Enski boltinn

Adebayor blæs á kjaftasögurnar

Emmanuel Adebayor, sóknarmaður Arsenal, neitar því að vera á leið til ítalska liðsins AC Milan í sumar. Hann segist vera hæstánægður hjá Arsenal og elska félagið og stuðningsmenn þess.

Enski boltinn

Quaresma til Chelsea í sumar?

Chelsea ætlar að reyna að kaupa portúgalska vængmanninn Ricardo Quaresma frá Porto í sumar. Þessi skemmtilegi 24 ára leikmaður hefur oft verið orðaður við Chelsea en hann er nú farinn að hugsa sér til hreyfings og vill fara í stærra lið.

Enski boltinn

Chelsea vill Rijkaard eða Mancini

Breska blaðið The Sun segir að Chelsea ætli að halda fundi með Frank Rijkaard og Roberto Mancini í næstu viku. Þeir tveir eru efstir á óskalista félagsins yfir nýja knattspyrnustjóra.

Enski boltinn

Rio: Ronaldo verður að vera áfram

Rio Ferdinand hefur biðlað því til Cristiano Ronaldo að hann verði áfram hjá Manchester United. Ronaldo sagði í viðtali í gær að hann væri áhugasamur að ganga til liðs við spænska stórliðið Real Madrid.

Enski boltinn

Adebayor efstur á óskalista AC Milan

Emmanuel Adebayor, sóknarmaður Arsenal, er efstur á óskalista AC Milan fyrir sumarið. Búast má við miklum breytingum á liði Milan í sumar eftir að liðið olli miklum vonbrigðum á síðasta tímabili.

Enski boltinn

Okocha farinn frá Hull

Jay-Jay Okocha er á förum frá Hull City sem vann sér á dögunum inn sæti í ensku úrvalsdeildinni. Þessi 34 ára Nígeríumaður hefur fengið þau skilaboð frá knattspyrnustjóranum Phil Brown að hann sé ekki í plönum hans.

Enski boltinn

Jo og Ronaldinho færast nær City

Allt útlit er fyrir að brasilíski sóknarmaðurinn Jo sé á leið til Manchester City og þá er talið að Ronaldinho sé ekki langt undan. Stjórnarmaður City sagðist reikna með að Jo yrði kominn í ljósbláa búninginn á næstu dögum.

Enski boltinn

Landsleikurinn stendur

Sigurleikur Englands gegn Trínidad og Tóbagó mun standa. FIFA hefur staðfest þetta en þessi vináttulandsleikur endaði 3-0. Talað var um að leikurinn yrði ekki skráður sem opinber landsleikur þar sem England framkvæmdi fleiri skiptingar en leyfilegar eru.

Enski boltinn

Torres: Carvalho besti varnarmaðurinn

Fernando Torres, sóknarmaður Liverpool, segir að Ricardo Carvalho hjá Chelsea sé besti varnarmaður úrvalsdeildarinnar að sínu mati. Torres átti frábært fyrsta tímabil í deildinni en segir að starf hans hafi verið gert auðveldara með lélegum varnarleik.

Enski boltinn

Síðasti landsleikur Englendinga strokaður út?

Fjórir leikmenn enska landsliðsins gætu misst sinn fyrsta landsleik en FIFA íhugar að skrá ekki 3-0 sigurinn á Trínidad og Tóbagó sem opinberan landsleik. Ástæðan er sú að enska liðið framkvæmdi sjö skiptingar en aðeins sex eru leyfðar í vináttulandsleikjum.

Enski boltinn

Dossena á leið til Liverpool

Liverpool er nálægt því að krækja í vinstri bakvörðinn Andrea Dossena frá ítalska liðinu Udinese. Dossena er 26 ára og mun væntanlega gangast undir læknisskoðun hjá Liverpool í kvöld.

Enski boltinn

Sumarhreinsanir hjá Keane

Sumarhreingerningarnar eru hafnar hjá Roy Keane, knattspyrnustjóra Sunderland. Hann tilkynnti átta leikmönnum það í morgun að þeir gætu farið að leita sér að nýju liði.

Enski boltinn

Hughes búinn að skrifa undir

Mark Hughes hefur skrifað undir þriggja ára samning við Manchester City. Hughes var einnig orðaður við Chelsea en samkvæmt BBC var það orðrómur sem var rangur.

Enski boltinn

Tekur Spalletti við Chelsea?

Luciano Spalletti er kominn efst á óskalista Chelsea eftir að liðinu mistókst að fá Carlo Ancelotti sem knattspyrnustjóra. Þá var liðið orðað við Mark Hughes sem er á leið til Manchester City.

Enski boltinn

Adams verður áfram hjá Portsmouth

Fyrrum varnarjaxlinn Tony Adams hefur gefið forráðamönnum Portsmouth munnlegt samþykki um að framlengja samning sinn sem aðstoðarstjóri félagsins. Adams er venjulega sagður maðurinn á bak við sterka vörn Portsmouth, en orðrómur hafði verið á kreiki um að Adams væri aftur á leið til Arsenal í svipaða stöðu.

Enski boltinn

Eriksson tekinn við landsliði Mexíkó

Sven-Göran Eriksson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Mexíkó í knattspyrnu eftir að hafa verið rekinn frá Manchester City í gærkvöldi. Þar tekur Svíinn við af goðsögninni Hugo Sanchez sem hætti í mars sl.

Enski boltinn

Moyes fékk bætur vegna ummæla Rooney

David Moyes, stjóra Everton, voru í dag dæmdar skaðabætur vegna ummæla Wayne Rooney um hann í ævisögu sinni fyrir nokkrum árum. Moyes þóttu ummælin grafa undan trúverðugleika sínum og ákvað að leita réttar síns.

Enski boltinn

Hleb á leið til Barcelona?

Umboðsmaður miðjumannsins Alexander Hleb hjá Arsenal segir að nú bendi flest til þess að hann gangi í raðir Barcelona í sumar en ekki Inter Milan eins og talið var í fyrstu.

Enski boltinn

Ancelotti: Ég verð áfram hjá Milan

Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan á Ítalíu, segir forráðamenn Chelsea ekki hafa sett sig í samband við sig og boðið sér knattspyrnustjórastöðuna hjá félaginu. Hann segist 150% öruggur um að halda áfram hjá Milan.

Enski boltinn

Lehmann semur við Stuttgart

Þýski landsliðsmarkvörðurinn Jens Lehmann hefur nú formlega samþykkt að ganga í raðir Stuttgart í heimalandi sínu. Lehmann, sem lék fimm ár með Arsenal á Englandi, hefur skrifað undir eins árs samning við Stuttgart, með möguleika á eins árs framlengingu.

Enski boltinn