Fótbolti

Minningarleikur um Steingrím á Hásteinsvelli

Sérstakur minningarleikur um Steingrím Jóhannesson verður á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum föstudaginn 1. júní næstkomandi. Steingrímur, sem er einn markahæsti leikmaður Íslandsmótsins frá upphafi, féll frá í mars, 38 ára gamall, eftir harða baráttu við krabbamein.

Íslenski boltinn

Formaður ÍBV: Ekki rétt að fara með einkamál leikmanna í fjölmiðla

Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, segist ekki vera hlynntur því að fjallað sé um einkamál leikmanna í fjölmiðlum þó svo hann hafi verið í viðtali við Eyjafréttir í morgun þar sem hann staðfesti að einn leikmanna félagsins, Tryggvi Guðmundsson, væri farinn í áfengismeðferð. Það kemur í kjölfar þess að Tryggvi var tekinn fyrir ölvunarakstur.

Íslenski boltinn

Dempsey orðaður við Liverpool

Bandaríski miðjumaðurinn Clint Dempsey hefur farið á kostum með Fulham í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og gæti verið á leiðinni til Anfield ef marka má nýjustu sögusagnirnar í enskum fjölmiðlum.

Enski boltinn

Svona verður miðjumoðið

Fréttablaðið spáir því að sumarið hjá Val, ÍBV og Breiðabliki verði lítt spennandi. Þau munu ekki verða í toppbaráttu og ekki heldur í botnbaráttu. Þau verða í þessu klassíska miðjumoði samkvæmt spánni og Willum Þór er því sammála.

Íslenski boltinn

Pepsimörkin: Fyrsti "hljóðnemaleikurinn" | FH - KR 1991

Pepsideildin í fótbolta hefst á sunnudaginn og upphitunarþáttur um deildina var sýndur á Stöð 2 sport í kvöld. Þar fór Hörður Magnússon yfir spá sérfræðinga þáttarins auk þess sem að sýnt var myndbrot úr gömlum íþróttaþætti Stöðvar 2. Þar var í fyrsta sinn settur hljóðnemi á dómara í leik í efstu deild og var Gísli Guðmundsson dómari þar í aðalhlutverki í leik FH og KR sem fram fór 26. maí árið 1991.

Fótbolti

Sir Alex hrósar Gylfa og félögum í Swansea

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er hrifinn af því sem Brendan Rodgers er búinn að gera með nýliða Swansea í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. United mætir Swansea á sunnudaginn og þarf helst að vinna stórt í baráttunni um enska meistaratitilinn við Manchester City.

Enski boltinn

Robben samdi við Bayern til ársins 2015

Hollendingurinn Arjen Robben ætlar að spila áfram með þýska liðinu Bayern Munchen en hann gekk í dag frá nýjum samningi sem nær til ársins 2015. Robben hefur spilað með Bayern frá árinu 2009.

Fótbolti

KR og Breiðablik verða Íslandsmeistarar í haust

KR og Breiðabliki var spáð Íslandsmeistaratitlunum í Pepsi-deildum karla og kvenna í fótbolta á árlegum kynningarfundi fyrir úrvalsdeildirnar en fundurinn fór fram í dag. Bæði liðin tryggðu sér sigur í Lengjubikarnum á dögunum og hafa verið að gera góða hluti á undirbúningstímabilinu.

Íslenski boltinn

Hoffenheim hafnaði tilboði Swansea í Gylfa

Þýska netsíðan spox.com greinir frá því í dag að Hoffenheim sé búið að hafna tilboði Swansea í íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson, Gylfi er á láni hjá Swansea og hefur farið á kostum síðan að kom til Wales í janúar.

Enski boltinn

Motherwell í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn

Skoska fótboltaliðið Motherwell tryggði sér í umspil um sæti í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins. Motherwell er í þriðja sæti deildarinnar en Celtic og Rangers eru þar fyrir ofan. Rangers má ekki taka þátt í Evrópukeppni á næstu leiktíð vegna fjárhagsvandræða félagsins og Motherwell fær því tækifærið. Celtic hefur tryggt sér meistaratitilinn fyrir löngu.

Fótbolti

Selfoss og Keflavík munu falla

Fréttablaðið hefur í dag upphitun sína fyrir Pepsi-deild karla sem hefst á sunnudag. Að þessu sinni munum við líta á liðin sem við spáum að muni berjast í neðri hlutanum. Fréttablaðið hefur fengið hinn reynda og sigursæla þjálfara, Willum Þór Þórsson, til þess rýna í liðin í Pepsi-deildinni í ár.

Íslenski boltinn