Fótbolti

England og Rússland skildu jöfn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Úr leik liðanna í dag.
Úr leik liðanna í dag. Mynd / Getty Images
England og Rússland gerði 1-1 jafntefli á Evrópumóti kvenna í Svíþjóð en leikurinn fór fram á Linköping-vellinum.

Rússar komust yfir í leiknum þegar nokkrar mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum en þar var að verki Nelli Korovkina sem kom boltanum laglega í netið.

Það stefndi allt í sigur Rússa en þær ensku jöfnuðu metin þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma.

Toni Duggan kom á boltanum í netið við mikinn fögnuð Englendinga.

Liðin hafa því bæði eitt stig í C-riðli en Frakkar og Spánverjar eru með þrjú stig. Þau lið mætast síðar í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×