Fótbolti

Mörkin úr leik Andorra og Íslands

Jóhann Berg Guðmundsson og Rúnar Már Sigurjónsson voru báðir á skotskónum þegar að Ísland vann 2-0 sigur á Andorra í vináttulandsleik ytra á miðvikudagskvöldið.

Fótbolti

Hvert fór eiginlega vítaspyrnan hans Neymar?

Brasilíumaðurinn Neymar skoraði mark Brasilíumanna í 1-1 jafntefli á móti Kólumbíu í vináttulandsleik í fyrri nótt en hann átti líka möguleika á því að tryggja Brössum sigur í leiknum þegar hann fékk að taka vítaspyrnu tíu mínútum fyrir leikslok.

Fótbolti

Alfreð hjálpar til að velja nýjan búning hjá Heerenveen

Alfreð Finnbogason hefur slegið í gegn með Heerenveen í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta og er búinn að skora 9 mörk í fyrstu 10 deildarleikjunum fyrir lið Marco Van Basten. Alfreð er framtíðarframherji liðsins og er einn þriggja leikmanna liðsins sem fá að hjálpa til að velja búninga liðsins fyrir næsta tímabil.

Fótbolti

Verður Thierry Henry kosinn bestur í bandarísku deildinni?

Thierry Henry, fyrrum leikmaður Arsenal og Barcelona, er einn af þremur leikmönnum sem koma til greina sem besti leikmaður bandarísku atvinnumannadeildarinnar í fótbolta á þessu tímabili en það eru leikmenn, þjálfarar, forráðamenn og fjölmiðlamenn sem hafa atkvæðarétt í kjörinu.

Fótbolti

Marki Zlatans ekki bætt inn á lista FIFA yfir bestu mörk ársins

Sænski knattspyrnusnillingurinn Zlatan Ibrahimovic skoraði frábært mark þegar hann innsiglaði fernu sína á móti Englendingum í gær. Eftir leikinn voru knattspyrnuspekingar og knattspyrnuáhugamenn ekki að velta því fyrir sér hvort þetta væri besta mark ársins heldur frekar að ræða það hvort að það hafi verið skorað fallegra mark í knattspyrnusögunni.

Fótbolti

Rodgers ætlar ekki að selja Luis Suarez

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool, segir að Luis Suarez verði áfram hjá félaginu. Framherjinn frá Úrúgvæ hefur verið sterklega orðaður við Englandsmeistaralið Manchester City en leikmannamarkaðurinn opnar á ný í janúar.

Enski boltinn

Hertar fjárhagsreglur í ensku úrvalsdeildinni?

Dave Whelan, eigandi enska úrvalsdeildarliðsins Wigan, telur að forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar muni samþykkja tillögu þess efnis að liðin geti ekki eytt umfram þær tekjur sem liðin afla sér á hverju tímabili. Kosið verður um tillögu þess efnis í dag og ef tillagan verður samþykkt mun nýja reglan taka gildi strax á næstu leiktíð.

Fótbolti

Zlatan sá fyrsti sem skorar fjögur mörk gegn Englendingum

Zlatan Ibrahimovich fór á kostum í gær þegar hann skoraði öll fjögur mörkin í 4-2 sigri Svía gegn Englendingum í vináttulandsleik í knattspyrnu. Fjórða markið sem Zlatan skoraði er helsta fréttaefnið í dag enda stórglæsilegt en samkvæmt heimildum Infostrada er Zlatan sá fyrsti sem skorar fjögur mörk í landsleik gegn Englendingum.

Fótbolti

Alexander Scholz: Lokeren virðist henta mér vel

Pepsi-deildarlið Stjörnunnar þarf að horfa á bak góðum manni því samningar hafa tekist um söluna á Dananum Alexander Scholz til Lokeren. Leikmaðurinn heldur utan til Belgíu í dag og mun væntanlega skrifa undir samning við félagið um helgina.

Fótbolti

Togast á um Wimbledon-nafnið

Forráðamenn enska D-deildarliðsins AFC Wimbledon vilja að MK Dons breyti um nafn og hætti að nota Dons-nafnið. Þessi lið mætast í fyrsta sinn í sögunni í ensku bikarkeppninni í næsta mánuði.

Enski boltinn

Zlatan um draumamarkið sitt: Ég veit ekki hvað ég var að hugsa

Zlatan Ibrahimovic skoraði öll fjögur mörk Svía í 4-2 sigri á Englendingum í kvöld í fyrsta leiknum sem er spilaður á nýja Friends Arena leikvanginum í Solna í Stokkhólmi. Fjórða og síðasta mark Zlatans var algjört augnakonfekt og í huga margra komið í hóp bestu marka allra tíma.

Fótbolti

Myndband af ótrúlegu marki Zlatans

Zlatan Ibrahimovic skoraði eitt glæsilegast mark síðari ára þegar að Svíþjóð vann 4-2 sigur á Englandi í vináttulandsleik í Stokkhólmi í kvöld. Zlatan skoraði öll fjögur mörk Svía í leiknum.

Fótbolti