Enski boltinn

Neyddur til að æfa einn vegna trúar sinnar

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Cisse á æfingu þegar allt lék í lyndi
Cisse á æfingu þegar allt lék í lyndi Mynd:Nordic Photos/Getty
Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United lætur framherja sinn Papiss Cisse að æfa einan þar sem hann vill ekki klæðast æfinga- og keppnistreyjum félagsins sem auglýsa lánafyrirtæki.

Framherjinn er múslimatrúar og Sharia lög segja að múslimar megi ekki hagnast af því að lána eða þiggja peninga frá öðrum. Því vill Cisse ekki klæðast Newcastle treyju sem auglýsir lánafyrirtækið Wonga.

Þegar Cisse mætti á æfingu nú um helgina og neitaði að klæðast treyjunni var hann sendur í lyftingasalinn þar sem hann æfði einn.

Cisse hefur boðist að klæðast treyju sem auglýsir góðgerðasamtök en í það hafa forráðamenn Newcastle fálega tekið.

Annar múslimi, Hatem Ben Arfa, hefur klæðst nýju æfingatreyjum Newcastle án nokkurra vandræða.

Fjöldi liða fylgist með stöðu Cisse sem hefur verið sagt að halda sig fjarri æfingasvæðinu þar til hann sættir sig við nýjan styrktaraðila félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×