Fótbolti

Ingó Veðurguð: Fótboltinn er kominn í forgang

Ingólfur Þórarinsson er leikmaður 1. umferðar Pepsi-deildar karla hjá Fréttablaðinu. Ingólfur, eða Ingó Veðurguð eins og margir þekkja hann, er búinn að setja fótboltann í fyrsta sæti en tónlistina í annað. Hann gefur frá sér mörg atvinnutækifæri og segist borga helling með sér til þess að spila fótbolta.

Íslenski boltinn

Ekki víst að ég spili með gegn Selfossi

Valsmenn urðu fyrir miklu áfalli í upphafi leiksins gegn Fram á mánudag þegar prímus mótor liðsins, Haukur Páll Sigurðsson, meiddist. Eins og sönnum harðjaxli sæmir harkaði hann af sér, kom inn á völlinn en varð að yfirgefa hann um tíu mínútum síðar vegna sársauka.

Íslenski boltinn

Elia vill losna frá Juventus

Hollendingurinn Eljero Elia er ekkert allt of kátur í herbúðum Ítalíumeistara Juventus og vill komast burt frá félaginu í sumar. Þessi 25 ára leikmaður kom til Juve frá Hamburg síðasta sumar en hefur mátt sætta sig við ansi mikla bekkjarsetu í vetur.

Fótbolti

Stjörnukonur byrja sumarið vel - myndir

Stjörnukonur eru meistarar meistaranna í fyrsta sinn eftir 3-1 sigur á Val á Stjörnuvellinum í kvöld. Stjarnan varð Íslandsmeistari síðasta sumar en Valur vann bikarinn. Stjörnukonur halda áfram að enda sigurgöngur Vals því Valskonur voru búnar að vinna Meistarakeppnina fimm ár í röð.

Íslenski boltinn

Di Matteo: Liverpool skoraði á réttum tíma

Roberto di Matteo, stjóri Chelsea, sá sína menn steinliggja á móti Liverpool á Anfield í kvöld. Hann stillti upp hálfgerðu varaliði sem náði ekki að fylgja eftir sigrinum á Liverpool í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn.

Enski boltinn

Royson Drenthe sakar Messi um kynþáttaníð

Royson Drenthe, fyrrum leikmaður Real Madrid, hefur komið fram í sviðsljósið með ásakanir um kynþáttaníð á hendur besta knattspyrnumanni heims, Lionel Messi hjá Barcelona. Drenthe heldur því fram að Messi hafi kallaði hann "negro" eða "negra" í mörgum leikjum.

Fótbolti

Berlusconi ætlar ekki að reka Allegri

Silvio Berlusconi, eigandi AC Milan, er alls ekkert hræddur við að skipta um skoðun á hlutunum og hann hefur nú ákveðið að halda Massimiliano Allegri sem þjálfara Milan en nánast engar líkur voru taldar á því að hann fengi að þjálfa liðið áfram.

Fótbolti

Nick Barmby rekinn eftir aðeins sex mánuði í starfi

Nick Barmby, fyrrum leikmaður Everton, Liverpool og Leeds United, entist ekki lengi í sínu fyrsta stjórastarfi en hann tók við liði Hull City í nóvember. BBC sagði frá því að hann hafi verið látinn taka pokann sinn eftir fund með eigendunum í morgun.

Enski boltinn

Vertonghen líklega á leiðinni til Spurs

Jan Vertonghen, félagi Kolbeins Sigþórssonar hjá Ajax, hefur gefið sterklega til kynna að hann sé á leiðinni til Tottenham í sumar. Þessi belgíski varnarmaður var frábær í vetur og var valinn besti leikmaður hollensku úrvalsdeildarinnar.

Enski boltinn

Ferguson segist geta lært af Mancini

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er á því að United hafi tapað titilbaráttunni, sem reyndar er ekki búin, gegn Everton. Þeim leik lyktaði með jafntefli, 4-4, en United missti niður 3-1 og 4-2 forskot í leiknum.

Enski boltinn

Sá fram á að fá fleiri tækifæri í KR

Hinn 18 ára gamli Emil Atlason sló í gegn í sínum fyrsta Pepsi-deildarleik með KR á sunnudaginn. Hann skoraði fyrsta mark leiksins og spilaði vel. Emil á ekki langt að sækja hæfileikana enda sonur Atla Eðvaldssonar, fyrrum landsliðsmanns. Emil fór í KR þv

Íslenski boltinn

Zlatan titlalaus í fyrsta sinn í níu ár

Zlatan Ibrahimovic, sænski landsliðsmaðurinn hjá AC Milan, á ekki lengur möguleika á því að vinna titil á þessu tímabili og ótrúlega sigurganga liða hans er því á enda. AC Milan missti af ítalska meistaratitlinum þegar liðið tapaði á móti nágrönnum sínum í Inter um helgina.

Enski boltinn

Evra: Manchester United stórveldið er ekki að fara að hrynja

Patrice Evra, fyrirliði Manchester United, hefur ekki áhyggjur að það sé upphafið að endi sigurgöngu United ef að liðið tapar enska meistaratitlinum til Manchester City. United var með átta stiga forskot fyrir nokkrum vikum en er nú í 2. sæti á markatölu þegar aðeins ein umferð er eftir.

Enski boltinn

Þorvaldur vísaði í Kaffibrúsakallana

Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, sló á létta strengi í samtali við blaðamenn eftir tapið gegn Val í Pepsi-deild karla í kvöld. Hann var þrátt fyrir tapið sáttur við frammistöðu sinna manna og sagði að það eina sem vantaði væru mörkin.

Íslenski boltinn