Enski boltinn

Liverpool í toppsætið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Katrín Ómarsdóttir hefur farið vel af stað með Liverpool.
Katrín Ómarsdóttir hefur farið vel af stað með Liverpool. Mynd/Heimasíða Liverpool

Katrín Ómarsdóttir lék allan leikinn með Liverpool sem lagði Lincoln að velli 3-2 í efstu deild ensku knattspyrnunnar í kvöld.

Með sigrinum komst Liverpool upp að hlið Bristol Academy í toppsæti deildarinnar. Bæði lið hafa níu stig og sömu markatölu. Bristol á þó leik til góða á Liverpool.

Precious Hamilton stóð undir nafni því hún skoraði dýrmætt sigurmark Liverpool á 75. mínútu með skoti af 25 metra færi. Þrátt fyrir mikla pressu gestanna tókst þeim ekki að jafna metin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×