Fótbolti

Messi varð að kaupa hús nágrannans

Lionel Messi á nú tvö hús á sama stað í Barcelona eftir deilur við nágranna hans urðu til þess að eina leiðin til að fá frið var að kaupa húsið af nágrannanum. Þetta kemur fram í spænska blaðinu Diario Gol.

Fótbolti

Ég er heppinn að vera á lífi

Stiliyan Petrov, fyrirliði Aston Villa, er með hvítblæði og hefur ekkert spilað með liðinu síðan að hann greindist fyrir rúmu ári síðan. Búlgarinn segist vera heppinn að vera á lífi.

Enski boltinn

Tevez hetja City

Carlos Tevez skoraði eina mark Manchester City sem vann 1-0 sigur á Wigan í ensku úrvalsdeildinni. City minnkaði þar með muninn á granna sína í Manchester United í þrettán stig auk þess að eiga leik til góða.

Enski boltinn

Aron Einar í viðtali á Sky Sports

Aron Einar Gunnarsson er í viðtali á Sky Sports í dag en hann og félagar hans í Cardiff City tryggðu sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð með því að gera jafntefli við Charlton í ensku b-deildinni í gærkvöldi.

Enski boltinn

Mourinho gefur út ævisögu sína í haust

Jose Mourinho, þjálfari spænska félagsins Real Madrid, mun gefa út athyglisverða bók á haustmánuðum. Þessi heimsfrægi þjálfari, sem varð fimmtugur á dögunum, er nú búinn að skrifa ævisögu sína og ætlar að skella henni á prent.

Fótbolti

Suarez var að bregðast við hreðjataki Jara

Úrúgvæmaðurinn Luis Suarez er á leið fyrir aganefnd FIFA eftir að hafa slegið leikmann Síle í leik í undankeppni HM á dögunum en Knattspyrnusamband Úrúgvæ er ekki sátt við að Suarez sé sá eini sem sé tekinn fyrir. Úrúgvæmenn hafa nú lagt inn til FIFA myndbandsbrot frá leiknum þar sem sjá má fleiri atvik sem kalla á nánari skoðun hjá Aganefnd FIFA.

Fótbolti

Brasilíumenn í kapphlaupi við tímann

Það styttist óðum í HM í Brasilíu sem fer fram sumarið 2014 og í sumar fer fram Álfubikarinn sem er undirbúningsmót fyrir heimsmeistarakeppnina. Forráðamenn FIFA eru ekki sáttir með seinkun opnunar leikvangsins í Brasilíuborg og Alþjóðaknattspyrnusambandið ætlar í framhaldinu að herða eftirlit með framkvæmdum við leikvangana í Brasilíu.

Fótbolti

Agüero bað Luiz afsökunar

Sergio Agüero, leikmaður Manchester City, hefur beðið David Luiz afsökunar eftir skrautlega tæklingu þess fyrrnefnda í leik liðsins gegn Chelsea í enska bikarnum um helgina.

Enski boltinn

Cardiff upp í ensku úrvalsdeildina

Aron Einar Gunnarsson, Heiðar Helguson og félagar þeirra í Cardiff tryggðu sér í kvöld sæti í ensku úrvalsdeildinni er liðið gerði markalaust jafntefli við Charlton á heimavelli.

Fótbolti