði leikinn á 75. mínútu. Það var svo aðeins tveimur mínútum síðar sem varnarmaðurinn Martin Demichelis tryggði sínum mönnum stigin þrjú.

Fótbolti

Björn Bergmann lofaður í hástert í Noregi

Magnus Haglund, þjálfari Lillestrøm var óánægður með leik sinna manna við Hønefoss í fyrstu umferð norsku deildarinnar sem hófst á föstudaginn. Hann ásamt landsliðsmiðverðinum Kristjáni Erni Sigurðssyni, leikmanni Hønefoss fóru fögrum orðum um Björn Bergmann Sigurðarson.

Fótbolti