Fótbolti

Maicon mun skrifa undir hjá Roma

Hinn brasilíski Maicon hefur gengið til liðs við AS Roma á Ítalíu en félagið hefur gengið frá kaupunum við Manchester City þar sem leikmaðurinn lék á síðasta keppnistímabili.

Fótbolti

Frjálsar eins og fuglinn fram á kvöld

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fékk tíma með fjölskyldu og vinum í dag en ekkert var á dagskrá hjá íslenska hópnum eftir morgunæfingu liðsins. Ísland tapaði á móti Þýskalandi í gærkvöldi en mætir Holland í lokaleik riðilsins eftir tvo daga.

Fótbolti

Sif á afmæli í dag | Kaka eftir æfingu

Sif Atladóttir, miðvörður íslenska kvennalandsliðsins, heldur upp á 28 ára afmælið sitt í dag. Hún er fædd 15. júlí 1985. Sif leikur með sænska liðinu Kristianstad en hún er dóttir landsliðsgoðsagnarinnar Atla Eðvaldssonar.

Fótbolti

Lars Lagerbäck sá um æfingu stelpnanna í dag

Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er kominn til Vaxjö og ætlar að aðstoða Sigurð Ragnar Eyjólfsson, þjálfara kvennaliðsins, fram að leiknum á móti Hollandi á miðvikudagskvöld.

Fótbolti

Stelpurnar lentu aftur í árekstri

Sænsku rútubílstjórarnir hafa ekki verið sannfærandi í ferðum sínum með íslenska kvennalandsliðið á EM í fótbolta í Svíþjóð til þessa en íslenska rútan lenti öðru sinni í árekstri á leið sinni á æfingu í dag.

Fótbolti

"Rajko er algjör öðlingur“

Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, hefur ekki áhyggjur af því að markvörðurinn Srdjan Rajkovic muni bregðast illa við gagnrýni sem hann fékk fyrir frammistöðu sína gegn ÍBV í gær.

Íslenski boltinn

"Við fáum alltaf borgað"

"Tímabilið hefur gengið nokkuð vel. Við vildum auðvitað vera nær KR-ingum en þeir hafa verið í fantaformi. Nú eigum við þrjá leiki sem við stefnum á að vinna til að komast í toppbaráttuna aftur,“ segir Skotinn Iain James Williamson, leikmaður Vals.

Íslenski boltinn

Þekkti þær hvort eð er ekki

"Þetta var mjög erfitt í kvöld. Þær spiluðu rosalega vel saman og voru fastar fyrir. Það lá mikið á okkur," sagði Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska liðsins.

Fótbolti

Þrír miðjumenn fóru meiddir af velli

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, þurfti að eyða öllum þremur skiptingum sínum í kvöld í að bregðast við meiðslum eða veikindum leikmanna sinna.

Fótbolti

Siggi Raggi: Við áttum við ofurefli að etja

"Þær voru mjög góðar í dag og við vorum í basli á móti þeim á stórum köflum í leiknum. Við reyndum að verjast vel en í sóknarleiknum náðum við ekki að búa mikið til. Gæðamunurinn á liðuinum var of mikill," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska liðsins.

Fótbolti

Zlatan vill ekki leika með Cavani

Aurelio De Laurentiis forseti ítalska knattspyrnuliðsins Napoli segir að sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic muni yfirgefa Paris Saint-Germain í sumar því hann vilji ekki leika við hlið Edinson Cavani.

Fótbolti