Fótbolti

Íslenska landsliðið skellti sér í danska vatnsleikfimi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Liðsfundur landsliðsins á æfingu í Svíþjóð.
Liðsfundur landsliðsins á æfingu í Svíþjóð. Mynd / óskar ófeigur
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu fór í vatnsleikfimi fyrr í dag ef marka með mynd sem Hallbera Gísladóttir, leikmaður landsliðsins, setti inn á samfélagsmiðilinn Instagram.

Liðið var undir góðri leiðsögn frá Erlu Hendriksdóttur, fyrrum landsliðskona, en stelpurnar tóku vel á því í svokallaðri danskri vatnsleikfimi.

Hér að neðan má sjá skemmtilega mynd sem Hallbera birti á Instagram.

Íslenska landsliðið mætir því hollenska í síðasta leik liðsins í riðlinum á miðvikudaginn en með sigri á liðið möguleika á því að komast í 8-liða úrslitin. Ísland hefur eitt stig eftir tvær umferðir og því er sigur gegn Hollandi nauðsynlegur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×