Fótbolti

Frjálsar eins og fuglinn fram á kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson í Vaxjö skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir voru ekki með á æfingunni í dag.
Sara Björk Gunnarsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir voru ekki með á æfingunni í dag. Mynd/ÓskarÓ
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fékk tíma með fjölskyldu og vinum í dag en ekkert var á dagskrá hjá íslenska hópnum eftir morgunæfingu liðsins. Ísland tapaði á móti Þýskalandi í gærkvöldi en mætir Holland í lokaleik riðilsins eftir tvo daga.

Þeir leikmenn sem spiluðu á móti Þýskalandi í gær tóku ekki þátt í æfingunni í morgun en fóru þess í stað fyrr heim á hótel þar sem beið þeirra létt æfing í sundlaug hótelsins.

Stelpurnar mega síðan gera það sem þær vilja fram á kvöld en landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson bað reyndar þær sem hafa spilað mest að vera ekki mikið á ferðinni í dag. Langir göngutúrar og óþarfa flakk koma því ekki til greina.

Eftir 180 erfiðar mínútur á fjórum dögum þá er ljóst að lykilmenn íslenska liðsins þurfa að góðri hvíld að halda til að hlaða batteríin fyrir Hollandsleikinn á miðvikudaginn. Stelpurnar verða því örugglega skynsamar en það breytir ekki því að þær eru frjálsar eins og fuglinn fram á kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×