Fótbolti

Richards: Langaði til að gráta

Micah Richards, leikmaður Manchester City, segir að það taki stundum á að taka þátt í titilbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann hafi nánast fellt tár þegar að Manchester United fagnaði sigri gegn Blackburn í upphafi mánaðarins.

Enski boltinn

Abidal fékk nýja lifur

Spænskir fjölmiðlar greindu frá því í gærkvöldi að franski varnarmaðurinn Eric Abidal hafi gengist undir aðgerð þar sem ný lifur var grædd í hann.

Fótbolti

Nýtt og betra "teppi“ í Garðabæinn

Þessa dagana er verið að leggja nýtt og betra gervigras á Stjörnuvöll í Garðabæ og er áætlað að völlurinn verði tilbúinn fyrir fyrsta heimaleik liðsins í Pepsi-deildinni í vor. Grasið er sagt uppfylla ströngustu kröfur.

Íslenski boltinn

Áfrýjun QPR hafnað

Enska knattspyrnusambandið hefur hafnað áfrýjun QPR vegna rauða spjaldsins sem Shaun Derry fékk í leik liðsins gegn Manchester United um helgina.

Enski boltinn

Andri enn frá vegna meiðsla | Gunnar Már tæpur

Þó nokkuð er um forföll í leikmannahópi ÍBV þessa dagana en óvíst er hvenær fyrirliðinn Andri Ólafsson geti byrjað að spila á ný. Gunnar Már Guðmundsson meiddist nýlega en vonir eru bundnar við að hann geti náð fyrsta leik í Pepsi-deildinni.

Íslenski boltinn

Fær Balotelli níu leikja bann?

Mario Balotelli mun missa af næstu þremur leikjum Manchester City vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn Arsenal um helgina en ekki er útilokað að honum verði einnig refsað fyrir að tækla Alex Song í sama leik.

Enski boltinn

Úrslitaleikurinn sem aldrei verður

Manchester United á enska meistaratitilinn vísan eftir leiki páskahelgarinnar. United-liðið vann 2-0 sigur á QPR og er komið með átta stiga forskot eftir að Manchester City tapaði 1-0 á móti Arsenal.

Enski boltinn

Búið að færa El Clásico

Stórleik Barcelona og Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni hefur nú verið flýtt og mun hann fara fram laugardaginn, 21 apríl. Það er beðið með mikilli eftirvæntingu eftir El Clásico, eins og innbyrðis leikir liðanna eru kallaðir. Leikurinn er sérstaklega þýðingarmikill en hann gæti haft úrslitaáhrif um það hvort liðið hampi titlinum í ár.

Fótbolti

Balotelli búinn að biðjast afsökunar

Mario Balotelli, framherji Manchester City, hefur beðist afsökunar á rauða spjaldinu sem hann fékk á móti Arsenal í gær. Balotelli fékk þá sitt annað gula spjald á 88. mínútu en Arsenal hafði skömmu áður skorað eina mark leiksins. Balotelli var reyndar í ruglinu allan leikinn og hefði getað verið búinn að fá rauða spjaldið mun fyrr.

Enski boltinn

Chelsea fór bara með eitt stig frá Craven Cottage

Chelsea er áfram í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 1-1 jafntefli á útivelli á móti Fulham í kvöld en Chelsea hefði náð fjórða sætinu af Tottenham með sigri. Clint Dempsey bjargaði stiginu með jöfnunarmarki átta mínútum fyrir leikslok.

Enski boltinn