Enski boltinn

Crouch á óskalista Eriksson?

Breskir fjölmiðlar eru á því að Sven-Göran Eriksson, stjóri Manchester City, ætli að gera kauptilboð í framherjann Peter Crouch hjá Liverpool í janúarglugganum.

Enski boltinn

Chelsea á eftir Berbatov?

Bresku blöðin eru nú búin að koma af stað verðstríði milli stóru liðanna á Englandi eftir að umboðsmaður Dimitar Berbatov sagði hann vilja fara frá Tottenham.

Enski boltinn

Naumur sigur hjá United

Staðan á toppi ensku úrvalsdeildarinnar breyttist ekki í dag þegar toppliðin þrjú unnu leiki sína. Þau voru þó ekki öll jafn sannfærandi.

Enski boltinn

Maniche orðaður við úrvalsdeildina

Portúgalski landsliðsmaðurinn Maniche hjá Atletico Madrid hefur verið orðaður við Tottenham í janúarglugganum, en hann hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá spænska liðinu. Miðjumaðurinn lék með Chelsea í fjóra mánuði þegar Jose Mourinho stýrði liðinu til annars meistaratitilsins í röð árið 2006.

Enski boltinn

Arsenal yfir gegn West Ham

Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fjórum sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal hefur sýnt frábær tilþrif gegn West Ham á heimavelli þar sem glæsileg mörk frá Eduardo og Adebayor skilja liðin að í hálfleik.

Enski boltinn

Chelsea lagði Fulham

Roy Hodgson varð að sætta sig við tap í fyrsta leik sínum sem knattspyrnustjóri Fulham þegar liðið fékk granna sína í Chelsea í heimsókn á Craven Cottage í dag.

Enski boltinn

Allardyce: Barton hefur brugðist okkur

Sam Allardyce, stjóri Newcastle, segist vera afar vonsvikinn með miðjumanninn Joey Barton sem eyðir áramótunum í fangaklefa eftir að hafa verið kærður fyrir líkamsárás. Barton hefur verið iðinn við að koma sér í fréttirnar á röngum forsendum.

Enski boltinn

Brjóstahneyksli hjá Barton

Miðjumaðurinn Joey Barton fær nægan tíma til að semja áramótaheit sín þar sem hann verður í grjótinu fram á fimmtudag. Í gær kom upp enn eitt hneykslið í kring um Barton og drykkjulæti hans.

Enski boltinn

Berbatov vill fara í janúar

Umboðsmaður framherjans Dimitar Berbatov segir leikmanninn vilja fara frá Tottenham í janúar ef stórlið gerir í hann tilboð. Hann segir markaskorarann "sáttan" hjá Lundúnaliðinu, en það sé ekki klúbbur sem uppfylli metnað hans sem knattspyrnumanns.

Enski boltinn

Wenger treystir á núverandi hóp

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist ekki ætla að bæta við sig leikmönnum þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar. Emmanuel Eboue og Kolo Toure munu halda í Afríkukeppnina í næsta mánuði.

Enski boltinn