Enski boltinn

Gerrard skrifaði undir nýjan samning

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Steven Gerrard verður áfram í herbúðum Liverpool en í dag tilkynnti félagið að hann hefði framlengt samning sinn við félagið.

„Ég held að allir viti hvaða þýðingu þetta hefur fyrir mig,“ sagði Gerrard í viðtali við heimasíðu Liverpool í dag en Gerrard spilaði fyrst með allaliði Liverpool árið 1998.

„Ég hef verið hér í langan tíma og því er þetta stór dagur fyrir mig. Þetta eru frábærar fréttir. Ég er fyrst og fremst ánægður með að þetta skuli vera frágengið því nú get ég bara einbeitt mér að því að spila eins vel og ég get.“

Ekki er tekið fram hversu langur samningurinn er en Ian Ayre, framkvæmdarstjóri Liverpool, segir að það sé samkomulag um að staðan verði skoðuð á ný eftir tvö ár.

Gerrard er 33 ára gamall og verður að teljast líklegt að hann muni klára feril sinn hjá Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×