Fótbolti

Scholes hættir í sumar

Paul Scholes hefur tekið ákvörðun um að leggja skóna á hilluna í sumar. Þetta er í annað sinn sem hinn 38 ára gamli miðjumaður leggur skóna á hilluna.

Enski boltinn

Fellaini sáttur hjá Everton

Belginn Marouane Fellaini hefur verið orðaður við Man. Utd síðan David Moyes var ráðinn stjóri hjá Man. Utd. Sagt er að hann vilji taka Fellaini með sér frá Everton.

Enski boltinn

Hjálmar og félagar á toppinn

Lið Hjálmars Jónssonar, IFK Göteborg, hafði betur gegn liði þeirra Guðjóns Baldvinssonar og Kristins Steindórssonar, Halmstad, er þau mættust í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Fótbolti

Sætt að hafa bætt metið

Frank Lampard var að vonum í skýjunum eftir sigurinn á Aston Villa í dag enda var hann að bæta markamet félagsins og tryggja liðinu inn í Meistaradeildina á næstu leiktíð.

Enski boltinn

Barcelona orðið Spánarmeistari

Barcelona varð í kvöld Spánarmeistari í knattspyrnu. Liðið þurfti þó ekki að spila til þess að landa titlinum. Real Madrid gerði í kvöld jafntefli, 1-1, gegn Espanyol og Real á því ekki lengur möguleika á því að ná Barcelona.

Fótbolti

Öskubuskuævintýri Wigan fullkomnað

Wigan varð í dag enskur bikarmeistari í fyrsta skipti. Liðið skellti þá milljónaliði Man. City í úrslitaleik á Wembley. Ben Watson skoraði eina mark leiksins. Þetta eru ein óvæntustu úrslit í sögu keppninnar en Wigan er við það að falla úr ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Bikargleði í Manchester?

Líklegt er að eintóm fagnaðarlæti brjótist út í Manchester-borg um helgina. Sir Alex Ferguson stýrir United í síðasta skipti þegar félagið fær Englandsmeistarabikarinn afhentan í 20. skipti. Aðeins Wigan getur komið í veg fyrir að ljósblái hluti borgarinnar vinni titil í ár.

Enski boltinn

Söguleg mörk hjá Lampard

Frank Lampard bætti markamet Chelsea og svo gott sem tryggði liðinu sæti í Meistaradeildinni næsta vetur með tveimur mörkum í 1-2 útisigri á Aston Villa í dag.

Enski boltinn

Ótrúlegt mark hjá Henry

Thierry Henry sýndi að hann hefur engu gleymt þegar hann skoraði með stórglæsilegri bakfallsspyrnu í leik með New York Red Bulls á dögunum.

Fótbolti

Rooney laus allra mála

Menn velta mikið fyrir sér hvað verður um Wayne Rooney næsta vetur en hann vill losna frá Man. Utd. Hvað svo sem verður um Wayne þá er ljóst að bróðir hans, John, þarf að finna sér nýtt félag.

Enski boltinn