Fótbolti

Ekki eins alvarleg meiðsli hjá Dagnýju og óttast var

Óskar Ófeigur Jónsson í Vaxjö skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Dagný Brynjarsdóttir þurfti að fara af velli í hálfleik í gær í 0-3 tapi íslenska kvennalandsliðsins á móti Þýskalandi á EM í Svíþjóð. Dagný fékk slæmt spark, bólgnaði upp og var meðal annars borin út úr rútu eftir leik.

Það var óttast að Dagný gæti verið ristarbrotin en í dag kom í ljós að meiðslin eru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. Hún er marin á rist en röntgenmyndataka í morgun sýndi að hún er óbrotin. Dagný var náttúrulega ekki með á æfingu liðsins í dag.

Það verður samt að teljast ólíklegt að Dagný geti verið með á miðvikudaginn en þó má aldrei afskrifa hina frábæru sjúkraþjálfara íslenska liðsins þær Svölu Helgadóttur, Sólveigu Þórarinsdóttur og Erla Hendriksdóttur. Kannski tekst þeim að framkvæma einhver kraftaverk á Dagnýju fram að leik.

Dagný hefur verið í byrjunarliðinu í báðum leikjum íslenska liðsins en hún leikur hér heima með Val í Pepsi-deild kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×